Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2017, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2017, Blaðsíða 28
Vikublað 28.–30. mars 201728 Menning Framúrskarandi fimm stjörnu söngskemmtun F yrst af öllu, ef þú ert á leið á Elly í Borgarleikhúsinu, ekki mæta rétt fyrir sýningu og búast við því að sætið bíði eftir þér. Það ríkir nefnilega allt önnur stemning á Nýja sviði Borgar­ leikhússins en maður er vanur. Taktu þér góðan tíma í að hafa þig til, hér dugar ekkert minna en árshátíðar­ klæðnaður og glæný greiðsla. Slepptu kvöldmatnum heima, klapp­ aðu kortinu þínu og mættu svo klukkutíma fyrir sýningu. Náðu borði strax á góðum stað í salnum, það sitja yfirleitt fjórir til borðs þannig að ef þið eruð færri þá kynnist þið líklega nýjum og skemmtilegum leikhús­ vinum þetta kvöld. Farðu svo á bar­ inn og pantaðu þér einn af frábærum smáréttum Borgarleikhússins ásamt glasi af góðu víni. Smárétturinn verð­ ur borinn til þín inn í sal og disk­ urinn tekinn áður en sýningin hefst. Þá er ég nokkuð viss um að þú verðir kominn í réttu stemninguna fyrir fyrstu söngskemmtun Ellyjar með KK sextettinum árið 1953. Ný stjarna stígur á svið Sýningin er söngferðalag um lífs­ hlaup og feril Ellyjar. Við kynnumst henni fyrst þegar hún mæt­ ir í söngprufu hjá KK aðeins 18 ára gömul og fylgjumst með vax­ andi vinsældum hennar sem söng­ konu með nokkrum ólíkum hljóm­ sveitum. Við kynnumst jafnframt eigin mönnum Ellyjar, apanum hennar, kjafta sögunum, endur­ komunni og endalokunum. Katrín Halldóra Sigurðardóttir sýnir al­ gjöra stjörnuframmistöðu í hlutverki Ellyjar. Fínlegur leikur, hófstilltur en fullur af smáatriðum ásamt óað­ finnanlegum söng, bókstaflega lyftir anda áhorfenda upp á æðra plan. Katrín Halldóra hefur með þessari sýningu stimplað sig inn sem ein fremsta leikkona landsins og ástæða til þess að óska henni sérstaklega til hamingju með frammistöðu sína. Ég var fyrirfram svolítið hrædd um að Björgvin Franz Gíslason færi að ofleika í hlutverki Ragnars Bjarna­ sonar. Björgvin er frábær eftirherma, en hann hefur mjög opið og tján­ ingarríkt andlit og þarf því stund­ um að tempra svipbrigði sín svo þau verði ekki yfirdrifin. Ótti minn var hins vegar ástæðulaus, Björgvin komst vel frá öllum sínum hlutverk­ um sem voru sjö talsins. Ánægjulegt er að geta þess að söngrödd hans í hlutverkum Ragnars Bjarnasonar og Vilhjálms Vilhjálmssonar var hreint og beint mögnuð. Það væri gaman að sjá Björgvin Franz oftar á sviði í sönghlutverkum. Hjörtur Jóhann Jónsson fór með hlutverk Svavars Gestssonar með mjög eftirminnilegum hætti. Leik­ húsgestir munu ekki eiga í nokkrum vandræðum með að meta áhrif Svavars á líf Ellyjar, fas hans og framkoma sagði oftast miklu meira en handritið og það var gaman að sjá leikara leggja svona mikla vinnu í undirtexta og sköpun á vilja og hugs­ unum persónu sinnar. Auk þess var hann vakandi yfir salnum líkt og maður ímyndar sér að Svavar hafi sjálfur verið, jafnvel kastað tölu á gesti til þess að gera sér grein fyrir væntanlegri innkomu. Hjörtur fór einnig með hlutverk Eyþórs Þor­ lákssonar, fyrsta eiginmanns Ellyjar, og var það ekki síður vel gert. Þá fór hann einnig með tvö minni hlutverk. Þau Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Björn Stefánsson fóru í fjölmörg aukahlutverk sem of langt mál yrði að fjalla um en voru öll vel af hendi leyst. Galdri líkast Tónlistin vegur þungt í þessari sýn­ ingu þar sem um fjörtíu lög hljóma á milli textabrota. Handritið telur ef til vill ekki margar