Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2017, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2017, Blaðsíða 2
Vikublað 28.–30. mars 20172 Fréttir Eyravegi 23, Selfossi - S: 555 1314 - hannyrdabudin.is Póst-sendum um allt land Garn í sjöl Lóan er komin Lóan er komin. Fjórar heiðlóur sáust á flugi við Einarslund á Höfn í Hornafirði á mánudag. Á Facebook-síðu Fuglaathugunar- stöðvar Suðurlands, þar sem þetta kemur fram, segir að óvenju margar heiðlóur hafi haft vetur- setu á suðvestanverðu landinu. Í fyrra sást fyrsta lóan 26. mars en hún kemur yfirleitt til landsins um svipað leyti. Vikan tileinkuð fjármálalæsi Nemendur í Háteigsskóla í Reykjavík aðstoðuðu Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efna- hagsráðherra, við að hringja inn opnun markaða í Kauphöllinni á mánudagsmorgun. Tilefnið er alþjóðleg fjármála- læsisvika sem hófst á mánudag og lýkur á föstudag. Vikan er helguð fjármálalæsi ungs fólks um heim allan undir flaggi Alþjóðlegrar fjármálalæsisviku og Evrópsku peningavikunnar. Af því tilefni munu Samtök fjármálafyrir tækja og Stofnun um fjármálalæsi vekja athygli á málefninu með ýmsu móti til að efla vitund ungmenna um mikilvægi þekkingar á fjár- málum og sparnaði. Haldin verður ráðstefna á miðvikudag þar sem kennarar og stofnanir sem vinna að eflingu fjármálafræðslu ungmenna leiða saman hesta sína og fjalla um stöðu mála. Þá mun Krakkarúv sýna tíu stutt myndbönd um fjár- mál sem snúast um að auka fjár- málalæsi barna á aðgengilegan hátt svo örfá dæmi séu tekin. Málum frestað til hausts n Fjórir dagar til stefnu n Lyfjalögum frestað en jafnlaunavottun kemur fram R áðherrar ríkisstjórnarinnar munu ekki leggja fram öll þau þingmál sem boðað var að kæmu fram í þingmála- skrá. Þegar hefur verið tekin ákvörðun um að fresta framlagningu nokkurra frumvarpa til haustþings. Ráðherrar hafa út þessa vinnuviku til að leggja fram þingmál en frestur til þess rennur út 1. apríl. Í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar, sem lögð var fram 24. janúar síðast- liðinn samhliða stefnuræðu forsætis- ráðherra, var boðað að ráðherrar hygðust leggja fram 101 þingmál. Í frétt DV 17. mars síðastliðinn kom fram að aðeins væri búið að leggja fram 23 þingmál og að fjórir ráðherrar hefðu enn ekkert mál lagt fram. Mál fara að dælast inn Frá því hefur staðan batnað lítið eitt. Framkomnum þingmálum hefur fjölgað um níu og eru nú orðin 32 talsins. Samkvæmt samtölum við aðstoðarmenn ráðherra má búast við að fjöldi mála verði lagður fyrir ríkis stjórn á aukafundi henn- ar í dag, þriðjudag. Nokkur fjöldi þingmála var einnig lagður fram á ríkisstjórnar fundi síðastliðinn föstu- dag og eru þau nú til kynningar inni í þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna. Þá verður haldinn ríkisstjórnarfund- ur á föstudaginn þar sem einnig gefst tækifæri til að leggja fram mál. Þegar er ljóst að einhver þeirra mála sem boðað var að yrðu lögð fram frestast, í það minnst fram á haustþing. Meðal þeirra má telja lyfja lög sem heilbrigðisráðherra boðaði frumvarp um, boðað frum- varp menntamálaráðherra til laga um sviðslistir, boðað frumvarp ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpun- arráðherra til laga um Ferðamála- stofu og boðuð þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um alþjóðlega þróunarsamvinnu. Óvissa um búvörulög Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, lagði fram tvö frumvörp í síðustu viku en eftir standa fimm þingmál sem boðuð voru. Að sögn aðstoðarmanns ráðherrans, Páls Rafnars Þorsteinssonar, á eftir að koma í ljós hvort þau verði lögð fram eður ei. Þannig er til að mynda ekki ljóst hvort frumvarp til laga um breytingar á búvörulögum verði lagt fram, enda um að ræða umfangs- mikið mál. Páll sagði hins vegar að- spurður að hann teldi nokkuð víst að ekki næðist að leggja fram öll umrædd mál. Fyrir því lægju ýmsar ástæður en auðvitað fyrst og fremst sú að ríkisstjórn hefði tekið við í janúar og tíminn því verið naum- ur. Þau mál sem ekki náist að leggja fram nú verði að öllu jöfnu lögð fram á haustþingi þess í stað. Jafnlaunavottun kemur