Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2017, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2017, Blaðsíða 20
Vikublað 28.–30. mars 201720 Sport IP Dreifing | www.hrefna.is | hrefna@hrefna.is | sími: 577-3408 Farðu nýjar leiðir og prófaðu gómsætar hrefnulundir á grillið eða á pönnuna snöggsteiktar að hætti meistarakokka Frosið hrefnukjöt fæst í næstu verslun Marinerað & ÓMarinerað hreFnukjöt Þessir geta verið svekktir að komast ekki í landsliðið n Höfuðverkur Heimis n Ótrúlega margir góðir leikmenn Í slenskir knattspyrnumenn hafa aldrei staðið sig jafn vel og síð- ustu ár, það er staðreynd sem erfitt er að líta fram hjá miðað við stöðu landsliðsins. Íslenska karlalandsliðið átti eins og flestir vita frábæru gengi að fagna á EM í Frakklandi í fyrrasumar, liðið hefur svo byrjað vel í undankeppni fyrir HM í Rússlandi árið 2018. Ísland vann góðan sigur á Kósóvó á föstudag og er með tíu stig þegar keppni í riðlinum er hálfn- uð, liðið á ágæta möguleika á að komast til Rússlands sem væri enn merkilegra afrek en að komast á Evrópumótið sem var fyrsta stór- mót liðsins. Þegar vel gengur vilja allir vera með og í dag á Ísland marga mjög frambærilega knattspyrnumenn. Það eru því nokkrir sem sitja eftir með sárt ennið. Hér í þessari úttekt verða skoðaðir átta leikmenn sem allir geta verið svekktir út af því að komast ekki í landsliðshóp Heimis Hallgrímssonar. Ekki er verið að gagnrýna störf Heimis með þessum lista heldur aðeins að benda á hversu marga frábæra leik- menn við eigum. Leikmennirnir átta komust ekki í síðasta hóp Heimis sem er nú í verkefni. n Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is Matthías Vilhjálmsson Rosenborg Það virðist ekki breyta neinu fyrir Matthías hvað hann gerir innan vallar, hann fær ekki tækifæri með landsliðinu. Mjög fjölhæfur leikmaður sem hefur sýnt góða frammistöðu með Rosenborg í Noregi, hefur hins vegar ekki náð að heilla Heimi Hallgrímsson, þjálfara landsliðsins, og það vekur furðu margra. Þarf að halda áfram á sömu braut og þá er líklegt að kallið komi fyrr en síðar. Rúnar Már Sigurjónsson Grasshopper Það kom gríðarlega á óvart að sjá Rúnar ekki í landsliðshópnum sem nú er í verkefni, hann hefur átt fast sæti í hópnum og var hluti af EM-hópnum. Hefur frá því að EM lauk farið í sterkara lið, en hann leikur í dag með Grasshopper í Sviss. Hefur spilað vel þar og skorað reglulega. Hann má vera hundsvekktur að vera ekki í hópnum. Rúnar Alex Rúnarsson Nordsjælland Okkar langefnilegasti markvörður er byrjaður að spila á fullu í dönsku úrvalsdeildinni, framtíð hans er gríðarlega björt og ljóst má vera að hann er farinn að setja mikla pressu á Heimi Hall- grímsson. Maðurinn sem ætti að standa vaktina í marki Íslands í framtíðinni ef fram fer sem horfir. Albert Guðmundsson PSV Hefur staðið sig virkilega vel í næstefstu deild Hollands og ljóst að ef hann yrði kallaður í íslenska landsliðshópinn þá yrði enn meiri pressa á þjálfara PSV að velja hann í aðallið félagsins. Albert ætti að fá tækifæri með aðalliði PSV á næstu leiktíð og þá ætti möguleiki hans á að komast í landsliðið að aukast mikið. Er efnilegasti leikmaður Íslands í dag. Hjörtur Hermansson Bröndby Við erum með marga öfluga miðverði en Hjörtur hefur stigið mikið upp síðustu mánuði og er miklu betri leikmaður í dag en hann var í fyrrasumar þegar hann fór með landsliðinu á EM. Hjörtur hefur spilað mjög vel í Dan- mörku og frammistaða hans hefur vakið athygli. Jón Guðni Fjóluson IFK Norrköping Jón hefur stimplað sig inn sem algjör lykil- maður í einu besta liði Svíþjóðar og Heimir Hallgrímsson hefur haft orð á því að Jón sé ansi nálægt því að komast í landsliðshópinn. Stóð sig vel í verkefnum landsliðsins í upphafi árs og ætti með sama áframhaldi að banka enn fastar á dyrnar. Sterkur, með fínan hraða og góðar sendingar. Guðlaugur Victor Pálsson Esbjerg Miðað við hversu fáa miðjumenn við eig- um í dag sem eru að gera góða hluti þá ætti Guðlaugur Victor að vera svekktur yfir að fá ekki tækifæri í hópnum. Miðju- maðurinn hefur spilað vel með Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni og sýnt góða frammistöðu í liði sem á í vandræðum. Björn Daníel Sverrisson AGF Björn Daníel sýndi í verkefni landsliðsins í Kína í upphafi árs að snilli hans getur verið mikil. Leikmaður með ótrúlega hæfileika sem getur unnið leiki, gæti mögulega verið leikmaðurinn sem leysir Gylfa Þór Sigurðs- son af hólmi að einhverju leyti. Vitað er að skarð Gylfa verðurm aldrei fyllt að fullu missi hann úr leiki, en Björn Daníel hefur að mörgu leyti svipaða eiginleika og Gylfi. Heimir Hallgrímsson Hefur úr mörgum góðum leik- mönnum að velja. Mynd EPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.