Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2017, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.2017, Blaðsíða 8
Vikublað 28.–30. mars 20178 Fréttir Nýjar vörur í hverri viku Holtasmári 1, Kópavogur / Sími: 571 5464 Sjáðu úrvalið á tiskuhus.is Íslendingar óttast ekki hryðjuverk Aðeins tæplega 8 prósent Ís­ lendinga á aldrinum 18 til 75 ára telja að hryðjuverk verði framin á Íslandi, en 76–77 pró­ sent telja það ólíklegt. Þeir yngstu og elstu telja það lík­ legra en þeir sem eru á miðjum aldri. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Með auknum tekjum og lengri skólagöngu telur fólk ólíklegra að hryðjuverk verði framin hér á landi. Þá er athyglis vert að hér finnst ekki munur á mati kjósenda flokk­ anna á hryðjuverkaógninni. Síðan kemur í ljós að því oftar sem fólk hugsar um að hryðju­ verk verði framin á Íslandi þeim mun líklegra telur það að þau verði framin hér. Langstærstur hluti lands­ manna, 76–77 prósent, hugs­ ar sjaldan eða aldrei um að hryðjuverk verði framin á Ís­ landi, en aðeins um 4 prósent hugsa oft um það. Konur hugsa örlítið oftar um hryðjuverk en karlar og þeir yngstu oftar en eldri. Þá kemur í ljós að kjós­ endur Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hugsa oftar um að hryðjuverk verði framin á Íslandi en kjósendur annarra flokka. Könnunin var gerð dagana 10. til 22. mars 2017 og náði til 877 manns á aldrinum 18 til 75 ára um allt land. S autján umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku. Í einu tilviki var um að ræða ölvunarakstur en í dagbók lög­ reglu kemur fram að ökumaður hafi misst stjórn á bifreið sinni sem valt á Hrunavegi skammt frá Grafarbakka aðfaranótt fimmtudags. Maðurinn kastaðist út úr bílnum og fótbrotnaði. Að sögn lögreglu hlaut félagi mannsins, sem var með hon­ um í för, minni háttar áverka. Öku­ maðurinn var fluttur með sjúkrabif­ reið á slysadeild Landspítalans þar sem gert var að beinbrotinu. n Ölvaður ökumaður kastaðist úr bílnum Leigubíllinn frá Leifsstöð kostaði á sjötta þúsund H onum fannst bílstjórinn fara svo miklar krókaleiðir,“ segir Ásthildur Harðar­ dóttir, starfsmaður á Keflavíkurflugvelli, sem var spurð af erlendum kollega sínum í gær, mánudag, hvort hann hefði mögulega verið féflettur af leigubíl­ stjóra frá Hreyfli sem keyrði hann frá Keflavíkurflugvelli og á Hótel Keflavík síðast­ liðinn miðvikudag. Fyrir ferðina borgaði hann rúmar 5.000 krónur. Ferðin tók 16 mínútur Þegar Ásthildur leit á kvittun félaga síns sá hún undir eins að leigubíl­ stjórinn hafði ekið með farþegann rúmlega 10 kílómetra leið í stað þess að skila honum beint á áfangastað, en sú leið er tæpir fjórir kílómetrar. Ferðin tók því rúmar 16 mínútur og borgaði farþeginn 5.260 krónur fyrir. Ásthildur kvartaði til stjórnenda Hreyfils sem könnuðu málið í gær. Ásthildur kveðst sjálf hafa orðið fyrir barðinu á óprúttnum leigubílstjórum sem hún segir að hafi engan áhuga á að skutla fólki til Reykjanesbæjar. Í fyrrasumar þegar Ásthildur, sem er búsett í Keflavík, var nýkomin úr flugi frá London og settist upp í leigubíl fyrir utan flug­ stöðina sagði leigubílstjórinn henni að það væri fast verð, 3.500 krónur, fyrir ferðir til Keflavíkur. „Ég hef líka heyrt hærri upp­ hæðir en í mínu tilfelli sagði leigu­ bílstjórinn að ferðin kostaði 3.500. Hann kveikti ekki á gjaldmælinum og sagði að ef þeir tækju minna fyrir túrinn tæki það sig ekki að keyra fólk inn í Keflavík. Ég fór ekki lengra með málið þá. Þess vegna ákvað ég að leggja fram kvörtun fyrir hönd kollega míns. Mér blöskrar þessi þjónusta og ég veit að þetta er ekki einsdæmi.“ Þekkti ekki leiðina Þröstur Hjálmarsson, deildarstjóri hjá Hreyfli, segir í samtali við DV vegna málsins að bílstjórinn sem tók kollega Ásthildar upp í bílinn hjá sér síðastliðinn miðvikudag hafi ekki ratað í Keflavík. Þess vegna hafi hann farið lengri leið en hann hefði annars átt að keyra. „Hann fór fram­ hjá afleggjaranum þar sem hann átti að beygja og fór næst niður. Þá var leiðin orðin töluvert lengri, það er ekkert flóknara en það.“ Inntur svara um hvort umræddur bílstjóri hefði ekki átt að stoppa mæl­ inn fyrst hann þekkti ekki leiðina og var kominn langt frá áfangastað far­ þegans, svarar Þröstur. „Það verður að skrifast á vanþekkingu bílstjórans sem hefði átt að stöðva mælinn en hann er nýlega byrjaður svo hann klikkar á því.“ Þröstur segir jafnframt að brugðist hafi verið við kvörtun Ásthildar og farþeganum verði endurgreiddur mismunurinn. Enginn þarf að bjóða upp á sama gjald Þá segir Þröstur að í tilfelli Ásthildar sé þetta vandamál til staðar eftir að samkeppnislögum var breytt. Þá séu 3.500 krónur ekki óeðlilegt gjald frá Keflavíkurflugvelli og í miðbæ Keflavíkur á kvöld­ og helgartaxta. „Enginn þarf að vera með sama gjald eftir að lögunum var breytt. Það finnst okkur hjá Hreyfli ekki snið­ ugt en við reynum að halda gjaldinu niðri í krafti stærðar fyrirtækisins.“ Að lokum segir Þröstur það af og frá að bílstjórar Hreyfils reyni að hafa fé af notendum þjónustunnar, þá sérstaklega ferðamönnum, með því að fara með þá krókaleiðir. „ Ef svo er þá fengju þeir sjálfsagt að leita sér að vinnu einhvers staðar annars staðar. Auðvitað geta samt kjánar sem eru að byrja þvælst rangar leiðir.“ n n Leiðin í miðbæ Keflavíkur er fjórir kílómetrar n Bílstjórinn sagður hafa villst Kvittunin Bílstjórinn keyrði með hann 10,5 kílómetra vegalengd. Kristín Clausen kristin@dv.is Harma vinnu- brögð nýliðans Hreyfill segir að mismunurinn verði endurgreiddur. Ásthildur Ása Harðardóttir Blöskraði upphæðin sem félagi hennar þurfti að reiða fram. Mynd Úr EinKasaFni „Mér blöskrar þessi þjónusta og ég veit að þetta er ekki einsdæmi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.