Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Síða 27
Helgarblað 13.–16. janúar 2017 Fólk Viðtal 23 Þ rátt fyrir að heilsubrestur í bland við áhyggjur af fram­ tíðinni hafi markað síðasta ár hjá Ragnheiði þá býr hún yfir miklu æðruleysi. Þegar við Ragnheiður settumst niður á notalegum veitingastað í vikunni tók ég strax eftir því hvað hún hefur ein­ staka nærveru. Hún er hlý, brosmild, gefandi og eldklár kona sem ætlar sér stóra hluti í lífinu. Þó svo að þrótturinn sé lítill þá kemur lífsviljinn og vonin henni yfir erfiðustu hjallana þegar hún á slæma daga. Á góðum dögum er hún sann­ færð um að hún muni sigrast á sjúk­ dóminum. Það sem Ragnheiður hlakkar mest til að gera þegar henni batnar er að eignast börn, ferðast um heiminn og ganga á fjöll. Síðastliðið ár hefur því verið mikil rússíbanareið fyrir Ragnheiði sem hefur glímt við erfiðar aukaverkanir af krabbameinslyfjunum sem og önnur veikindi í bland við mótlæti í kerfinu og erfiða fjárhagsstöðu. Á sama tíma og Ragnheiður er gríðarlega þakklát fyrir að vera á lífi og að hafa aðgang að fyrsta flokks læknum og hjúkrunarfólki þá er hún reið út í kerfið og pólitíkusa sem lofa öllu fögru en standa ekki við orð sín og komast upp með það. Þá bendir Ragnheiður á að það er beint samband á milli þess að veikjast alvarlega og verða fátækur. Enginn gerir ráð fyrir því að veikjast Þó svo að Ragnheiður hafi greinst með krabbameinið fyrir ári þá er veikindasaga hennar töluvert lengri því það tók marga mánuði að finna út hvað væri raunverulega að hrjá hana. Ragnheiður opnaði sig fyrst um veikindi sín og þann gríðarlega kostnað sem fylgir því að vera sjúk­ lingur á Íslandi í viðtali á bleikt.is í febrúar 2016. „Ég fékk kvíðakast um daginn þegar ég komst að því hversu mikill kostnaðurinn er. Ég hef engan veginn efni á þessu.“ Áður en Ragnheiður fékk að vita að hún væri með illvígan sjúkdóm var hana farið að gruna að eitthvað alvarlegt væri að hrjá hana. Aldrei óraði hana þó fyrir því að hún væri með krabbamein. „En það er einmitt málið. Enginn sem ég þekki hefur gert ráð fyrir því að fá lífshættulegan sjúkdóm eða lenda í alvarlegu slysi sem umbreytir tilverunni til frambúðar. Kannski er staða öryrkja svona slæm vegna þess að fólk sem er heilbrigt á erfitt með að ímynda sér lífið frá okkar sjón­ arhorni.“ Tugþúsundir lásu einlæga frá­ sögn hennar og í framhaldinu hófst umræða í þjóðfélaginu um kostn­ aðarþátttöku sjúklinga vegna heil­ brigðisþjónustu á Íslandi. Þann 1. maí næstkomandi stendur til að inn­ leiða nýtt greiðsluþátttökukerfi en þar verður sett hámark á greiðslur sjúkratryggðra. Sumarið reyndi mikið á Ragnheiður hefur alltaf verið mikil útivistar­ og ævintýrakona. Áður en hún veiktist bjó hún í Barcelona í þrjú ár og útskrifaðist sem innanhúss­ hönnuður árið 2008. Þar sem lítið var að gerast á Íslandi í hönnunargeiran­ um árin eftir hrun fór Ragnheiður að vinna fyrir Íslenska fjallaleiðsögu­ menn. Þá vinnu fékk hún í gegnum félaga í björgunarsveitinni Ársæli. Brennandi áhugi á útivist leiddi Ragnheiði sömuleiðis í ferðalag til Nepal og síðar Indlands þar sem hún kynntist ástinni við rætur Himalaja­ fjallanna veturinn 2013. Ravi, sem er leiðsögumaður, hefur staðið þétt við bakið á eiginkonu sinni frá því að hún veiktist og að sögn Ragnheiðar gæti hún ekki hugsað sér að takast á við veikindin án hans. Það að „vera saman“ hefur þó alls ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Þar sem Ravi er Indverji átti hann í erfið­ leikum með að fá atvinnu­ og dvalar­ leyfi á Íslandi, nema til sex mánaða í senn. Þá viðurkenndi sýslumaður­ inn í Reykjavík ekki lögmæti vottorða sem Ravi framvísaði þann 1. apríl 2016 þegar þau sóttu um leyfi til að ganga í hjónaband. Eftir tæpa fimm mánuði, sem ein­ kenndust af miklum kvíða, streitu og áhyggjum af framtíðinni þar sem sýslumaður hafnaði vottorðinu og tók kæru þeirra ekki til greina, leit út fyrir að Ravi þyrfti að vera farinn frá Íslandi þann 29. ágúst síðastliðinn. Á síðustu stundu dró innanríkisráðu­ neytið úrskurð sýslumanns til baka. Á þessu tímabili var Ragnheiður einnig í erfiðri lyfjameðferð sem bar engan árangur. „Ég ætla ekki að úti­ loka að þessi ömurlegi tilfinninga­ rússíbani hafi haft sitt að segja um hvað krabbameinsmeðferðin gekk illa. Það skiptir svo gríðarlega miklu máli að vera í góðu andlegu jafnvægi og ég var afar langt niðri vegna þess að við vissum ekkert hvað yrði með okkur og hvort hann fengi að vera áfram á Íslandi eða yrði sendur til Indlands.