Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2017, Blaðsíða 39
Vikublað 28.–30. mars 2017 Kynningarblað - Mjóddin 3
Stígvélin ganga mjög vel í fólk
Nokian Stígvélabúðin er með stígvél handa öllum
S
tígvél eru sérlega fjölhæfur fóta-
búnaður og henta í flesta úti-
veru. Þau eru auðvitað sér-
hönnuð fyrir rigningardaga og
alger nauðsyn í garðvinnuna.
Einnig fara fæstir í útilegu án stígvél-
anna eða gúmmí túttanna. Dyr Noki-
an Stígvélabúðarinnar voru opnaðar
fyrst fyrir um fjórum árum og síðan þá
hefur verslunin séð Íslendingum fyr-
ir fallegum og endingargóðum stígvél-
um í öllum regnbogans litum. Í öllum
stígvélum frá Nokian er fyrsta flokks
náttúrugúmmí, þau þola mjög mik-
ið frost og springa ekki. „Nokian-stíg-
vélin fengust víða áður en við opnuð-
um og þekkja Íslendingar merkið fyrir
gæðin sem það stendur fyrir. En það var
ekki fyrr en með tilkomu okkar versl-
unar sem hægt var að bjóða
upp á alvöru úrval af Noki-
an-stígvélum, en hér selj-
um við eingöngu stíg-
vél. Hér er gott úrval af
stígvélum fyrir krakk-
ana, í öllum regnbogans
litum, og svo erum við
með mjög flott stígvél fyr-
ir fullorðna, þá þessi klass-
ísku; hnéhá loðfóðruð eða án
fóðurs, ökklahá, og svo má ekki gleyma
gúmmítúttunum. Einnig reynum við
alltaf að eiga stór númer fyrir þá fóta-
stóru,“ segir Jóhannes Ingimundarson,
eigandi Nokian Stígvélabúðarinnar í
Mjóddinni.
Tískusveiflur í stígvélum
Nú er svo komið að stígvélin mega
heita tískuvara. Stígvél hafa sést á
tískupöllum víða um heim og helstu
tískuunnendur hafa tekið þau upp á
sína arma, enda eru þau óneitanlega
smart á fæti og hentug fyr-
ir ýmiss konar veðurbrigði.
Nokian-stígvélin fást í ýms-
um fallegum litum og línum
sem gleðja augað ekki síður
en fæturna og að sögn Jóhannes-
ar eru miklar tískusveiflur á milli árs-
tíða í skóbúnaðinum. „Stígvélin okkar
ganga mjög vel í fólk og í sumar er til
dæmis ótrúleg litadýrð í Nokian-stíg-
vélunum,“ segir Jóhannes.
Stígvél fyrir allar árstíðir
Því má fagna að hjá Nokian Stígvéla-
búðinni fást stígvél fyrir allar árstíðir
og því einskorðast notkun þeirra ekki
lengur við snjólausa rigningardaga.
Nú er hægt að fá hlý og loðfóðruð
stígvél fyrir veturinn sem má negla til
að auka festu í hálku. „Við erum svo
með mjög gott úrval af stígvélum fyrir
börn og fullorðna. Þessi svörtu með
endurskinsröndinni seljast alltaf og
fást nú einnig í mörgum litum. Botn-
inn er sterkur og þau endast sérlega
vel. Krakkarnir elska að koma hingað
og fá að velja sér stígvél, því hér fá þau
uppáhaldslitinn sinn. Fullorðna fólkið
fellur svo ósjaldan fyrir einhverju pari
hér í versluninni í leiðinni. Við erum
til dæmis að selja falleg og létt stígvél
í alls kyns girnilegum litum fyrir sum-
arið. Einnig er hægt að fá mjög smart,
ökklahá stígvél í mörgum litum. Svo
fást líka fínlegri stígvél sem eru örlítið
sparilegri og passa betur við hvers-
dagsbúninginn,“ segir Jóhannes. n
Nokian Stígvélabúðin er til húsa
í Mjóddinni
Opið er alla virka daga frá 10–18
og á laugardögum frá 11–16
Sími: 527-1519
Nánari upplýsingar á Facebook-
síðu Nokian Stígvélabúðarinnar.
Fólk sækir í gæðin og verðið hefur lækkað
Fiskbúð Hólmgeirs, Þönglabakka 6
V
ið opnuðum í miðri
kreppu og síðan hefur allt
verið upp á við hjá okkur,“
segir Hólmgeir Einarsson,
eigandi Fiskbúðar Hólm-
geirs sem staðsett er í Mjóddinni,
nánar tiltekið að Þönglabakka 6.
Fiskbúðin, sem stofnuð var þann
15. júní 2009, hefur notið mikillar
velgengni og er rómuð fyrir gæði,
hreinlæti, framúrskarandi þjón-
ustu og hagstætt verð – en nýlega
lækkaði Hólmgeir kílóverð á öllum
fiski um 200 krónur:
„Ástæðan var
hagstætt ferð á fisk-
mörkuðum en við
gætum þess ávallt
vandlega að skila
verðlækkunum
til viðskiptavina.
Þetta er lækkun
upp á 10 til 20 pró-
sent, mismunandi
eftir tegundum,“ segir
Hólmgeir.
Meirihluti viðskipta-
vina Fiskbúðar Hólmgeirs er
íbúar í hverfinu en einnig kemur
töluvert af fólki úr Kópavogi. „En
hingað kemur líka fólk langt að út
af gæðunum. Við leggjum mikið
upp úr að bjóða einungis gæðahrá-
efni. Auk þess pössum við ofboðs-
lega vel upp á hreinlæti. Þú finnur
til dæmis ekki fiskilykt hérna inni í
búðinni. Síðast en ekki síst leggjum
við mikla áherslu á að veita góða
þjónustu,“ segir Hólmgeir.
Aðspurður um vinsælar fisk-
tegundir segir Hólmgeir að þorsk-
urinn sé alltaf að vinna á en langa
sé líka orðin vinsæll fiskur. Vin-
sældir þessara tegunda séu að
einhverju leyti á kostnað ýsunn-
ar en almennt ríkir fjölbreytni í
fiskneyslu landsmanna.
Fiskbúð Hólmgeirs býður upp
á mikið úrval af tilbúnum réttum
en Hólmgeir segir að samtals séu
um 40 bakkar í borðinu hjá hon-
um, með ferskum fiski og tilbúnum
réttum. n
Sem fyrr segir er Fiskbúð Hólm-
geirs til húsa í Mjóddinni, að
Þönglabakka 6, Reykjavík. Búðin er
opin mánudaga–fimmtudaga frá
kl. 9.00 til 18.30 og föstudaga frá kl.
9.00 til 18.00.
Nokian-stígvél Í öllum regnbogans
litum á krakkana. MyNdir SigTryggur Ari
Stígvélin eru
ótrúlega smart
og þægileg