Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2017, Síða 15
Vikublað 17.–19. janúar 2017 Fréttir 15
Lúpínuseyði
Gamla góða lúpínuseyðið sem
Ævar Jóhannesson framleiddi
og gaf fólki í um aldarfjórðung.
Uppskriftin er sú sama, en nú
er búið að bæta við; engifer,
sítrónusafa, stevíu og sítrónusýru
og bragðið því talsvert betra og
áhrifin sömuleiðis. Lúpínuseyðið
hefur gert mörgum gott. Í ævi
minningum Ævars og á heimasíðu
okkar, www.lupinuseydi.is er að
finna magnaðar sögur af fólki sem
hefur haft gott af því að drekka
seyðið.
Hvönnin
Ætihvönn er ein merkasta
lækninga jurt Íslandssögunnar
en hvönnin hefur verið notuð
allt frá landnámi. Rannsóknir á
Raunvísindastofnun hafa sýnt
að í hvönn eru efni sem verka á
bakteríur, veirur, sveppi og jafnvel
á krabbameinsfrumur auk efna
sem virðast örva ónæmiskerfið.
Ætihvönn hefur verið notuð við
meltingartruflunum svo sem
krampa og vindi í meltingarfærum
og gegn kvilla í lifur. Hvönnin
hefur verið talin góð til að losa
slím úr öndunarfærum og
verið notuð við bronkítis og
brjósthimnubólgu og öðrum
lungnakvillum. Hvönnin er enn
fremur talin virka vel gegn tíðu
þvagláti, blöðrubólgu, hálsbólgu,
kvefi og flensu.
Lúpínuseyði með engifer,
sítrónu og stevíu
Hvönn með engifer, sítrónu,
spínati, myntu og stevíu
Hvönn með engifer,
sítrónu, túrmerik,
peru og stevíu
Hvönn með engifer,
sítrónu, bláberjum
og stevíu
Drekktu í þig
íslenska náttúru
þér til heilsubótar
Sölustaðir:
Hagkaup, Heilsuhúsið, Fjarðarkaup,
Bónus, 10-11 Austurstræti og Lágmúla,
Blómaval, Raðhús, Vöruval
Svarti Haukur ehf
s. 517 0110
www.lupinuseydi.is
svartihaukur@svartihaukur.is
Dularfull mannshvörf
á höfuðborgarsvæðinu
Garði og hrein-
lega gufaði upp á páskunum. Sverrir
hafði farið að skemmta sér í Klúbbn-
um á pálmasunnudagskvöld og tek-
ið leigubíl heim. Á ganginum á hann
að hafa heilsað konu er vann sem
starfsstúlka á staðnum og var Sverr-
ir þá á leið inn í herbergi sitt. Stuttu
seinna heyrir þessi sama kona að
Sverrir er heimsóttur af einhverju
fólki sem ekki var mjög vanalegt á
þessum tíma sólarhrings og heyrðist
henni sem Sverrir færi með þeim út.
Hann fannst ekki eftir það.
Einar Vigfússon, 1977
Einar Vigfússon, 46 ára sellóleik-
ari í Sinfóníuhljómsveit Íslands, var
talinn einn af mestu tónlistarmönn-
um þjóðarinnar. Hann hafði átt við
veikindi að stríða í höndum sem
gerðu það að verkum að hann gat
ekki sinnt list sinni um tíma. Um það
leyti sem hann hvarf var hann ný-
tekinn til starfa á ný eftir veikindafrí.
Talið er að Einar hafi farið að heiman
um miðnætti frá heimili sínu í mið-
bæ Reykjavíkur. Hann fannst aldrei.
Guðlaugur Kristmannsson, 12.
febrúar 1980
Guðlaugur Kristmannsson, 56 ára,
bjó vestast í vesturbænum og það
var um stundarfjórðungsgangur frá
heimili hans á vinnustaðinn, sem var
verslun á horni Ægisgötu og Mýrar-
götu. Þennan morgun ákvað Guð-
laugur að ganga til vinnu sem hann
gerði oft í góðu veðri. Þegar
hann kom ekki til vinnu sinn-
ar á venjulegum tíma var fljót-
lega farið að grennslast fyrir um
hann. Þremur árum eftir hvarfið
var Guðlaugur úrskurðaður lát-
inn.
Guðmundur Finnur Björns-
son, 22. nóvember 1987
Guðmundur hvarf sporlaust að-
faranótt sunnudagsins 22. nóv-
ember 1987. Hann hafði far-
ið út að skemmta sér í tilefni
tvítugsafmælis síns ásamt bróð-
ur sínum og vini. Eftir að hafa
byrjað kvöldið heima fyrir var
stefnan tekin á skemmtistaðinn
Hollywood og tóku þeir þang-
að leigubíl. Þegar þangað var
komið fóru bróðir Guðmund-
ar og vinurinn strax í röðina en
Guðmundur varð eftir og borg-
aði leigubílinn. Þegar hann ætl-
aði að fara í röðina með strákunum
tveimur, andmælti kona aftar í röð-
inni því og fyrir kurteisissakir fór
hann aftast í röðina. Bróðir hans og
vinurinn fóru inn en aldrei hefur sést
til Guðmundar aftur.
Matthías Þórarinsson, desem-
ber 2010
Matthías Þórarinsson týndist í des-
ember 2010, þá aðeins 21 árs. Þrátt
fyrir mikla leit hefur hann aldrei
fundist. Málið þykir dularfullt en
jeppi hans fannst brunninn til kaldra
kola skammt frá malarnámum á
Kjalarnesi í janúar árið 2011. Matthí-
as hafði búið í jeppanum og innrétt-
að sem húsbíl.
„Hann er mjög sjálfstæður, gerir
allt á eigin forsendum og hefur mikið
sjálfstraust,“ sagði móðir hans í við-
tali við DV í ágúst 2011. Samkvæmt
lögum er Matthías talinn af þar sem
þrjú ár eru liðin frá hvarfi hans. Það
var eins og jörðin hefði gleypt hann.
Hörður Björnsson, 14. október
2015
Hörður Björnsson var 25 ára þegar
lýst var eftir honum. Síðast sást til
hans á Laugarásvegi í Reykjavík að-
faranótt 14. október 2015. Hörður
var skólaus þegar síðast sást til hans.
Var hans leitað víða án árangurs og
teygði leitin sig til Hveragerðis en þar
kom ekkert fram. Málið telst óleyst í
dag. n
óskar eftir aðstoð björgunarsveita
Bíll Matthíasar Bíllinn
fannst brunninn.
Mynd dV EHF / SiGtryGGur Ari