“ Eiga einn fósturvísi í frysti Líkt og margar konur á hennar aldri langar Ragnheiði að eignast börn með eiginmanni sínum. Síðasta vor, áður en Ragnheiður fór í fyrri lyfja­ meðferðina, fór hún í eggheimtu og freistaði þess að láta frysta fóstur­ vísa. „Þegar ég veiktist hafði ég lengi þráð að eignast barn. Ég held að mesta sjokkið, allavega til að byrja með, hafi verið þegar ég áttaði mig á því að krabbameinsmeðferðin gæti haft þau áhrif á líkama minn að ég gæti ekki átt barn.“ Nokkrum vikum síðar fór Ragn­ heiður í eggheimtu og eggin sem náðust voru frjóvguð með sæði frá Ravi. Þetta fengu þau í gegn þó svo að reglur kveði á um að aðeins pör sem eru gift eða í sambúð geti farið í frjósemismeðferð. Meðferðin skilaði einu frjóvguðu eggi sem er í frysti hjá IVF klíníkinni. „Þau leyfðu okkur að klára ferlið þó svo að við værum ekki gift. Eina skilyrðið sem þau settu var að við værum búin að giftast þegar fóstur­ vísirinn yrði settur upp. Það er nota­ legt tilfinning að vita að það er enn von fyrir okkur að eignast barn. Von­ andi næ ég heilsu svo hægt verði að setja fósturvísinn upp. Annars hef ég róast mikið þegar kemur að barn­ eignum. Það gerist ef það á að gerast. Ég fagna því að vera á lífi. Annars er ég líka opin fyrir því að ættleiða barn. Það eru svo mörg börn sem fæðast í heiminum og skortir ást og um­ hyggju. Til dæmis á Indlandi.“ Erfiðar aukaverkanir Skömmu eftir að Ragnheiður og Ravi gengu í hjónaband þann 23. ágúst síðastliðinn byrjaði Ragnheiður í seinni lyfjameðferðinni. „Ég var sett á önnur krabbameinslyf sem fóru skelfilega illa í mig. Lyfjunum fylgdu hryllilegar aukaverkanir. Ég er gríðarlega viðkvæm fyrir kulda, fæ krampa og doða um allan líkamann. Þá hef ég misst sjónina tímabundið og lamast.“ Ragnheiður viðurkennir að um tíma hafi henni liðið svo illa í lyfja­ meðferðinni að hún hafi ætlað að gefast upp. „Þegar ég ræddi það við lækninn sendi hann mig í rannsóknir sem sýndu að meðferðin væri að skila ár­ angri. Svo ég ákvað að halda áfram. Það hefur sannarlega borgað sig þar sem meinvarpið í lifrinni hefur minnkað mjög mikið. Fyrir með­ ferðina var æxlið á stærð við hnefa en í dag er það aðeins fjórir sentimetrar í ummál.“ Heldur í vonina Það þýðir að í byrjun febrúar fer Ragnheiður í langþráða skurð aðgerð þar sem læknar ætla að freista þess að fjarlæga meinvarpið sem er í lifrinni. „Ég get eiginlega ekki lýst því með orðum hvað þetta er mikill létt­ ir. Eftir alla þessa bið og slæmar frétt­ ir þá er loksins eitthvað að gerast. Þetta fyllir mig óútskýrðum krafti.“ Þó viðurkennir Ragnheiður að biðin eftir aðgerðinni eigi eftir að reyna á taugarnar þar sem þá komi líka betur í ljós hver staðan sé á krabbameininu í lífhimnunni. Þrátt fyrir að læknir hennar hafi sagt að sjúkdómurinn sé mögulega ólækn­ andi þá ætlar hún sér að sigrast á honum. „Þegar læknirinn sagði mér að líklegast væri ég með ólæknandi krabbamein spurði ég hann hvort það væri enn von. Hann sagði að það væri alltaf von og ég ætla að halda í vonina um að ég nái mér, læknist og geti lifað eðlilegu lífi.“ Fátækragildran Áður en Ragnheiður veiktist vann hún fullan vinnudag og borgaði skatta í samræmi við það. „Ég lagði mitt af mörkum til samfélagsins. Svo verður maður fyrir því áfalli að veikj­ ast og er fastur í líkama sem maður þekkir ekki. Í einni svipan er maður rifinn út úr hefðbundinni tilveru og komið fyrir í þessum handónýtu vel­ ferðar­ og heilbrigðiskerfum. Þá sér maður samfélagið frá öðru sjónar­ horni og það er alls ekki jafn fallegt,“ segir hún og gefur smá dæmi um raunverulega stöðu fólks sem lendir í því að veikjast eða slasast alvarlega á Íslandi. „Hugsaðu þér manneskju sem er í fullri vinnu. Hún borgar af húsnæði og bíl sem og öðru sem tengist dag­ legum rekstri. Allt í einu lendir hún í alvarlegu slysi. Þá er þessari mann­ eskju í leiðinni komið kirfilega fyrir í fátækragildru. Öryrkjabætur eru lægri en grunnframfærsluviðmið. Það þýðir að öryrkjar lifa á upphæð sem er undir fátækramörkum. Ekki nóg með að tekjur lækki gríðarlega heldur bætist við hefðbundin útgjöld heimilisins – læknis­ og lyfjakostn­ aður svo eitthvað sé nefnt. Þannig að manneskja sem hefur greitt skatta allt sitt líf og lendir í því að þurfa Kristín Clausen kristin@dv.is Hamingjudagur Brúð- kaupsdagurinn 23. ágúst 2016. Mynd Úr EinKaSaFni ragnheiður og ravi Fengu leyfi til að gifta sig eftir að innanríkisráðu- neytið breytti úrskurði sýslumannsins í Reykjavík. Mynd Úr EinKaSaFni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.