Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2017, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2017, Qupperneq 30
Vikublað 28. febrúar–2. mars 201722 Fólk Nýjar vörur La La Land sigurvegari þrátt fyrir slæm mistök Óskarsverðlaunin voru afhent í 89. skipti á sunnudagskvöld Ó skarsverðlaunin voru afhent í Dolby Theatre í Hollywood á sunnudagskvöld, en þetta var í 89. skipti sem þessi mikla hátíð er haldin. Mikið var um dýrðir á hátíðinni sem þó gekk ekki áfallalaust fyrir sig. Besta myndin var Moonlight en mistök urðu til þess að nafn La La Land var lesið upp. Aðstandendur La La Land ættu þó að geta vel við unað enda hlaut myndin sex Óskarsverð- laun, þar á meðal fyrir bestu leikstjórn- ina, bestu leikkonuna í aðalhlutverki og bestu tónlistina. Moonlight vann til þrennra verðlauna á hátíðinni og Manchester by the Sea til tvennra, þar á meðal fékk Casey Affleck verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki. n Tók lagið Justin Timberlake tók lagið á hátíðinni við mikinn fögnuð viðstaddra. Justin fékk tilnefningu fyrir besta frumsamda lagið, Can't Stop the Feeling í teiknimyndinni Trolls, en verðlaunin fékk lagið City of Stars í myndinni La La Land. Mynd EPA Ósvikin gleði Þessi börn fengu að vaka aðeins lengur en jafnaldrar þeirra. Þessi mynd var tekin af kórnemendum Bakats Ter-skólans í Ungverjalandi og fóru þau með veigamikið hlutverk í myndinni Sing sem var tilnefnd sem besta stuttmyndin. Myndinni er leikstýrt af Ungverjanum Kristof Deak og hlaut hún verðlaunin í sínum flokki. Mynd EPA Ruglingur Vandræðaleg uppákoma varð þegar tilkynnt var um bestu myndina. Mistök urðu til þess að nafn La La Land var lesið upp en verðlaunin áttu að koma í hlut Moonlight. Hér sést kynnirinn Jimmy Kimmel útskýra mistökin. Mynd EPA Mikil viðurkenning Hér sjást aðstandendur Moonlight sem valin var besta myndin. Frá vinstri: Jeremy Kleiner, Adele Romanski og leikstjórinn Barry Jenkins. Mynd EPA Ungur en góður Damien Chazelle var valinn besti leikstjórinn en hann leikstýrði sem kunnugt er La La Land. Þess má geta að Chazelle er aðeins 32 ára og er hann yngsti leikstjórinn sem hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun. Hann leikstýrði einnig Ósk- arsverðlaunamyndinni Whiplash árið 2014. Mynd EPA Stórleikur Emma Stone þykir sýna stórleik í myndinni La La Land enda hlaut hún Ósk- arsverðlaun fyrir leik sinn. Þetta eru fyrstu Óskarsverðlaun hennar en hún var tilnefnd fyrir leik í aukahlutverki árið 2015 fyrir myndina Birdman. Mynd EPA Bestu leikararnir Óskarsverðlaunin fyrir besta leik komu í hlut þessara leikara. Mahershala Ali hlaut verðlaun sem besti leikarinn í aukahlutverki fyrir myndina Moonlight, Emma Stone hlaut verðlaun sem besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir myndina La La Land, Viola Davis fyrir besta leik kvenna í aukahlutverki fyrir Fences og Casey Affleck fyrir besta leik karla í aðahlutverki fyrir Manchester by the Sea. Mynd EPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.