Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2017, Page 11
Vikublað 28. febrúar–2. mars 2017 Fréttir 11
Ferðalagið heFði getað drepið mömmu
n Dayana sakar lækni á Læknavaktinni um alvarleg læknamistök n Kraftaverk að Ana skyldi lifa af 30 klukkustunda ferðalag frá Íslandi til Brasilíu með þrjá blóðtappa
Fjögur flug í 30 klukkustundir
Morguninn eftir læknisheimsókn-
ina fór Ana í fyrsta flugið af fjórum.
Dayana og Knútur fylgdu henni
til Þýskalands en þegar þau komu
til München í Þýskalandi var Ana
orðin svo slæm að hún þurfti að
nota hjólastól til að komast leiðar
sinnar á flugvellinum.
„Fótleggurinn á henni var
orðinn tvöfaldur og næstum því
svartur. Við gerðum allar þær ráð-
stafanir sem við gátum fyrir Önu
svo ferðalagið yrði henni sem þægi-
legast. Auðvitað hefði hún ekki átt
að fara í þetta ferðalag. En þar sem
læknirinn sagði að það væri í lagi
þá ákváðum við að breyta ekki flug-
miðunum. Auðvitað hlustuðum við
á lækninn. Hann er með sérþekk-
ingu, ekki við,“ segir Knútur. Þess
vegna óraði þau ekki fyrir símtalinu
sem þau fengu frá systur Dayönu,
sem tók á móti móður þeirra á flug-
vellinum í Salvador, tæpum sólar-
hring eftir að þau kvöddu hana í
München.
Rússnesk rúlletta
„Ferðalag Önu gekk vægast sagt
mjög illa. Hún átti erfitt með að
hreyfa sig sem læknar í Brasilíu
vilja meina að hafi í raun bjargað
henni þar sem blóðtappar geta
farið á flakk um líkamann við
hreyfingu. Það þurfti að klippa
buxurnar af henni í síðasta flug-
inu, þær voru orðnar svo þröngar.
Þegar Ana komst loks á leiðarenda
gat hún með engu móti stigið í fót-
inn. Henni var því ekið beinustu
leið á sjúkrahús. Læknirinn sem
tók á móti Önu átt ekki til aukatekið
orð þegar hann heyrði sögu henn-
ar. Þegar hann fann svo þrjá blóð-
tappa í fætinum sagði hann að það
væri kraftaverk að hún væri enn á
lífi. Það væri lífshættulegt að fljúga
með einn blóðtappa. Hvað þá
þrjá,“ segir Knútur og viðurkennir
að þeim hjónum hafi verið gríðar-
lega brugðið þegar þau fréttu af því
að Ana væri komin á sjúkrahús í
Salvador.
„Við treystum lækninum 100
prósent. Það eru mistök sem við
þurfum að glíma við það sem eftir
er. En hugsaðu þér. Þetta var bara
eins og rússnesk rúlletta. Hvort
hún kæmist lífs eða liðin frá því að
heimsækja dóttur sína til Íslands.“
Þá segir Dayana: „Það var
ekkert gert fyrir hana. Auðvitað
átti að senda okkur beint á
bráðamóttökuna og láta okkur af-
lýsa fluginu. Hann talaði aldrei um
að hún gæti verið með blóðtappa
sem er ástæðan fyrir því að fóturinn
á henni bólgnaði svona upp. Hún
var allan tímann með blóðtappa en
ekki bjúg.
Ferðalagið hefði getað drepið
mömmu. Það get ég aldrei
fyrirgefið. Ég er ekki læknir og hafði
enga hugmynd um hvernig þetta
hefði getað endað,“ segir Dayana
sem er alls ekki sátt við svarið frá
Embætti landlæknis þar sem henni
þykir mál móður sinnar skýrt dæmi
um alvarleg læknamistök. Betur
hefur gengið hjá Önu en ætla mátti
í fyrstu en ástand hennar var mjög
alvarlegt fyrst eftir komuna til
Brasilíu. Hún var nýlega útskrifuð
af sjúkrahúsi og er farin að vinna
hluta úr degi. n
Mikil bólga Á þessari mynd sést hversu bólginn vinstri fóturinn var. Síðar kom í ljós að Ana
var með þrjá blóðtappa.
Ósátt „Auðvitað átti að senda okkur beint á bráðamóttökuna og láta okkur aflýsa fluginu,“ segir Dayana. Mynd SigtRygguR ARi „En hugsaðu þér.
Þetta var bara
eins og rússnesk rúlletta.
Hvort hún kæmist lífs eða
liðin frá því að heimsækja
dóttur sína til Íslands.
Fanntófell ehf. | Bíldshöfða 12 | 110 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is
· Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré.
· Mikið úrval efna, áferða og lita.
· Framleiðum eftir óskum hvers og eins.
· Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði.
BORÐPLÖTUR
OG SÓLBEKKIR
Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987.
Í takt við tímann
• Við erum flutningsmiðlun og sjáum um að koma vörum milli landa.
• Við byggjum á víðtækri reynslu úr flutningaheiminum.
frakt flutningsmiðlun / sundagörðum 2 , 104 reykjaVík / sími: 520 1450