Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2017, Síða 20
Vikublað 17.–19. janúar 201720 Skrýtið
Atvinna í boði á einum
skemmtilegasta
vinnustað landsins
Á markaðsdeild DV er í
boði starf fyrir góðan og
harðduglegan starfsmann.
Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera
skemmtilegur, jákvæður, harðduglegur,
samviskusamur, heiðarlegur, ábyrgur,
úrlausnamiðaður, hafa áhuga á
sölumennsku og markaðsmálum.
Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði
fyrir góðan og duglegan sölumann.
Umsóknir sendist á steinn@dv.is
Sturlaður markaður með
Stórbrotnar faSteignir
Dýrustu eignirnar sem eignuðust nýja eigendur á árinu 2016
M
argar af glæsilegustu fast-
eignum veraldar eignuð-
ust nýja eigendur á árinu
2016. Dýrasta fasteign-
in sem keypt var kost-
aði hvorki meira né minna en 270
milljónir Bandaríkjadala, 31 millj-
arð króna. Tekið skal fram að hér er
einungis átt við heimili en ekki stærri
fasteignir sem notaðar eru í öðrum
tilgangi.
Dýrustu eignina sem um ræðir,
í Hong Kong, keypti kínverski fast-
eignamógúllinn Hongtien Chen,
en eignin er tæplega 900 fermetrar
að stærð, á besta stað í hverfi hinna
efnameiri þar sem hún gnæfir yfir
Hong Kong. Í öðru sæti á þessum
lista var önnur fasteign í Asíu, nán-
ar tiltekið í Suzhou í Kína, sem kost-
aði 154 milljónir dala, 17,6 milljarða
króna. Fasteignin stendur tignarleg
skammt vestur af Sjanghæ. Breska
blaðið Daily Mail tók saman upplýs-
ingar um dýrustu fasteignirnar sem
skiptu um hendur
á liðnu ári. n
2 Útópían
Þessi glæsilega fasteign
kom á sölu í Kína á liðnu ári
og var ásett verð hátt í 18
milljarðar króna. Fasteignin
hefur viðeigandi nafn, Taohu-
ayuan, eða Útópía á íslensku.
Ekki liggur fyrir hver keypti
fasteignina, sem er með 32
herbergjum, hvorki meira né
minna. Miðað við efnahags-
uppganginn í Kína og ört
fjölgandi milljarðamæringa
er ekki útilokað að eignin
hafi verið tiltölulega fljót að
seljast.
3 Hátt launaður bankamaður
The Crespi Hicks er stórglæsileg eign í Dallas í Bandaríkjunum. Andrew Beal, stofnandi
Beal-bankans, splæsti 100 milljónum dala í eignina á liðnu ári, upphæð sem nemur 11,4
milljörðum króna. Sjö svefnherbergi eru í húsinu og er lofthæð á bilinu 4 til 5 metrar.
Eignin var eitt sinn í eigu Tom Hicks sem líklega er einna best þekktur fyrir að hafa verið
einn af eigendum knattspyrnuliðsins Liverpool.
4 Playboy-höllin
Í fjórða sæti í úttektinni er sjálf Playboy-höllin sem var í eigu Hugh Hefner, stofnanda
tímaritsins fræga. Það var ungur auðkýfingur, Daren Metropoulous, 33 ára meðeigandi
Hostess, sem framleiðir meðal annars Twinkies-sælgætið, sem keypti höllina og er hann
talinn hafa greitt 100 milljónir dala fyrir, eða 11,4 milljarða króna. Hefner hafði búið í húsinu
frá árinu 1971 en í því eru sjö svefnherbergi, átta baðherbergi, vínkjallari, lítið kvikmyndahús,
líkamsræktarstöð, tennisvöllur og sundlaug að sjálfsögðu.
5 2.800 fermetrar
Tom Gores, eigandi NBA-liðsins Detroit Pistons, er talinn
hafa greitt tæplega 100 milljónir dala fyrir þetta glæsilega
hús við Carolwood Drive í Los Angeles. Það væsir ekki um
Gores og fylgdarlið hans í húsinu sem er samtals 2.800 fer-
metrar að stærð. Í því eru 10 svefnherbergi og á lóðinni við það eru
íþróttavellir og sundlaug. Þess má geta að í húsinu er sérstök svíta, tæpir 500 fermetrar
að stærð, sem hugsuð er fyrir aðaleigendur hússins.
1 900 fermetrar til einkanota
Sem fyrr segir var það Kínverjinn Hongtian Chen sem keypti þessa glæsilegu eign í Hong Kong.
Fyrirtæki hans, Cheung Kei Group, fjárfestir í fasteignum, hótelum og fjármálastarfsemi í Hong
Kong. Í viðtali við South China Morning Post, þegar greint var frá kaupunum, sagði Hongtian að
hann hefði keypt húsið til einkanota. Það væri erfitt að græða á fjárfestingu sem þessari.