fram Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, sagði í sam- tali við DV að hluti þeirra mála sem ráðherrann hefði boðað hefði verið til umræðu á ríkisstjórnarfundi síð- astliðinn föstudag. Þeim hefði hins vegar verið frestað en reikna megi með einhver þeirra verði lögð fram í dag. Þorsteinn boðaði að hann hygðist leggja fram 13 þingmál en enn hafa engin þeirra litið dagsins ljós. Karl Pétur bendir á, líkt og Páll Rafnar, að stuttur tími sé liðinn frá því að ríkisstjórnin tók við. Það sé mögulegt að einhverjum málum verði frestað. Frumvarp ráðherra um jafnlaunavottun sé hins vegar farið frá ráðherra og sé til umfjöll- unar í forsætisráðuneytinu. Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur lagt fram fjögur mál af átta sam- kvæmt vef Alþingis. Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir, aðstoðarkona Jóns, segir að tvö mál til viðbót- ar hafi verið lögð fram í ríkisstjórn síðastliðinn föstudag og séu nú til umræðu inni í þingflokkum. Þeim tveimur málum sem út af standa hafi verið frestað til haustsins. Reynt að klára mál Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur lagt fram ellefu þingmál af þeim sautján sem boðuð voru. Unnið er að því að klára þau mál sem út af standa en samkvæmt upplýsingum frá Gylfa Ólafssyni, aðstoðarmanni Bene- dikts, er ekki ljóst hvort það tekst. Sigríður Á. Andersen dómsmála ráðherra hafði 17. mars lagt fram þrjú þingmál af þeim tíu sem boðuð voru. Síðan þá hefur staðan ekki breyst samkvæmt vef Alþingis, enn vantar sjö þingmál upp á. Ekki fengust upplýsingar úr ráðuneytinu um stöðu þeirra mála. Utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, hefur lagt fram fimm þingsályktunartillögur en eftir standa sjö önnur þingmál. Borgar Þór Einarsson, aðstoðar- maður Guðlaugs, segir að búið sé að afgreiða fimm þeirra í ríkis- stjórn þótt þau séu ekki komin inn á borð Alþingis. Það gerist væntan- lega á næstunni. Tveimur málum hafi hins vegar verið frestað til haustþings, frumvarpi til laga um Íslandsstofu og þingsályktunar- tillögu um alþjóðlega þróunar- samvinnu Íslands. Seinna málinu hafi verið frestað vegna þess að sett hafi verið af stað vinna við endur- skoðun á stefnu og markmiðum utan ríkisþjónustunnar og því eðli- legt að umrædd þingsályktunar- tillaga bíði og fylgi þeirri endur- skoðun í haust. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, boðaði þrjú þingmál. Tvö þeirra frestast. Eftir því sem Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, aðstoðarkona Kristjáns, sagði DV er í öðru tilfell- inu um að ræða upptöku á ESB-til- skipun sem ekki hefur verið kláruð af hálfu sambandsins. Í hinu til- fellinu er um að ræða frumvarp til sviðslistalaga. Þriðja málið var kynnt í ríkisstjórn síðasta föstudag. Lyfjalögum verður frestað Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra boðaði fimm þingmál en einu þeirra verður frestað fram á haust, frum- varpi til lyfjalaga. Stefnt að því að leggja fram önnur mál, en þó er ekkert þeirra fram komið. Af þeim þingmálum sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferða- mála-, iðnaðar- og nýsköpunarráð- herra, boðaði eru þrjú af níu kom- in fram. Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu hefur tveimur mál- um verið frestað, eitt mál verður lagt fram í dag og stefnt er að því að leggja fram tvö önnur þó tæpt sé á að það muni nást fyrir tilskilinn frest. Ekki fengust svör um stöðu mála í umhverfisráðuneytinu en sam- kvæmt Alþingisvefnum hefur Björt Ólafsdóttir, ráðherra málaflokksins, lagt fram þrjú af þeim þrettán þing- málum sem hún boðaði í þingmála- skrá. Þá er langt síðan forsætisráð- herra, Bjarni Benediktsson, lagði fram sitt frumvarp. n Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is Ná ekki öllum málum fram Ráðherr- ar hafa þegar frestað boðuð- um þingmálum fram á haust. Ástæðan er ekki síst hversu stuttan tíma ríkisstjórnin hefur haft til að vinna þau. MyNdiR SigtRygguR ARi Þorgerður Katrín gunnarsdóttir Þorsteinn Víglundsson Þordís Kolbrún Reykfjörð gylfadóttir Benedikt Jóhannesson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.