Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2017, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2017, Blaðsíða 13
Vikublað 28. febrúar–2. mars 2017 Fréttir 13 Hrafninn og rjúpan - þjóðleg og falleg gjöf Graf.is - sími: 571 7808 / Lilja Boutique hf. - 18 rauðar rósir, Kópavogi graf.is/design Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500 Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526 www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is BT rafma gnstjakk ar - auðveld a verkin ! • 1300 kg. lyftigeta • 24V viðhaldsfrír rafgeymir • Innbyggt hleðslutæki (beint í 220V) • Aðeins 250 kg. að þyngd „Það var ótrúlega gaman að fylgjast með Íslendingunum í gær sem voru að grafa sig út úr húsunum sínum. Get alveg fullyrt að ég hef aldrei séð annað eins. Þetta verður líklega það fyrsta sem við segjum fólki þegar við komum aftur heim,“ segir Megan Pankrafz sem kom ásamt eiginmanni sínum, Mark, í langa helgarferð til Íslands síðastliðinn fimmtudag. Ástæðan er sú að þau fengu mjög gott verð á beinu flugi frá Minnea- polis til Keflavíkur. „Snjórinn sem kyngdi niður að- faranótt sunnudags setti mikinn svip á ferðina. Það er líka svo fallegt hérna. Í kvöld ætlum við svo í norðurljósaferð og á morgun förum við í Bláa lónið. Í morgun fórum við í svona „hop on hop off“-rútuferð um höfuðborgarsvæðið. Við lærðum heilmargt á þeim klukkutíma sem ferðin tók. Við erum líka mjög spennt að fara í Bláa lónið. Sem sagt við erum að missa okkur í því að vera túristar þar sem þetta er í fyrsta skiptið sem við komum.“ Hjónin eru ánægð með hvað miðbærinn í Reykjavík er lítill þar sem þau þurfa ekki að leigja sér bíl til að komast á milli staða. „Við erum ömurlegir bílstjórar. Veit ekki heldur hvernig þetta hefði farið ef við hefðum leigt bíl í öllum þessum snjó. Heppin þið segi ég nú bara.“ Megan kveðst sömuleiðis mjög ánægð með þá veitingastaði sem hún hefur borðað á í miðbæ Reykjavíkur. „Það er rosalega góður matur hérna. Ég á líka eftir að mæla með veitingastöðunum ykkar við vini okkar þegar við komum aftur heim.“ Aðspurð hvort þeim þyki Reykjavík dýr borg svarar Mark því að honum þyki verð- lagið ekkert mikið hærra en það sem þau eru vön. Þau vissu ekki mikið um Ísland áður en þau komu en ódýr flugmiði gerði að verkum að þau létu slag standa. Þau segjast alls ekki sjá eftir því enda hafi ferðalagið farið fram úr þeirra björtustu vonum. Ali Aboulala, Alsír „Ég var nú bara að vakna. Ég kom til Íslands eldsnemma í morgun en vegna þess að það er snjór yfir öllu þá átti ég í miklum vandræðum með að finna leiðina að hostelinu sem ég gisti á þar sem allir göngustígar eru ófærir. Ég gekk í hringi um miðbæinn í góðar tvær klukkustundir og fann ekki hostelið fyrr en um klukkan 11 í morgun. Ég tímdi þó ekki að eyða miklum tíma í að sofa enda hef ég bara daginn í dag og morgundaginn.“ Þetta segir Ali Aboulala sem er einn á ferðalagi um Evrópu. Fyrst fór hann frá heimalandi sínu til Barcelona þaðan sem hann kom til Íslands árla mánudagsmorguns. Þá ætlar hann til Kaupmannahafnar, Posnan í Póllandi og Prag í Tékklandi áður en hann flýgur aftur til Barcelona og svo heim til Alsír. „Þó svo að ég sé bara nýkominn þá get ég fullyrt að ég hef aldrei séð neitt eins og Ísland. Þetta er gjörólíkt öllum þeim stöðum sem ég hef komið á í heiminum og þeir eru orðnir ansi margir.“ Hann kveðst ferðast mikið en hann reynir að heimsækja nokkur ný lönd í hverri ferð. Aðspurður hvað hafi vakið áhuga hans á Íslandi segir Ali að það hafi verið gott gengi íslenska karlalandsliðsins á EM í fyrrasumar. „Þeir voru ótrúlegir. Síðan fór ég að skoða þetta litla land og ákvað í framhaldinu að heimsækja það. Ég hlakka mikið til að skoða mig um hérna. Því miður var uppselt í Bláa lónið þegar ég ætlaði að panta en ég fer í eitthvert annað lón. Það kemur bílstjóri frá einhverju ferðaþjónustufyrirtæki á morgun og sækir mig. Í dag ætla ég hins vegar bara að halda mig í miðborginni og njóta þess að vera kominn.“ Megan og Mark Pankraf, Minnesota í Bandaríkjunum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.