Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2017, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2017, Qupperneq 18
Vikublað 28. febrúar–2. mars 201718 Fréttir Erlent Nettröll fékk það óþvegið n Bradley fékk óþægileg skilaboð árið 2012 n Undi sér ekki hvíldar fyrr en réttlætinu var fullnægt B radley Cohen, eigandi bandarísks fjárfestingafélags, fær tæpar 40 milljónir Bandaríkjadala í bætur, eða sem nemur rúmum fjórum milljörðum króna, eftir að hafa orðið fyrir barðinu á nettrölli sem fór langt með að leggja líf hans í rúst. Málið hefur vakið talsverða athygli í Bandaríkjunum enda varði Cohen nokkrum árum og milljónum dala í að endurheimta mannorð sitt. Óþægileg skilaboð Það var árið 2012 að Cohen var á ferðalagi ásamt eiginkonu sinni í Evrópu. Cohen hafði helgað líf sitt fjárfestingafélagi sínu, Cohen Asset Management Inc., sem einna helst beindi sjónum sínum að fasteignaverkefnum í Bandaríkjunum og hafði Cohen þénað vel á því. Það var svo þennan dag árið 2012 að hann fékk veður af því að um netið gengi grein þar sem því var haldið fram að starfsemi hans væri ekkert annað en pýramídasvindl. „Er Bradley S. Cohen næsti Bernie Maddoff?“ var fyrirsögn greinarinnar með vísan í fjársvikarann Bernie Maddoff sem sveik 65 milljarða Bandaríkjadala út úr viðskiptavinum sínum. Maddoff þessi var dæmdur í 150 ára fangelsi árið 2009. Sagður „svindlari“ og „þjófur“ Í umræddri grein sem gekk um netið var því ranglega haldið fram að Cohen hefði áður hlotið dóm fyrir fjársvik og peningaþvætti. Hann var kallaður „lygari“, „þjófur“ og „svindlari“ og fólk var hvatt til þess að hafa varann á í samskiptum við hann, að því er segir í umfjöllun Wall Street Journal um málið. Þegar Cohen sló nafn sitt inn í leitarvél Google var umrædd grein fyrsta niðurstaðan sem birtist og áhrifin voru ekki lengi að koma fram. Hægt og bítandi fóru viðskiptavinir hans að leita annað enda töldu þeir að hagsmunum sínum væri betur borgið annars staðar en í viðskiptum við meintan svindlara. Lagðist í rannsóknarvinnu Í stað þess að láta greinina sem vind um eyru þjóta ákvað Cohen að leita allra leiða til að endurheimta mannorð sitt. Hann lagðist í mikla rannsóknarvinnu, fékk teymi sérfræðinga til að finna uppruna síðunnar og lagði talsverða fjármuni í að reyna að koma því þannig fyrir að síðan kæmi ekki upp á fyrstu síðu þegar nafn hans var slegið inn í Google. Þó að þessi vinna hafi verið seinvirk og kostnaðarsöm – hann varði sem nemur 300 milljónum króna í málið – borgaði hún sig að lokum. Í ljós kom að maður að nafni Ross Hansen hafði stofnað síðuna til að hefna sín á Cohen. Ósætti vegna mengunar Hansen þessi var stofnandi stálframleiðslufyrirtækis í Seattle, Northwest Territorial Mint, en fyrirtækið leigði húsnæði og lóð af Cohen undir hluta starfsemi sinnar. Fyrirtækið hafði komið sér ágætlega fyrir og lét Hansen útbúa sérstaka tjörn á lóðinni undir skjaldbökur sem hann átti. Þegar skjaldbökurnar drápust óvænt vildi Hansen að leigusalinn, fyrirtæki Cohens, skoðaði málið þar sem hann taldi að svæðið væri mengað. Forsvarsmenn Cohen Asset Management töldu að mengunin stafaði frá fyrirtæki Hansen og undir það tók dómari þegar málið kom til kasta dómstóla. Fyrirtæki Hansen var talið skaðabótaskylt og fór svo að því var gert að greiða sem nemur 300 milljónum króna í bætur. Hótanir og FBI Hansen var ósáttur við þessi málalok og til að ná sér niðri á Cohen stofnaði hann umrædda síðu og lagðist í herferð til að draga Cohen niður í svaðið. Greinin var ekki það eina sem Hansen stóð á bak við því ýmsar hótanir fylgdu einnig með auk þess sem fleiri vefsíður skutu upp kollinum. Það voru rannsakendur á vegum Cohens og fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, sem komust að hinu sanna í málinu. Dómur féll undir lok síðasta árs á þann veg að Bradley fær 38,3 milljónir dala í bætur. Hansen viðurkenndi fyrir dómi að kveikjan að þessari herferð gegn Cohen og fyrirtæki hans hafi verið umrætt dómsmál þar sem honum var gert að greiða 300 milljónir króna. Þá hefði hann einnig verið reiður vegna örlaga skjaldbakanna sem drápust í tjörninni. Í umfjöllun Wall Street Journal kemur fram að Cohen hafi ekki enn fengið krónu af þeim 38 milljónum dala sem honum voru dæmdar í bætur. Hann er þó þegar farinn að eyða peningunum – að minnsta kosti hluta af þeim – og hefur hann til að mynda keypt vefsíðurnar sem notaðar voru gegn honum. n Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Hafði betur Líf Cohens umturnaðist árið 2012 þegar hann að ósekju var sagður fjársvikari. Herferð Það getur verið erfitt að eiga við einstaklinga sem svífast einskis til að valda skaða í gegnum netið. Bradley fór þó alla leið og sigraði. Retor Fræðsla - Hlíðasmára 8, Kópavogi - Sími: 519 4800 - www.retor.is „Gerum íslensku að leiðandi tungumáli á vinnustöðum” Aneta Matuszewska Skólastjóri og eigandi Retor Fræðslu Hafið samband í síma 519 4800 eða á retor@retor.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.