Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2017, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2017, Qupperneq 40
Vikublað 28. febrúar–2. mars 201732 Menning Sannleikur þjóðlífsins Bókin Í hálfkæringi og alvöru er gefin út í tilefni af 85 ára afmæli Árna Björnssonar Í hálfkæringi og alvöru er bók sem geymir úrval greina, erinda og ritgerða um margvísleg efni eftir Árna Björnsson þjóðhátta­ fræðing. „Ég var að taka til, til að firra af­ komendur þeim vandræðum að ákveða hverju ætti að fleygja, og sá þá að ég átti til heilmikið efni. Spurn­ ingin var hvort það ætti að fara í sorp­ tunnuna eða í bók. Svo varð úr að megnið fór í þennan doðrant,“ segir Árni. Í bókinni er mikið um áður óbirt efni sem aðeins hefur verið flutt munnlega, þar á meðal þættir af einkenni­ legum mönnum og pólitísk þroskasaga höfundar. Elstu textarnir eru frá skólaárum höfundar en þeir yngstu frá síðustu árum. Sterk efagirni Þú segir í formála bókarinnar að þú hafir alltaf haft hneigð til að draga í efa margt sem kallað hefur verið almenn sannindi. „Þetta gerði mjög snemma vart við sig. Eftir fermingu og á menntaskólaárunum fór ég að draga í efa margt sem mér hafði sem barni verið innrætt sem almenn sann­ indi, til dæmis varðandi trú­ mál og stjórnmál. Ýmislegt var fullyrt, til dæmis að fólk væri fátækt af því það nennti ekki að vinna. Svo sá ég að fáir unnu meira en einmitt fá­ tæka fólkið. Það var hins vegar ekki sama við hvað fólk vann. Flinkur verðbréfasali gat hæg­ lega haft tífaldar tekjur á við góðan barnakennara. Ég fór að spyrja mig hvaða réttlæti eða vit væri eiginlega í þessu. Þessi efagirni hefur aldrei yfirgefið mig. Það er þó alls ekki þannig að ég sé alltaf fullviss um að hafa komist að réttri niðurstöðu en ég tel það þó sennilegra en ýmislegt sem hefur verið haldið fram. Ég get tekið lítið dæmi. Við lærðum það í barnaskóla að Goðafoss hefði feng­ ið nafn sitt af því að Þorgeir Ljósvetn­ ingagoði hefði kastað goðum sínum í fossinn. Einhvern tímann ætlaði ég að vísa í frumheimild þessarar sögu en fann hana hvergi. Ekki stóð þetta í Kristnisögu, ekki í Íslendingabók, ekki í Landnámu og ekki í Ljósvetn­ ingasögu. Þetta reyndist vera frásögn dansks fræðimanns sem var hér seint á 19. öld og heyrði þessi munnmæli en Jónas frá Hriflu tók upp og setti fram sem sannleik í kennslubók fyrir börn. Og þjóðin vissi ekki betur.“ Breytt viðhorf Hluti af bókinni er pólitísk ævisaga þín. Hvenær varðstu vinstri maður? „Á menntaskólaárunum gerðist það smám saman. Ég gekk í gegnum ýmis stig á þeirri braut og viðhorfin breyttust eftir því sem ég varð reynsl­ unni ríkari. Í háskólanum hafði ég ágæta leiðbeinendur, ögn eldri félaga mína, menn eins og Jón Böðvarsson og séra Baldur Vilhelmsson og aðra sem innrættu mönnum ákveðinn rétttrúnað. Það skeið stóð þó ekki nema fáein ár, svo fór ég aftur að hugsa meira sjálfstætt og það gerðu þeir reyndar líka. Meginatriðin standa vissulega óhögguð eins og til dæmis sú ömur­ lega staðreynd að 1 prósent mannkyns skuli eiga 50 prósent af öllum auðæf­ um jarðarinnar. Ég hef aldrei getað séð neitt réttlæti í því og mig undrar að alþýðufólk sem hefur þó haft al­ mennan kosningarétt í hundrað ár skuli enn kjósa til að viðhalda þessu ástandi. Jafnvel greindustu menn láta eins og þetta sé eðlilegt. Þeir fárast kannski yfir spillingu sem þó er varla annað en útvöxtur úr hinu stóra lög­ leyfða misrétti. Þeir sem hagnast á þessu rangláta kerfi hafa reyndar allt í höndum sér: alla stærstu fjölmiðla og fréttastofur, allt hervald og útbreidd­ ustu trúarstofnanir. Það er vissulega ekki auðvelt við að eiga fyrir þá sem reyna að andæfa.“ Hef látið rekast fyrir tilviljunum Þú ert þekktastur fyrir skrif þín um þjóðfræði. Vaknaði áhugi þinn á þeirri grein snemma? „Þetta varð atvinna mín en kom ekki af sjálfsdáðum. Það kom þannig til að ég fór í íslensk fræði í háskólan­ um. Það var samkvæmt útilokunar­ aðferðinni. Ég vildi ekki fara í læknis­ fræði, ekki guðfræði, ekki lögfræði og þá voru íslensk fræði eftir. Svo fékk ég skemmtilegt verkefni í málfræði sem hét Aldur, uppruni og saga ís­ lenskra hátíðarnafna. Ég fór að hafa gaman af þessu og hélt áfram. Líf mitt hefur verið nokkrum til­ viljunum háð. Meðal annars að ég starfaði hjá Alþjóðasambandi stúd­ enta í eitt ár og var sendikennari við þýska háskóla í 4 ár. Önnur tilvilj­ un varð til þess að ég fór að vinna á Þjóðminjasafninu. Þar losnaði óvænt staða við þjóðháttadeild vegna þess að Kristján Eldjárn var kosinn for­ seti. Ég hef oft látið rekast fyrir tilvilj­ unum og er mjög sáttur við það.“ Hefur ungt fólk áhuga á þjóðfræði? „Greinilega en mér sýnist að það sé mjög upptekið af því sem ég vil kalla dellu, eins og draugatrú og álfum. Ég er löngu vaxinn upp úr því. Mér finnst sannleikur þjóðlífsins yfirleitt enn skemmtilegri þegar farið er að grúska í honum.“ n Í hálfkæringi og alvöru Á kápu er mynd sem Sverrir Haraldsson teiknaði á sínum tíma af Árna. „Það er þó alls ekki þannig að ég sé alltaf fullviss um að hafa komist að réttri niður- stöðu en ég tel það þó sennilegra en ýmislegt sem hefur verið haldið fram. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Árni Björnsson „Líf mitt hefur verið nokkrum tilviljunum háð.“ Mynd Sigtryggur Ari ALHLIÐA FASTEIGNAVIÐHALD MÚRUM & SMÍÐUM ehf Ertu að fara í framkvæmdir ? Ekkert verk of smátt né stórt ! Fagleg og góð þjónusta . Upplýsingar í síma 788 8870 eða murumogsmidum@murumogsmidum.is TIL BOÐ ÞÉ R A Ð KO STN AÐA RLA USU ! Múrvinna Smíðavinna Málningarvinna Jarðvinna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.