Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Page 26
Helgarblað 13.–16. janúar 20174 Netverslanir - Kynningarblað Fotia.is: Netverslunin sem sló í gegn F yrir um tveimur og hálfu ári opnaði Sigríður Elfa Elídóttir netverslunina Fotia.is sem selur snyrtivörur. Sigríður var þá í námi í rekstrarverkfræði. Þessi aukavinna með námi vatt hins vegar hratt upp á sig því verslunin sló í gegn og við fyrirtækið starfa nú níu manns auk Sigríðar og unnusta hennar. Fotia.is býður upp á fjöl- breyttar snyrtivörur þar sem saman fara gæði og hagstætt verð. Flestar vörurnar koma frá Bandaríkjunum en einnig eru einhverjar framleidd- ar í Bretlandi. „Við leggjum áherslu á vandaðar snyrtivörur á hagstæðu verði og að verð sé svipað og erlendis. Þetta eru töluvert miklar gæðavörur og margar vörurnar eru umhverfisvæn- ar og vegan-vörur, í bland við annað. Við kappkostum að halda álagningu í hófi því ég vil hafa álagningu lága,“ segir Sigríður. Vörumerkin eru um 15, úrvalið spannar alhliða snyrtivörur en í augnablikinu eru tvö bandarísk húðvörumerki vinsælust: Mario Badescu og First Aid Beauty. Þó að konur séu í meirihluta meðal við- skiptavina Fotia.is segir Sigríður að karlar kaupi töluvert af húðvörun- um. Auk netverslunarinnar rekur fyrir tækið hefðbundna verslun í Skeifunni 19, Reykjavík. Hún er opin virka daga frá kl. 12 til 18 og laugardaga frá 12 til 17. Mikið er að gera í versluninni í Skeifunni og segir Sigríður að viðskiptavin- ir taki þeim möguleika fagnandi að geta mætt á staðinn, prófað vörurnar og fengið ráðgjöf. Sem fyrr segir eru Sigríður og unnusti hennar með samtals níu manns í vinnu, þar af eru þrír í fullu starfi en aðrir í hlutastarfi. „Starfsfólkið stendur vaktina í versluninni í Skeifunni auk þess að afgreiða allar pantanir í vef- versluninni,“ segir Sigríður. Fotia.is er sístækkandi fyrir- tæki og ljóst er að þessi verslun höfðar mjög til fólks sem hefur áhuga á snyrtivörum og húðvör- um. Gott er að kynna sér úrval- ið á vefsvæðinu Fotia.is en Fotia. is er einnig á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.