Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2017, Síða 16
Vikublað 28. febrúar–2. mars 201716 Fréttir Erlent
Gæti þjóðernispopúlisti
orðið forseti Frakklands?
n Le Pen líkleg til að sigra í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna n Mundi gjörbreyta samfélaginu
E
ftir sigur Donalds Trump
í bandarísku forsetakosn-
ingunum og eftir sigur út-
göngusinna í Brexit-kosn-
ingunum í Bretlandi, gæti
þá frambjóðandi öfgahægriflokks
orðið forseti í Frakklandi? Stjórn-
málaskýrendur vilja ekki útiloka að
Marine Le Pen, leiðtogi hinnar þjóð-
ernispopúlísku Þjóðfylkingar, Front
National, gæti haft sigur í frönsku
forsetakosningunum en fyrri umferð
þeirra fer fram 23. apríl næstkom-
andi.
Hægriöfgar gegn múslimum
Þjóðfylkingin, sem er hægriöfga-
sinnaður og þjóðernispopúlískur
flokkur sem er andsnúinn innflytj-
endum, hefur talað gegn Evrópu-
sambandinu og evrunni og rekur
einangrunarhyggju í Frakklandi.
Þá hefur flokkurinn, og þar með
talið Le Pen, talað opinskátt gegn
múslimum. Staða flokksins í frönsk-
um stjórnmálum hefur styrkst veru-
lega síðustu misseri og er það meðal
annars rekið til hryðjuverkaárásanna
í Frakklandi, árásanna á ritstjórnar-
skrifstofur Charlie Hebdo, árásanna í
París og hryðjuverkanna í Nice.
Le Pen hefur styrkst
Kannanir síðustu vikna sýna að Le
Pen hefur styrkt stöðu sína í barátt-
unni um forsetastólinn. Í könnun
sem birt var í síðustu viku mældist
hún með 26 prósenta stuðning.
Emmanuel Macron, frambjóðandi
En Marche! og fyrrverandi ráðherra
sósíalista í stjórn Manuel Valls for-
sætisráðherra, mælist nú óvænt með
22 prósenta stuðning. Á sama tíma
mældist íhaldsmaðurinn François
Fillon, fyrrverandi forsætisráðherra
Lýðveldisflokksins, sem lengi vel
var í forystu í kosningabaráttunni,
með 21 prósents stuðning. Kosn-
ingabarátta Fillon varð fyrir veru-
legu höggi í byrjun árs þegar settar
voru fram ásakanir um að hann
hefði greitt konu sinni og tveimur
börnum yfir 100 milljónir króna, um
900.000 evrur, í launagreiðslur fyrir
störf sem þau sinntu ekki í raun og
veru. Benoit Hamon, frambjóðandi
Sósíal ista, var síðan fjórði með 16
prósenta stuðning.
Myndi tapa seinni umferðinni
En þrátt fyrir þessar tölur er annað
upp á teningnum þegar kemur að
annarri umferð forsetakosninganna
sem fram fara 7. maí, að því gefnu
að enginn einn frambjóðandi nái
meirihlutakosningu. Fari svo munu
tveir efstu frambjóðendurnir takast á
að nýju. Þó talið sé mjög líklegt, mið-
að við þróun skoðanakannana síð-
ustu vikna, að Le Pen hafi sigur í fyrri
umferðinni benda kannanir eindreg-
ið til þess að bæði Macron og Fillon
myndu hafa betur í þeirri síðari. Í
nýjustu könnunum er því spáð að
Macron myndi fá 59 prósent atkvæða
ef þau Le Pen tækjust á í seinni um-
ferðinni. Fillon myndi hljóta 58 pró-
sent atkvæða. Hins vegar er rétt að
taka fram að Le Pen hefur sótt á þá
báða frá því í könnunum sem birtar
voru í byrjun þessa mánaðar.
Ekki óþekkt staða
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem for-
setaframbjóðandi með eftirnafnið
Le Pen hristir upp í frönskum stjórn-
málum. Árið 2002 varð faðir Marine
Le Pen, Jean-Marie Le Pen, í öðru
sæti í fyrri umferð forsetakosning-
anna á eftir sitjandi forseta Jacques
Chirac. Jean-Marie Le Pen stofnaði
einmitt Þjóðfylkinguna og var for-
maður flokksins sem var á þeim tíma
enn öfgasinnaðri en í dag. Í seinni
umferðinni hvöttu hins vegar nálega
allir franskir stjórnmálamenn stuðn-
ingsmenn flokka sinna til að kjósa
gegn Le Pen, bæði vinstrimenn og
hægrimenn. Chirac hafði því sigur
með heilum 82 prósentum atkvæða.
Stjórnmálaskýrendur eru margir á
þeirri skoðun að þetta verði raun-
in nú einnig. Komist Marine Le Pen
í aðra umferð kosninganna, eins og
flest bendir til, fylki menn liði gegn
henni og hún eigi ekki möguleika á
sigri.
Ekki á vísan að róa
En það eru þó ekki allir sannfærðir
um að svo fari. Bent er á að fram-
bjóðendur vinstri flokkanna, Hamon
og Jean-Luc Mélenchon, hafi saman-
lagt um og yfir 25 prósenta stuðning.
Ekki sé hægt að treysta því fullkom-
lega að stuðningsmenn þeirra muni
greiða atkvæði með andstæðingi Le
Pen, hver sem það verður. Þannig
er bent á að í sveitarstjórnarkosn-
ingunum 2014 hafi Þjóðfylkingin
unnið stórsigur víða þar sem sósía-
listar höfðu áður ráðið lögum og lof-
um. Því sé ekki á vísan að róa í þess-
um efnum.
Færi svo að Le Pen hefði sigur
óttast menn afleiðingarnar mjög.
Því er spáð að það myndi þýða fall
evrunnar og jafnvel endalok. Þá
óttast menn einnig að Frakkland
gæti tekið ákvörðun um útgöngu úr
Evrópusambandinu, að Frexit gæti
orðið að veruleika. Það myndi gjör-
breyta Evrópu. n
Freyr Rögnvaldsson
freyr@dv.is
Le Pen ávarpar stuðningsmenn Gæti hægriöfgamanneskja orðið forseti Frakklands? Stjórnmálaskýrendur vilja ekki útiloka að Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, gæti
haft sigur í kosningunum.
Nýtur stuðnings Emmanuel Macron,
frambjóðandi En Marche!, mælist nú með 22
prósenta stuðning. MyNd EPA
Borgartún 23, Reykjavík / Sími: 561 1300 / Opið: mán. - fös. 10-18, lau. 11-18 & sun. 12-16
Þú getur líka pantað á netinu www.reykjavikurblom.is
Blóm og gjafavara
við öll tækifæri
Góð og
persónuleg
þjónusta
Skírn - Fermingar - Brúðkaup - Samúð - Útfarir