Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2017, Page 6
Vikublað 28. febrúar–2. mars 20176 Fréttir
S HELGASON
- Steinsmiðja síðan 1953
Dagsektir gætu reynst
banabiti Útvarps Sögu
n Halda áfram að nota aukatíðni í leyfisleysi n Vilja senda út á tveimur tíðnum
P
óst- og fjarskiptastofnun
hefur frá og með 24.
febrúar síðastliðnum byrj-
að að leggja dagsektir á Út-
varp Sögu sem nema 75
þúsund krónum á dag. Ástæðan
er að forsvarsmenn útvarpsstöðv-
arinnar hafa haldið áfram að nota
tíðnina 102,1 og brjóta þannig gegn
fyrri ákvörðun stofnunarinnar um
að þeim bæri að hætta því.
Tímabundið leyfi og
misskilningur
Forsaga málsins er að Útvarp Saga,
sem er á FM 99,4, fékk árið 2015
tímabundið leyfi Póst- og fjar-
skiptastofnunar (PFS) til að senda
líka út á 102,1 í tilraunaskyni til
að mæla dreifingu sína. Forsvars-
menn Útvarps Sögu voru nefnilega
ósáttir við að stöðin næðist illa víða
á höfuð borgarsvæðinu á tíðni 99,4.
DV fjallaði um það í nóvem-
ber þegar PFS synjaði Útvarpi
sögu um að fá að senda út dagskrá
stöðvarinnar á tveimur FM-tíðn-
um til að tryggja betri dreifingu
um allt höfuð borgarsvæðið. Í þeirri
ákvörðun voru samskipti stofnunar-
innar við forsvarsmenn stöðvarinn-
ar rakin. Svo virðist sem forsvars-
menn Útvarps Sögu hafi misskilið
svar PFS við upphaflegu beiðninni
þar sem kom skýrt fram að ef stöðin
vildi fá 102,1 tíðnina, yrði stöðin að
hætta að nota 99,4 innan nokkurra
mánaða.
Takmörkuð auðlind
Í kjölfarið fylgdu nokkrar fram-
lengingar á tímabundinni úthlutun
stöðvarinnar á 102,1 þar sem Út-
varp Saga var að láta mæla hlustun
á tíðnina áður en ákvörðun yrði tek-
in um hvor tíðnin yrði fyrir valinu.
Ekkert bólaði á svörum og hélt stöð-
in ótrauð áfram að senda út á rás-
unum tveimur þrátt fyrir að frestur
hennar hefði runnið út þann 30.
nóvember 2015.
Í apríl 2016 var stöðinni svo
veittur lokafrestur til að komast
að niðurstöðu. Eftir að hafa feng-
ið annan frest fór stöðin loks fram
á að fá að nota báðar tíðnirnar,
með vísan í meðal annars það að
Bylgjan og Ríkisútvarpið hefðu leyfi
til að senda út á fleiri en einni tíðni
á höfuð borgarsvæðinu. PFS hefur
hins vegar bent á að FM-tíðni-
bandið sé takmörkuð auðlind sem
nota beri skilvirkt og vegna eftir-
spurnar væri ekki svigrúm til að
úthluta fleiri en einni tíðni á sama
svæði til hverrar stöðvar. PFS vill
meina að dreifing 99,4 væri að
mestu leyti viðunandi og bauð stöð-
inni aðstoð við að bæta nýtingu og
auka útbreiðslu með ýmsum hætti.
Í ákvörðuninni sem DV fjallaði
um í nóvember kom fram að Út-
varp Saga þyrfti að hætta tafarlaust
að nota 102,1 fyrir 25. nóvember
ellegar myndi PFS grípa til aðgerða.
Þær aðgerðir hófust síðan 24.
febrúar síðastliðinn, þar sem Út-
varp Saga sendir enn út á báðum
tíðnum og virðist neita að skila
annarri þeirra inn.
Ein tíðni banabiti stöðvarinnar
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri
Útvarps Sögu, hefur lýst því yfir að
hér sé um að ræða allsherjar sam-
særi til að þagga niður í stöðinni,
sem vissulega er umdeild, þar sem
ákvörðunin muni kippa stoðunum
undan rekstri stöðvarinnar.
Þessi sjónarmið komu líka fram
í samskiptum Útvarps Sögu við PFS
í ákvörðun stofnunarinnar um að
leggja dagsektir á stöðina.
Þar héldu forsvarsmenn stöðv-
arinnar fram að „það muni augljós-
lega hafa afgerandi áhrif á rekstrar-
grundvöll stöðvarinnar ef dagsektir
verða lagðar á og það sé í raun ígildi
þess að loka fyrir starfsemi fé-
lagsins. Sendirinn á 102,1 MHz
sé nauðsynlegur til útbreiðslu og
dreifingar á stóru hlustunarsvæði
stöðvarinnar á Suð-vesturhorni
landsins og höfuð borgarsvæðinu.“
Sendi út á einni tíðni í 12 ár
Í þessu samhengi bendir PFS á að
dagskrá Útvarps Sögu hafi verið
send út á einni tíðni, 99,4, á höfuð-
borgarsvæðinu árin 2003–2015.
