Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2017, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2017, Blaðsíða 40
Vikublað 28.–30. mars 20174 Mjóddin - Kynningarblað Þú þarft ekki að bölva tölvunni lengur! Tölvur og gögn ehf. sér um tæknimálin fyrir þig T ölvur og gögn ehf. er rótgróið fyrirtæki í Mjóddinni. Fyrir- tækið veitir faglega þjónustu og persónulega ráðgjöf varð- andi heildarlausnir í tölvu- og tæknimálum einstaklinga, minni og meðalstórra fyrirtækja. „Við erum meðal annars með alhliða netlausn- ir fyrir fyrirtæki og heimili, hvort sem um er að ræða kapalkerfi eða háþróuð þráðlaus netkerfi,“ segir Ævar. Einnig sér fyrirtækið um vefsíðugerð, hýs- ingu, innri vefi, auglýsingaborða og grafíska vinnslu ásamt uppsetningu og umsjón samskiptamiðla, Face- book og Twitter. Sú þjónusta er nefnd SpiderWeb (SpiderWeb.is) og hentar öllum gerðum fyrirtækja og stofnana, stórum sem smáum. „Við leggjum mikið upp úr góðum samskiptum og vönduðum vinnubrögðum, þar sem traust þjónusta og gæði eru í fyrirrúmi. Mikil menntun, reynsla og þekking er til staðar í fyrir tækinu og við leggjum okkur alltaf fram við að leysa málin fljótt og vel,“ segir Ævar. Sérfræðingar í tölvum og tæknimálum Uppsetning prentara á tölvunet- um getur verið flókin og oft aðeins á færi þeirra sem kunna vel til verka. Það kannast líklegast margir við það að sótbölva prentaranum þegar upp kemur villumelding og skjalið ein- faldlega vill ekki prentast. „Við hjá Tölvur og gögn ehf. höfum séð um uppsetningu á prenturum, plotter- um og öðrum jaðartækjum til fjölda ára hjá hinum ýmsu fyrirtækjum,“ segir Ævar. Tölvur og gögn ehf. selur einnig, þjónustar og hefur umsjón með Office 365. „Við erum vottað skýjaþjónustufyrirtæki hjá Microsoft, Office 365 Small Business MCP vott- aðir. Seljum einnig öll stýrikerfi og annan hugbúnað frá Microsoft. Einnig sjáum við um uppsetningu vírusvarnaforrita, vírushreinsun og umsjón með því ásamt uppsetningu og lagfæringu stýrikerfa bæði fyrir PC- og Mac-tölvur. Við gerum okkur grein fyrir því að öll þessi tækni þurfa að virka vel og við sjáum til þess að svo sé,“ segir Ævar. Tölvur og gögn ehf. hefur til margra ára verið sam- starfsaðili Opinna kerfa og fleiri fyr- irtækja og boðið tölvubúnað í miklu úrvali og á góðu verði. „Fyrirtæki geta fengið tilboð í tölvubúnað, tóner og aðra rekstrarvöru hjá okkur ásamt ráðgjöf um val á búnaði.“ Þar með er starfseminni ekki lokið því fyrir- tækið býður einnig upp á kennslu í margmiðlun, meðhöndlun mynda, gagnameðhöndlun o.fl. „Einnig komum við á staðinn og kennum þér á þína eigin tölvu. Kennslan er sér- staklega sniðin að óskum viðskipta- vinarins og kennt er á þeim hraða sem hentar honum,“ segir Ævar. Gögn, gagnabjörgun og gagnaeyðing Tölvur og gögn ehf. er með fjölþætta starfsemi þegar kemur að tölvubún- aði fyrirtækja og einstaklinga og eins og nafnið gefur til kynna, þá sér það einnig um afritun á gögnum. „Afritun er afar mikilvæg og ekki síst í dag, þar sem upplýsingar