Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2017, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2017, Blaðsíða 16
Vikublað 17.–19. janúar 201716 Sport G eir hefur spilað eins vel og hann getur úr þeim spil- um sem hann hefur,“ segir Gunnar Magnússon, þjálf- ari Hauka og fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfari í hand- knattleik, í samtali við DV. Ísland hefur spilað þrjá leiki á HM í hand- bolta án þess að vinna. Það gerðist síðast á stórmóti 2004. Eftir tap í ágætum fyrsta leik við Spán fylgdi annað svekkjandi tap í há- spennuleik gegn Slóvenum. Á sunnu- daginn spiluðu strákarnir við Tún- is og skildu liðin jöfn, þegar upp var staðið. Liðið er því með eitt stig í riðl- inum. Skammt er stórra högga á milli því ef liðið hefði skorað marki meira í tveimur síðustu leikjum væri liðið með fimm stig af sex mögulegum. Mikil reynsla inni á milli „Ég gerði væntingar um að vinna leikinn við Túnis. Það voru ákveðin vonbrigði að klára það ekki og taka bæði stigin,“ segir Gunnar í samtali við DV. Hann segir að leikmennirnir hafi verið sjálfum sér verstir. „Við vor- um komnir í þannig stöðu að við átt- um að klára þetta.“ Hann segir að ekki sé hægt að kenna reynsluleysi um hvernig liðið spilaði úr lokamínútun- um en liðið fékk á kafla seint í leikn- um nokkur tækifæri til að komast þremur mörkum yfir. „Inni á milli eru þarna menn með mikla reynslu. Samt má segja að við höfum verið heppnir að missa þetta ekki niður í tap.“ Angóla-leikurinn í nýju ljósi Hann segir að jafnteflið setji Angóla- leikinn, sem fer fram í dag (þriðju- dag), í allt annað samhengi. Liðið þurfi helst að vinna þann leik með miklum mun til að setja sig í væn- lega stöðu gagnvart Túnis í barátt- unni um þriðja sætið í riðlinum. Vinni Ísland Makedóníu og Angóla, gæti baráttan um þriðja sætið stað- ið á milli Túnis og Íslands. Liðin eru jöfn í innbyrðis viðureignum svo þá skiptir markatalan máli. Gunnar segir að fyrirfram hefði mátt líta á Angóla-leikinn sem leik þar sem hægt væri að hvíla lykil- menn. Gjörbreytt staða sé uppi nú. „Við þurfum að slátra Angóla til að tryggja okkur í haginn og verða fyr- ir ofan Túnis. Það er himinn á haf á milli þess að komast í 16 liða úrslit en að spila við lélegustu liðin á HM í President cup,“ segir Gunnar en þess má geta að fjögur efstu liðin í þess- um sex liða riðli komast í 16 liða úr- slit. Allt bendir til þess að liðið sem hafnar í fjórða sæti mæti Frakklandi í 16 liða úrslitum. Það vill enginn. Liðið sem hafnar í þriðja sæti í okkar riðli gæti mætt Noregi – og þar liggja möguleikar Íslands að mati Gunnars. En til þess þarf Ísland að vinna bæði Angóla og Makedóníu. Gunnar bendir á að Makedónar spili við Spán seint á miðvikudags- kvöld, en Íslendingar hvíla þann dag. Það sé ótvíræður kostur fyrir Ísland þegar liðin mætast í þýðingarmikl- um leik á fimmtudag. Makedón- ar verði þreyttari en við. „Vörn og markvarsla hefur verið í góðu lagi. Ef við höldum áfram að bæta okkur fram að þessum leik þá held ég að við vinnum Makedóníu. Við þurfum hins vegar að treysta á að Slóvenía vinni Makedóníu og Túnis.“ Þeir ungu eru öflugir Ungu strákarnir fjórir, sem eru á sínu fyrsta stórmóti, hafa komið með kraft inn í liðið. Þannig átti Janus Daði Smárason frábæra kafla á móti Tún- is, þar sem hann fór stundum illa með varnarmennina. „Við vorum í gær [sunnudag] að stilla upp fyrir Janus og mér fannst hann koma sterkur inn.“ Þá segir hann ánægjulegt að sjá hvað Arnar Freyr Arnarsson hafi komið öflugur inn í liðið. Ómar Ingi Magnússon og Bjarki Már Elísson hafi einnig átt fínar innkomur. „Ég er sáttur við hann“ Hann er ánægður með Geir Sveins- son. „Mér finnst hann hafa gert vel. Þetta er ekki auðveld staða. Mér finnst hann dreifa álaginu vel og gefa mönnum séns. Ég er sáttur við hann.“ Hann segist þó setja spurn- ingarmerki við ástandið á sumum leikmönnum liðsins og nefnir þar Ásgeir Örn Hallgrímsson, sem eigi augljóslega nokkuð í land. Hann sé þó að gefa sig allan í verkefnið, fyr- ir land og þjóð. „Eins hefði ég vilj- að hafa rétthenta skyttu með Ólafi Guðmundssyni. Við lendum stund- um í vandræðum þegar Rúnar er sá eini sem er að skjóta á níu metrum.“ Hann nefnir Sigurberg Sveinsson, Tandra Má Konráðsson og Adam Hauk Baumruk, sem menn sem geti skotið fyrir utan. „Geir hefur spilað eins vel og hann getur úr þessu.“ Ekki skjóta of snemma Spurður hvað liðið þurfi að bæta seg- ir Gunnar að vörn og markvarsla hafi verið góð á mótinu. „Grunnurinn er til staðar. Ég veit að við getum lagað sóknarleikinn á stuttum tíma. Spurn- ing um að spila lengur í kerfunum og fá aðeins meira flot á boltann. Við þurfum að vera þolinmóðari og ekki svona fljótir að skjóta. Þá fáum við betri færi. Ég er viss um að Geir og strákarnir eru að ræða þessa hluti.“ n „Þurfum n Gunnar Magnússon segir jafnteflið setja næsta leik í nýtt samhengi n Mætum þreyttum Makedónum Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Þjálfari Hauka Gunnar er ánægður með Geir en hefði viljað aðra rétthenta skyttu í hópinn. Skytta Stórskyttan Rúnar Kárason hefur spilað Íslendinga best á mótinu eftir fyrstu þrjá leikina, samkvæmt tölfræðisamantekt HBstatz. Hann hefur skorað 13 mörk og gefið sjö stoðsendingar. Mynd EPA Fyrirliðinn svekktur Guðjón Valur hefur spilað vel á mótinu. Herslumun hefur vantað upp á að liðið næði í fleiri stig. Mynd EPA að slátra angóla“ „Við lendum stundum í vandræðum þegar Rúnar er sá eini sem er að skjóta á níu metrum. → Inni- og útimerkingar → Sandblástursfilmur → Striga- og ljósmyndaprentun → Bílamerkingar → Gluggamerkingar → Prentun á símahulstur → Frágangur ... og margt fleira Skoðaðu þjónustu okkar á Xprent.is SundaBorG 1, reykjavík / SímI 777 2700 / XPrent@XPrent.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.