Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.2017, Qupperneq 34
Helgarblað 13.–16. janúar 201730 Skrýtið Sakamál Í nóvember 2013 fékk Kanada- maðurinn Shawn Cameron Lamb 20 ára fangelsisdóm fyrir morð á tveimur konum í Winnipeg, höf- uðborg Manitoba-fylkis í Kanada. Að sögn hafði tilvera Lambs, þá 54 ára að aldri, verið æði þoku- kennd um margra mánaða skeið vegna mikillar og stöðugrar fíkni- efnaneyslu. Fórnarlömb Lambs voru Carolyn Sinclair, 25 ára, og Lorna Blacksmith, 18 ára, en þær voru báð- ar fíkniefnaneytendur og mögulega berskjaldaðar sökum lífsstíls síns. Lamb myrti Carolyn 18. desember 2011, og Lornu 11. janúar 2012, og lék lítill vafi á sekt hans, enda játaði sig sekan um bæði morðin. Játning í varðhaldi Reyndar var það svo að áður en játning Lambs lá fyrir höfðu sjónir lögreglunnar beinst að honum, en 22. júní 2012, var hann, eins og svo oft áður, í varðhaldi, reyndar vegna einhvers alls ótengdu umræddum morðum. Einhverra hluta vegna kjaftaði á honum hver tuska og hver yfirlýsingin varðandi morðin rak aðra og lögreglan vissi vart hvaðan á sig stóð veðrið. En síðar, sökum þess ástands sem Lamb var í þegar hann játaði á sig morðin, sáu verjendur Lambs sér leik á borði og náðu að knýja fram samning fyrir skjól- stæðing sinn; möguleika á reynslu- lausn eftir tíu ára afplánun. Deilt um fíkniefni Lamb og Carolyn hittust 18. desember og ákváðu að slá saman í krakk, sem þau og gerðu. Að því loknu fóru þau heim til Lambs að Notre Dame-breiðgötu númer 822 til að neyta þess í ró og næði. Snurða hljóp á þráðinn þegar Caro- lyn sló eign sinni á restina af fíkniefn- inu, fór inn á klósett og læsti að sér. Það hugnaðist Lamb ekki og hann braut sér leið inn á salernið og barði Carolyn til óbóta með axarskafti. Í skýrslum segir: „hann [Lamb] sagði að hún hefði verið með meðvitund og því hafi hann kyrkt hana þar til hún var liðið lík.“ Fleygt í ruslagám Í nokkra daga lá líkið óhreyft í íbúð Lambs en að lokum vafði hann það inn í plast og tróð því í sjópoka sem hann síðan fleygði í ruslagám við Notre Dame-breiðgötu. Líkams- leifarnar fundust ekki fyrr en 31. mars 2012 og ljóst að Carolyn, sem hafði verið barnshafandi, hafði hlotið ofbeldisfullan dauðdaga. Líf- sýni sýndu að hún hefði verið í íbúð Lambs og renndu enn frekari stoð- um undir sannleiksgildi játningar hans. Fíkniefni enn og aftur Lorna Blacksmith var einnig myrt í íbúð Lambs og líka sökum ósættis vegna fíkniefna. Greinilega hefur krakkið verið uppurið því Lorna reyndi að hringja í birginn sinn til að fá meira af herlegheitunum. Það hleypti einhverra hluta vegna illu blóði í Lamb því hann fleygði Lornu í gólfið og kyrkti hana með símasnúr- unni. Samkvæmt yfirlýsingu hans reyndi hann að endurlífga hana en hafði ekki erindi sem erfiði. Lamb stal síðan plastdúk af nærliggjandi byggingarsvæði, vafði lík Lornu inn í það og losaði sig við það á bakstíg við yfirgefið hús á Simcoe-stræti. Líkamsleifar Lornu fundust um hálfu ári síðar, í kjölfar upplýsinga frá Lamb, en sökum rotnunar var ekki hægt að úrskurða um dánar- orsök, aðeins að ofbeldi hefði kom- ið við sögu. Lamb var einnig ákærð- ur fyrir morð á konu að nafni Tanya Nepinak, sem hafði horfið, en mála- lyktir hafa ekki fengist í það mál Glæpir og fíkniefnaneysla Glæpaferill Lambs nær allt aftur til 8. áratugar 20. aldar og er hann með yfir 100 dóma á bakinu. Sumir dómanna varða ofbeldisglæpi, þar á með kyn- ferðisglæpi. Flesta glæpi framdi hann þó til svala eitur lyfjafíkn sinni, en hann hóf neyslu harðra efna aðeins 12 ára að aldri. Lamb fór ekki í laun- kofa með þá staðreynd að hann hefði eytt mestallri ævi sinni í eymd, vesal- dóm og neyslu fíkniefna, en eitthvað virðist hafa rofað til í höfðinu á hon- um undir lok réttarhaldanna: „Ég iðr- ast. Ég finn til hluttekningar. Ég geri mér grein fyrir að til staðar er mikil reiði, ógeð, hatur – þau [aðstandend- ur fórnarlamba hans] þrá hefnd.“ n n Shawn Cameron Lamb hóf neyslu harðra fíkniefna 12 ára að aldri forfallinn fíkill banaði þremur„Hann braut sér leið inn á salernið og barði Carolyn til óbóta með axarskafti Shawn Lamb Sagðist iðrast gjörða sinna. Carolyn Sinclair Gerði banvæn mistök. Tanya Nepinak Ekki hefur fengist botn í mál hennar. Lorna Blacksmith Var kyrkt með símasnúru.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.