Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2017, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2017, Blaðsíða 10
Vikublað 28. febrúar–2. mars 201710 Fréttir Ferðalagið heFði getað drepið mömmu n Dayana sakar lækni á Læknavaktinni um alvarleg læknamistök n Kraftaverk að Ana skyldi lifa af 30 klukkustunda ferðalag frá Íslandi til Brasilíu með þrjá blóðtappa H ugsaðu þér ef hún hefði komið aftur heim til sín í líkkistu?“ Þetta segir Knútur Einar Knudsen sem segir að meint læknamistök hefðu getað kostað tengdamóður sína lífið. Atvikið átti sér stað í nóvember 2016 en Ana Maria Alves, sem er búsett í Brasilíu, hafði dvalið á Íslandi hjá dóttur sinni, Dayönu Alves, og Knúti í tæpa þrjá mánuði þegar annar fótleggurinn hennar byrjaði að bólgna fjórum dögum áður en hún átti flug aftur til Brasilíu. Bólgan og verkirnir stigmögn- uðust með hverjum deginum sem leið. Þegar Ana komst loks á leiðar- enda eftir 30 klukkustunda ferða- lag var fóturinn orðinn svo stokk- bólginn að hún gat með engu móti stigið í hann. Henni var samstund- is ekið á sjúkrahús þar sem brasil- ískir læknar fundu þrjá blóðtappa í fætinum. Þeir segja það krafta- verk að Ana skyldi lifa ferðalagið af. Hjónin kvörtuðu undan lækn- inum sem hitti Önu á Íslandi áður en hún hélt til Brasilíu, til Embættis landlæknis, og eru gríðarlega ósátt við þau svör sem fengust í mál- inu. Þau telja málið skýrt dæmi um grafalvarleg læknamistök. Fótleggurinn svartur og fjólublár Dayana og Knútur hafa verið gift í 10 ár og búið á Íslandi öll sín hjú- skaparár. Í ágúst í fyrra kom Ana í fyrsta skipti til Íslands til að heim- sækja dóttur sína og tengdason en hún dvaldi á Íslandi í þrjá mánuði áður en hún hélt af landi brott þann 21. nóvember síðastliðinn. Ferðalagið á milli Íslands og Bras- ilíu er mjög langt en samtals þurfti Ana Maria að taka fjögur flug til að komast á áfangastað. „Við tókum eftir því, nokkrum dögum áður en mamma átti bók- að flug heim, að vinstri fótleggur hennar byrjaði smátt og smátt að bólgna. Þetta leit út fyrir að vera bjúgur en daginn áður en hún átti að fara var okkur alveg hætt að lít- ast á blikuna. Fóturinn var orðinn svartur og fjólublár,“ segir Dayana. Í framhaldinu fóru þau hjónin með Önu Mariu á Læknavaktina í Kópa- vogi. „Mamma harkar alltaf allt af sér. Fyrst hún samþykkti að fara þá var eitthvað mikið að.“ Eftir nokkra bið á Læknavaktinni tók læknir á móti þeim og hjónin röktu veikindi Önu dagana á und- an. „Okkur grunaði að þetta væri bjúgur en auðvitað er undarlegt að fá bara bjúg á annan fótinn,“ segir Dayana en eftir að læknirinn var búinn að mæla blóðþrýsting Önu, sem var innan eðlilegra marka, mælti hann með því að hún fengi sér teygjusokk. Hann sagði að fyrst blóðþrýstingurinn væri eðlileg- ur þá væri ekkert alvarlegt að hrjá Önu. Þá ráðlagði hann Önu að hreyfa sig mikið í háloftunum til að koma í veg fyrir blóðtappa. Að auki skrif- aði hann upp á lyf gegn bjúg fyrir Önu en ráðlagði henni að taka þau ekki fyrr en eftir að hún væri komin heim til Brasilíu. Ekki ástæða til að fresta fluginu Í greinargerð vegna kvörtunar Önu til Embættis landlæknis segir lækn- irinn, sem tók á móti henni á Lækna- vaktinni, að samkvæmt því sem hann skrifaði hjá sér hafi Ana verið með bjúg í nokkrar vikur, en ekki nokkra daga líkt og fram kemur í kvörtunarbréfinu sem Dayana skrif- aði fyrir hönd móður sinnar. Lækn- irinn kveðst ekki geta útskýrt mis- ræmið. Í greinargerðinni segir meðal annars: Mín greining var sú að um bjúg væri að ræða vegna „insufficens“ á bláæðum. Hún bað ákveðið um bjúgtöflur en vegna fyrir- hugaðs ferðalags taldi ég ekki heppi- legt að hún tæki slík lyf fyrir ferða- lagið. Mínar ráðleggingar lutu að því að fyrirbyggja blóðtappa og því ráð- lagði ég henni að hreyfa sig talsvert í vélinni. Ef ástandið myndi versna mikið þá leita sem fyrst til læknis við heimsóknina. Vitað er að langar flugferðir ýta undir myndun blóð- tappa í fótleggjum. Ég lét hana hafa milt þvagræsilyf og verkjalyf. Þar sem sjúkdómsgreining mín var sú sem ég greini hér að ofan sá ég ekki ástæður til að hún frestaði fluginu. Þá segir í niðurlagi greinargerðar læknisins: „Ég harma mjög veikindi Önu og það er einlæg von mín að hún nái sér að fullu sem fyrst.“ Kristín Clausen kristin@dv.is „Það var ekkert gert fyrir hana. Auðvitað átti að senda okkur beint á bráðamót- tökuna og láta okkur aflýsa fluginu. Í hjólastól Þegar komið var til München var Ana orðin svo slæm að hún þurfti að nota hjólastól til að komast leiðar sinnar. Ósátt „Auðvitað átti að senda okkur beint á bráðamóttökuna og láta okkur aflýsa fluginu,“ segir Dayana. Mynd Sigtryggur Ari Traust fasteignaviðskipti og persónuleg þjónusta - þinn lykill að nýju heimili 414 6600 | nyttheimili.is FRÍTT SÖLUMAT Reynir Eringsson 820 2145 Skúli Sigurðarsson 898 7209 Guðjón Guðmundsson 899 2694 Fasteignasala Leigumiðlun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.