Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2017, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2017, Side 14
Vikublað 28. febrúar–2. mars 201714 Fréttir Launa- og bónusskrið stjórnenda Íslandsbanka n Bankinn lofar 430 milljóna bónus n Birna verið langlaunahæst frá yfirtöku ríkisins Á rslaun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, hækkuðu um 5,4 milljónir króna milli ára og frammistöðutengdar greiðsl­ ur hennar hækkuðu um 26% frá ár­ inu 2015. Bónusgreiðslur til átta framkvæmdastjóra bankans hækk­ uðu um ríflega 36% milli ára. Alls skuldbatt bankinn sig til að greiða starfsmönnum 430 milljónir króna í bónusgreiðslur í fyrra. Þetta er meðal þess sem fram kem­ ur í nýbirtum ársreikningi Íslands­ banka, sem er að fullu í eigu ríkis ins og hefur verið síðan Samkeppnis­ eftirlitið samþykkti breytingu á yfir­ ráðum hans í mars 2016 þegar Glitnir hf. undirritaði nauðasamn­ ing um að framselja 95% eignarhlut sinn í bankanum til íslenska ríkis­ ins sem hluta af stöðugleikaframlagi. Síðan þá hefur bankastjóri Íslands­ banka í raun verið langlaunahæsti ríkisstarfsmaðurinn, með ríflega fjórar milljónir króna í mánaðarlaun. Skákar hún þar sjálfum forseta Ís­ lands sem kjararáð ákvarðaði tæpar þrjár milljónir króna í mánaðarlaun í umdeildum úrskurði í nóvember í fyrra. Sömuleiðis er bankastjórinn með tveimur milljónum meira en forsætisráðherra á mánuði. Launin munu ekki lækka Launakjör Birnu Einarsdóttur hafa verið til umfjöllunar eftir að kjara­ ráð ákvarðaði laun hennar með úr­ skurði í síðustu viku. En líkt og DV greindi frá mun sú ákvörðun, sem hefði lækkað mánaðarlaun Birnu um helming, aldrei koma til fram­ kvæmda vegna þess að til að laun Birnu, samkvæmt ákvörðun kjara­ ráðs, þarf fyrst að segja upp ráðn­ ingarsamningi hennar við bankann þar sem kveðið er á um 12 mánaða uppsagnarfrest. Í millitíðinni, eða í júlí næstkomandi, taka gildi nýjar lagabreytingar um kjararáð þar sem ákvörðunarvald yfir launum bankastjóra verður fært aftur und­ ir stjórn bankans. Stjórn bankans þykir af yfirlýsingum sínum ólíkleg til að lækka laun Birnu jafn hraust­ lega og kjararáð. Hækkuðu töluvert milli ára Árslaun Birnu námu árið 2015 43,7 milljónum króna en við það bættust síðan 7,2 milljónir króna í frammistöðutengdar greiðslur. Samkvæmt ársreikningi 2016 námu árslaun hennar 49,1 milljón króna í fyrra og bónusgreiðslurnar höfðu hækkað verulega, upp í 9,1 milljón króna. Birna var því með tæplega 4,1 milljón króna í mánaðarlaun og þáði 1,9 milljónum króna hærri bónusgreiðslur en árið áður. Afkoman lakari Þessar hækkanir, á bæði launum og frammistöðutengdum greiðslum, eru athyglisverðar í ljósi afkomu bankans. Samkvæmt ársreikningi dróst hagnaður bankans eilítið saman á síðasta ári frá árinu 2015. Hagnaður nam 20,2 milljörðum króna í fyrra en 20,6 milljörðum árið 2015. Þá dróst afkoma bank­ ans af reglulegri starfsemi saman, var 15,1 milljarður króna, saman­ borið við 16,2 milljarða árið áður. Arðsemi eigin fjár lækkaði einnig í 10,2% samanborið við 10,8% árið 2015. Hreinar vaxtatekjur hækkuðu þó um 14% og hreinar þóknunar­ tekjur hækkuðu um hálfan milljarð og voru í fyrra 13,7 milljarðar. 