„Það felur því alls ekki í sér
stöðvun á rekstri stöðvarinnar ef
slökkt verður á sendi á tíðninni
102,1 MHz. Þó svo að útbreiðsla
sé betri á 102,1 MHz þá dugði
sendir á tíðninni 99,4 MHz til þess
að reka stöðina í 12 ár og hlýtur
að geta dugað á meðan mál þetta
er rekið fyrir úrskurðarnefnd. Úr-
skurðarnefnd taldi það ljóst í úr-
skurði sínum 2. desember 2016 að
stöðvun útsendinga á 102,1 MHz
myndi ekki hafa í för með sér að út-
sendingar kæranda muni stöðvast,
heldur væri um óbreytta starfsemi
að ræða frá því sem var áður en mál
þetta hófst.“
Reiðir hlustendur
Það er óhætt að segja að það hafi
verið mikil reiði í símatímum Út-
varps Sögu á föstudag, þar sem
meðal annars var gripið til þess að
hafa sérstakan aukasímatíma, og
hlustendum og velunnurum stöðv-
arinnar mörgum heitt í hamsi sem
og forsvarsmönnum hennar. Hyggj-
ast hlustendur jafnt sem forsvars-
menn þrýsta á Jón Gunnarsson,
samgöngu- og sveitarstjórnarráð-
herra, að beita sér í málinu þar sem
málaflokkurinn heyri undir hann.
PFS er heimilt að beita dag-
sektum frá 50 þúsund krónum
og allt upp í hálfa milljón, og þó
75 þúsund krónur séu nærri lág-
markinu þá er fjárhæðin fljót að
telja. Þannig getur einn mánuður
af dagsektum kostað þessa litlu
útvarpsstöð rúmar 2,3 milljónir
króna. Þrátt fyrir þvingunaraðgerð-
irnar segjast forsvarsmenn Sögu
hvergi ætla að hvika í baráttu sinni
gegn þögguninni. n
Til að þagga niður í stöðinni Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri lýsti því yfir í útsendingu að dagsektir PFS væru tilraun til að þagga
niður í Útvarpi Sögu. Forsvarsmenn stöðvarinnar óttast að það muni reynast banabiti hennar að senda bara út á einni tíðni.
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
„Augljóslega hafa
afgerandi áhrif á
rekstrargrundvöll stöðv-
arinnar ef dagsektir verða
lagðar á og það sé í raun
ígildi þess að loka fyrir
starfsemi félagsins.
Eitrið barst
inn í bílinn
„Þetta var mjög óhugnanlegt
og þetta gerðist allt saman
mjög hratt,“ segir Kristín
Hafsteinsdóttir en dóttir hennar
var hætt komin eftir að hafa
setið í bíl í tæpa mínútu á meðan
útblástursefni frá púströrinu
safnaðist upp í farþegarýminu.
Ástæðan var sú að snjór hafði
safnast upp fyrir framan púströrið
og hindrað útblástur. Kristín
vonast til að frásögnin verði
öðrum víti til varnaðar.
Kristín segir að atvikið hafi
átt sér stað síðdegis á sunnudag
en Elías, maður hennar, hugðist
þá sækja hana í vinnu ásamt
börnum þeirra tveimur.
„Bílinn var auðvitað á kafi í
snjó eins og allir aðrir bílar. Mað-
urinn minn setti dóttur okkar í
barnabílstólinn og startaði síðan
bílnum og fór að moka burt snjó-
num. Hann var alveg handviss
um að hann hefði mokað burt
öllum sjó frá púströrinu.“
Svo virðist hins vegar sem
nægilega mikill snjór hafi náð
að safnast upp fyrir framan
púströrið á ný.
„Lovísa fer að gráta svo mað-
urinn minn drífur sig að moka og
lítur svo á Lovísu. Hún er grafkyrr
í bílstólnum og með lokuð augun
svo hann heldur að hún sé sofn-
uð. Þegar hann opnar bíldyrnar
til þess að hleypa stráknum inn
í bílinn kemur á móti honum
útblásturslykt. Þá var snjórinn
búinn að loka fyrir útblásturinn
á pústinu svo allt fór inn í bíl-
inn. Hann drífur sig að Lovísu
þar sem hún er orðin grá og föl í
framan. Rífur hana úr bílstólnum
og blæs framan í hana þar til hún
rankar við sér.“
Kristín segir að dóttir hennar
hafi verið fljót að koma til en
hvetur fólk til að hafa varann á sér.