Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2017, Blaðsíða 14
Vikublað 17.–19. janúar 201714 Fréttir
S HELGASON
- Steinsmiðja síðan 1953
Dularfull mannshvörf
á höfuðborgarsvæðinu
n Fólkið sem skilaði sér ekki heim n Erfitt að sjá aðstandendur brotna saman n Lögregla
Þ
að er eins og jörðin hafi
gleypt Birnu Brjánsdóttur,
tvítuga konu, sem horfin
er sporlaust. Síðast sást til
hennar á Laugavegi og þegar
þetta er skrifað hefur lögregla úr litlu
að moða. Þá virðist sem lögreglan
hafi ekki mikið að byggja á. Manns-
hvörf á Íslandi hafa löngum vakið
mikla athygli en í þessari umfjöllun
eru rifjuð upp minnisstæð mál þar
sem fólk hefur horfið á höfuðborgar-
svæðinu eða nágrenni þess.
Í öll skiptin var fjöldi manns sem
tók þátt í að leita að fólkinu við erfið-
ar aðstæður. Þá eru björgunarsveit-
armenn undir miklu álagi þar sem
hver klukkutími skiptir máli. Seint
á sunnudagskvöldi óskaði lögregla
eftir aðstoð leitarhunda björgunar-
sveita, of seint hafa sumir sagt, og um
hádegisbil í gær örkuðu björgunar-
sveitarmenn um miðbæinn í leit að
vísbendingum. Síðar um daginn fór
annar hópur til leitar í nágrenni við
Flatahraun. Það er lögregla sem yf-
irleitt óskar eftir aðstoð björgunar-
sveita. Sigurður Ólafur Sigurðsson,
margreyndur leitarmaður, útskýrði
ferlið í samtali við DV fyrir tveimur
árum:
„Fyrst byrjar yfirleitt rann-
sóknarvinna hjá lögreglunni, það er
ein leiðin ef lítið er vitað eða ekki vit-
að hvenær viðkomandi sást síðast. Ef
það er einhver sem tilkynnir og það
er klárlega einhver sem saknar við-
komandi, þá fer af stað samstarf lög-
reglu og svæðisstjórnar björgunar-
sveita. Það getur verið að það byrji
líka á rannsóknarvinnu, til að kom-
ast að því hvar viðkomandi sást síð-
ast og þar fram eftir götunum. Hvert
tilfelli er ólíkt, stundum eru leit-
arhópar kallaðir til strax ef síðasti
viðverustaður er þekktur.“
„Það er ekkert eitt sem sameinar
alla þá sem við leitum að, nema þá
að þeirra er saknað. Reglan er sú að
leitað er á meðan að við teljum að
hægt sé að finna viðkomandi. Alltaf
eru til einhver tilfelli sem við get-
um ekki útskýrt og finnum ekkert.
Fræðin taka á þessu með þeim hætti
að það er hægt að reikna út og skil-
greina hversu vel hefur verið leit-
að. Hægt er að ná líkindunum upp í
ákveðnar tölur og þegar þeim hefur
verið náð þá hættum við. Svo er ann-
að sem við göngum út frá líka, yfir-
leitt er leit ekki hætt formlega fyrr en
mörgum árum seinna en hlé gert á
leitinni. Við höfum lent í því að vís-
bendingar komi fram mörgum árum
seinna og þá er gerð frekari leit.“
Óvissa fyrir aðstandendur
Oft taka aðstandendur þátt í leit og
þótt samskipti séu í flestum tilvikum
góð getur eitt og annað komið upp
á. Óvissan tekur mest á fólk. Björg-
unarsveitarmenn sjá aðstandend-
ur breytast, brotna niður og tekur
það einna mest á björgunarsveitar-
menn. Þorsteinn Þorkelsson, björg-
unarsveitarmaður og sagnfræðing-
ur, segir:
„Almennt séð þá skilur fólk það
mjög vel þegar við hættum leit, við
skýrum okkar ástæður fyrir því mjög
vel. Fólk vill í einhverjum tilvikum
leita sjálft, en yfirleitt skilur fólk þetta
þó því finnist það ömurlegt. Auð-
vitað eru einhver dæmi um að fólk
verði okkur reitt, en hitt er almenna
reglan og annað er algjör undan-
tekning.“
Mannshvörf á höfuðborgar-
svæðinu
Vísir greinir frá því fyrir sléttu ári síð-
an að frá árinu 1970 séu 43 manns-
hvörf óupplýst. Mál Birnu sker sig
frá öllum þessum málum einfald-
lega vegna þess að hún er kona. Í öll-
um 43 málunum sem Vísir fjallar um
eru það karlmenn sem er saknað. DV
hefur fjallað ítarlega í gegnum tíðina
um fólk sem hefur horfið sporlaust.
Umfjallanir hér fyrir neðan byggja á
eldri umfjöllunum blaðsins.
Magnús Teitsson, 30. nóvember
1968
Hinn sextugi Magnús Teitsson,
öðru nafni Mlax Keil, bjó með fjöl-
skyldu sinni við Þinghólsbrautina
í Kópavogi. Hann hafði skroppið í
heimsókn í hús í Fossvoginum sem
stendur beint á móti Fossvogskirkju-
garðinum. Heimildir eru til fyrir því
að Magnús lagði af stað heim frá
þessu húsi um klukkan 7 en klukk-
an 8 var hann enn ekki kominn
heim. Þegar heimilisfólk hans fór að
grennslast fyrir um hann kom í ljós
að bíll hans var á sínum venjulega
stað við heimili hans. Fljótlega var
haft samband við lögreglu sem hóf
leit strax um kvöldið. Næstu daga var
gerð mjög víðtæk leit að manninum
og tóku m.a. skólabörn úr Kópavogi
þátt í leitinni. Engar haldbærar vís-
bendingar hafa komið fram um það
hvað varð um Magnús þetta kvöld.
Viktor B. Hansen, 17. október
1970
Viktor B. Hansen og vinnufélagi hans
úr Slippnum í Reykjavík, Egill Hall-
grímsson, fóru á rjúpnaveiðar. Þeir
komu í sama bílnum í Arnarsetur í
Bláfjöllum um kl. 13 en héldu þaðan
hvor í sína áttina. Viktor hélt í aust-
urátt og Egill í vesturátt og ætluðu
þeir að hittast aftur hjá bílnum kl. 16.
Egill kom að bílnum á tilsettum tíma
en ekkert bólaði á Viktori og Egill
beið eftir honum til kl. 21. Egill leit-
aði aðstoðar og gekk niður á Sand-
skeið sem er um tveggja tíma gang-
ur en skildi bílinn eftir. Gekk á með
éljum og þokuslæðingi annað slagið.
Upp úr miðnætti hóf björgunarsveit
leit sem stóð yfir í nokkra daga. Vikt-
or var vanur fjallaferðum og átti ekki
við nein heilsuvandamál að stríða.
Hann fannst aldrei.
Sverrir Kristinsson, 26. mars
1972
Sverrir var 22 ára og bjó á Nýja-
Kristjón Kormákur Guðjónsson
kristjon@dv.is
Guðmundur Finnur BjörnssonMatthías ÞórarinssonHörður Björnsson