og stafræn gögn eru oft það verðmætasta sem fyrir- tæki og einstaklingar eiga. Heimili þurfa einnig að hugsa fyrir afritun á ljósmyndum fjölskyldunnar þar sem geymd eru ómetanleg augnablik. Við útvegum búnað eða notum skýja- lausnir og setjum upp afritun á hag- kvæman og einfaldan máta og bjóð- um upp á sérsniðnar lausnir sem henta þörfum hvers og eins,“ segir Ævar. Fari svo að gögn týnist af ein- hverjum ástæðum þá sér fyrirtæk- ið einnig um að endurheimta þau. Tölvur og gögn ehf. hefur lengi verið í gagnabjörgun fyrir bæði einstak- linga og fyrirtæki. „Björgun gagna er gífurlega nauðsynleg í nútíman- um þar sem verðmæt gögn eiga sí- fellt á hættu á að tapast. Við erum með gríðarlega reynslu í þeim mál- um og tryggjum vönduð og örugg vinnubrögð. Við höfum verið sam- starfsaðili við Ontrack/ibas til fjölda ára og hafa þeir reynst okkur afar vel,“ segir Ævar. Þar með er gagna- þjónusta fyrirtækisins ekki upptalin því Tölvur og gögn ehf. sér einnig um að eyða gögnum af stafrænum miðl- um fyrir stofnanir og fyrirtæki, sem vinna með viðkvæm gögn. Gögnin eru þá þurrkuð út samkvæmt alþjóð- legum staðli, þannig að ekki er hægt að finna þau aftur, jafnvel ekki með fullkomnustu tækni í gagnabjörgun. Fjarlægð er ekki vandamál Tölvur og gögn ehf. býður upp á þjónustu yfir internetið, hvort sem er við fyrirtæki eða heimili. „Þá tengj- umst við tölvum og netþjónum í gegnum internetið og framkvæmum eftir lit og viðgerðir, án þess að senda mann á staðinn. Þetta hentar sér- staklega vel fyrir þá sem búa afskekkt eða eiga erfitt með að nálgast þjón- ustu okkar á annan hátt,“ segir Ævar. SpiderWeb „Við höfum nú aðskilið starfsemi okkar að hluta, þannig að tækni- þjónustan er sér og vefsíðugerðin og hýsingin sér. Þetta er samt sem áður á sama stað í Mjóddinni enda er þar gott að vera. Vefsíðugerðin og hýsingin gengur undir nafninu SpiderWeb og er að stærstum hluta í höndum Jakobs, samstarfsaðila míns. Hann sér meðal annars um vefsíðugerð, innri vefi, uppsetningu, útlit, auglýsingaborða og mynd- vinnslu. Við sjáum einnig um vefsíð- ur er tengjast Microsoft Office 365 og Azure, innri vefsíðugerð fyrirtækja. Nú er einnig mjög vinsælt að nota Google AdWords og leitarvélabestun til að koma vefsíðum á framfæri og við aðstoðum að sjálfsögðu við að setja það upp líka,“ segir Ævar. n Tölvur og gögn ehf. og SpiderWeb, Mjóddinni, Þarabakka 3, 2.h., 109 Reykjavík. Sími: 696-3436 Tölvup: togg@togg.is og vefur@spiderweb.is. Nánari upplýsingar og tilboð má nálgast á vefsíðum fyrirtækisins, togg.is, spiderweb.is og á Facebook undir nöfnunum Tölvur og gögn og SpiderWeb vefsíðugerð. Tölvur og gögn ehf. er með glæsilega skrifstofu. Jakob S. Ævarsson Tæknimaður (vef- hönnuður – skýjaþjónusta). Office 365 SMB MCP. Ævar B. Jakobsson Framkv.stj. (UT stjóri – IT manager). Office 365 SMB MCP, MCSA, Network+. Bergur Þór Ævarsson Tæknimaður (forritun, vefir o.fl.). Nemi í forritun við Tækniskóla Íslands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.