Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2017, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 17.01.2017, Síða 38
Vikublað 17.–19. janúar 20172 Þorrinn - Kynningarblað Harðfiskur eins og hann gerist bestur Víkingur og Sjómaðurinn H arðfiskur er ómissandi hluti af þorraveislunni og þorrahlaðborðinu. Þegar fólk vill gera vel við sig, eins og á þorranum, er mikilvægt að velja ekki bara hvaða harðfisk sem er heldur bara það besta. Víkingur og Sjómaðurinn eru dæmi um hágæða harðfisk sem sómir sér vel á þorrabakkanum. Þessi harðfiskur er unninn úr fyrsta flokks línufiski, hann er mildur og án allra bindiefna. Víkingur harðfiskurinn í gjafa- umbúðum er sérvalinn, mjúkur og í lofttæmdum umbúðum. Víkingur fæst í Nettó, Fjarðarkaupum, Flug- stöð Leifs Eiríkssonar, Hagkaupum og Iceland. Sjómaðurinn færst í verslunum Bónuss. n Sjá nánar á heimasíðunni www.icelandseafish.com Þorskurinn langbestur í harðfiskinn Stjörnufiskur búinn að koma Færeyingum á bragðið H arðfiskurinn má segja að sé hálfgert þjóðartákn Ís- lendinga. Hann er sann- kallað ofurfæði því hann er ekki bara meinhollur heldur einnig bragðgóður og stórskemmti- legt að borða hann. Stjörnufiskur er gamalgróið fyrirtæki og stofnað árið 1988. Ekki alls fyrir löngu, eða í jan- úar 2016, tóku félagarnir Guðni Már Þorsteinsson og Þorlákur Grímur Halldórsson við rekstri þess. Stjörnu- fiskur sérhæfir sig annars vegar í framleiðslu á harðfiski og svo bita- fiski, sem er harðfiskur verkaður í handhægum bitum. “Harðfiskurinn er frábær í millimál á meðan bitafisk- urinn kemur algerlega í staðinn fyr- ir snakk og annars konar nasl,” seg- ir Guðni. Báðar vörurnar eru gerðar úr íslenskum þorski sem keyptur er af markaði og beint af bátnum sem Þorlákur gerir út á Grindavík. Fram- leiðslan er sömuleiðis öll staðsett þar. Færeyingar elska harðfisk “Við seljum harðfiskinn okkar í hin- ar ýmsu matvörubúðir svo sem Bón- us og ICELAND matvörukeðjuna. Svo erum við að flytja út vörur á færeysk- an markað. Færeyingar eru vitlaus- ir í þurrkaðan fisk og kaupa töluvert af okkur,” segir Guðni. Stjörnufisk- ur hyggst auka framleiðslu sína og leggja net sín út á fleiri erlenda mark- aði í framtíðinni, enda með frábæra vöru í höndunum. “Eftir að við fórum alfarið í að verka þorskinn jókst salan töluvert hjá okkur og það er mín trú að þorskurinn henti einfaldlega best í harðfiskinn,” segir Guðni. Fylgstu nánar með Stjörnufiski á facebooksíðu Stjörnufisks. Hægt er að hafa samband við Stjörnufisk í síma 8976302 eða með því að senda tölvupóst í stjornufiskur@simnet.is n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.