blaðsíður en það sem er sagt er vandlega unnið og hver einasta setning skiptir þar máli og gegnir sínu hlutverki. Hljóð­ færaleikararnir voru mikið á sviðinu, leikur þeirra lipur í öllum stílbrögð­ um og þeim tókst að vera bæði eðli­ legir og spennandi án þess þó að trufla fókusinn á aðalleikurunum. Leikstjórnin er vel unnin hjá Gísla Erni Garðarssyni, hann byggir sýninguna réttilega á hæfni listamannanna, er trúr vandaðri framkomu Ellyjar og þeim tíðaranda sem hér ríkti. Útkoman er fjarska ólík þeirri sem við sáum nýlega í Laugar­ dalshöll í tengslum við Eurovision og er áhorfenda að meta muninn. Aug­ ljóslega er unnið að því að draga úr sýnileika hátæknilegs ljósabúnaðar leikhússins og var lýsingin einstak­ lega vel unnin. Það var galdri líkast að sjá hvernig birtan breytti rauða panelnum á veggjum klúbbsins allt í einu í viðarlitaðan panel í upptöku­ stúdíóinu. Um búningana mætti skrifa langan lofsöng, ég held að nóg sé að segja að varla sé til sú kona sem ekki máti sig í huganum í einhverjum þeirra glæsilegu kjóla sem Katrín skartar á sýningunni. Sviðsmyndin er einnig mjög vel heppnuð, ekki síst ljós og dreglar sem mynda róm­ antíska stjörnu yfir áhorfendum. Þá voru leikgervi og hárgreiðsla mjög glæsileg. Það eina sem hægt væri að setja út á var að einstaka sinnum hljómaði söngur Katrínar óþarflega hátt miðað við hljóðfæraleikinn en það kann þó að vera stílbragð síns tíma. Ef leikhúsgestir taka áskorun Borgarleikhússins um að hverfa aftur til gamalla tíma með tilheyrandi takti, tárum og notalegum minning­ um, þá munu þeir sannarlega eiga fimm stjörnu rómantíska kvöldstund með framúrskarandi ljúfum tónum. Jafnvel á ofurvenjulegum miðviku­ degi líkt og ég gerði. n „Katrín Hall- dóra Sigurðar- dóttir sýnir algjöra stjörnuframmistöðu í hlutverki Ellyjar. Fínlegur leikur, hófstilltur en full- ur af smáatriðum ásamt óaðfinnanlegum söng, bókstaflega lyftir anda áhorfenda upp á æðra plan. Bryndís Loftsdóttir ritstjorn@dv.is Leikhús Elly Höfundur: Ólafur Egill Egilsson og Gísli Örn Garðarsson Leikstjóri: Gísli Örn Garðarsson Leikarar: Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Björgvin Franz Gíslason, Hjörtur Jóhann Jónsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Björn Stefánsson Leikmynd: Börkur Jónsson Búningar: Stefanía Adolfsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Hljómsveit: Sigurður Guðmundsson, Aron Steinn Ásbjarnarson, Björn Stefánsson, Guðmundur Óskar Guðmundsson og Örn Eldjárn Tónlistarstjórn: Sigurður Guðmundsson Sýnt í Borgarleikhúsinu Aftur í tímann Leikritið Elly á Nýja sviði Borgarleikhússins. Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir málverk Zehra Doğan málaði mynd af eyðileggingu í Nusaybin T yrknesk­kúrdíska blaða­ og listakonan Zehra Doğan var fyrr í mánuðinum dæmd í tveggja ára, níu mánaða og tuttugu og tveggja daga fangelsi fyrir að deila mál­ verki eftir sig á samfélagsmiðlum. Mál­ verkið er gert eftir ljósmynd sem sýnir eyðileggingu í kúrdísku borginni Nusa­ ybin í Mardin­héraði, en tyrkneski her­ inn sprengdi borgana í herferð sinni gegn kúrdíska verkamannaflokknum (PKK) í fyrra. Á myndina af eyðilagðri borginni bætti Doğan við nokkrum hangandi tyrkneskum fánum. Yfirvöld segja að ekki sé verið að refsa henni fyrir listaverkið heldur fyrir að deila mynd sem sýndi yfir­ standandi hernarðaraðgerð, en lög­ maður hennar segir hins vegar að dómurinn sé árás á list og alla list­ ræna tjáningu. n kristjan@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.