4,9 milljónir í bónus á mann En það voru ekki aðeins laun Birnu sem tóku slíkum stakkaskiptum milli ára. Framkvæmdastjórar bankans, sem eru átta talsins, hækk­ uðu sömuleiðis í launum. Laun og bónusgreiðslur framkvæmdastjór­ anna eru ekki sundurliðuð í árs­ reikningi og aðeins birtar heildar­ tölur. Árslaun þeirra voru alls 221,3 milljónir króna árið 2015 en voru 232,3 milljónir i fyrra.Sem ger­ ir 5% hækkun á heildarárslaunum. Frammistöðutengdu greiðslurnar hækkuðu þó umtalsvert meira eða um 36,7%. Framkvæmdastjórarnir átta fengu 11 milljónum meira í bónus í fyrra en árið áður. Heildar­ greiðslur til þeirra námu 29,1 millj­ ón (3,6 milljónum á mann) árið 2015 en voru 39,8 milljónir (4,9 milljónir á mann) í fyrra. 430 milljónir í bónusa í fyrra Alls skuldbatt Íslandsbanki sig til að greiða 430 milljónir króna á síðasta ári vegna frammistöðu­ tengdra greiðslna til starfsmanna fyrirtækisins og dótturfélaga. Þar af námu bónusgreiðslur til átta framkvæmdastjóra bankans og bankastjóra 48,9 milljónum króna. Bónusgreiðslur bankans hækkuðu um 52 milljónir á milli ára, eða um 13,7%, miðað við að þær námu 378 milljónum króna árið 2015 líkt og DV hefur áður fjallað um. n Launahækkun lykilstjórnenda Birna Einarsdóttir, bankastjóri: n Árslaun 2015: 43,7 milljónir kr. n Árslaun 2016: 49,1 milljón kr. n Hækkun á árslaunum: 5,4 milljónir (12,3%) n Bónusgreiðslur 2015: 7,2 milljónir kr. n Bónusgreiðslur 2016: 9,1 milljón kr. n Hækkun á bónus: 1,9 milljónir (26%) Laun framkvæmdastjóra (8) n Árslaun 2015: 221,3 milljónir kr. n Árslaun 2016: 232,3 milljónir kr. n Hækkun á heildarárslaunum: 11 milljónir kr. (5%) n Bónusgreiðslur 2015: 29,1 milljón kr. (3,6 milljónir á mann) n Bónusgreiðslur 2016: 39,8 milljónir kr. (4,9 milljónir á mann) n Hækkun á bónusgreiðslum: 10,7 milljónir kr. (36,7%) Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Elín Jónsdóttir Framkvæmdastjóri VÍB. Sverrir Örn Þorvaldsson Framkvæmdastjóri áhættustýringar. Jón Guðni Ómarsson Framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Sigríður Olgeirs- dóttir Fram- kvæmdastjóri rekstrar- og upplýs- ingatæknisviðs. Björgvin Ingi Ólafsson Fram- kvæmdastjóri við- skipta og þróunar. Vilhelm Már Þorsteinsson Framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. Tryggvi Björn Davíðsson Framkvæmdastjóri markaða. Una Steins- dóttir Fram- kvæmdastjóri við- skiptabankasviðs. MynDIr ÍSLAnDSBAnkI.IS Birna Einars- dóttir Bankastjóri Íslandsbanka. MynD ÞOrMAr VIGnIr GUnnArSSOn Framkvæmdastjórn Íslandsbanka Árslaun framkvæmdastjóranna átta og bankastjórans námu 281 milljón króna árið 2016. Frammistöð- utengdar greiðslur níumenninganna námu tæpum 49 milljónum. IP Dreifing | www.hrefna.is | hrefna@hrefna.is | sími: 577-3408 Farðu nýjar leiðir og prófaðu gómsætar hrefnulundir á grillið eða á pönnuna snöggsteiktar að hætti meistarakokka Frosið hrefnukjöt fæst í næstu verslun Marinerað & ÓMarinerað hreFnukjöt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.