Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2017, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2017, Blaðsíða 25
Helgarblað 7.–10. apríl 2017 Kynningarblað - Brot af því besta 3 Söngelskir láta drauminn rætast Hljóðver.is H ljóðver.is er vettvangur fyrir bæði atvinnumenn í tónlist og áhugafólk til að taka upp efni sitt. Einnig eru þar unn- ar alls konar upptökur með innlestri og auglýsingum. Sífellt fær- ist í vöxt að söngelskt fólk láti draum- inn um að fullvinna lag rætast og leiti til Hljóðvers.is þar sem lagið er hljóð- blandað á geisladisk. Einnig er hægt að skila afurðinni af sér á rafrænu formi og gera úr henni til dæmis myndband á Youtube. Gjafabréf frá Hljóðver.is eru vin- sæl gjöf. Ef þú átt söngelskan ætt- ingja eða vin er þetta frábær leið til að gera viðkomandi kleift að láta draum sinn rætast og stíga næsta skref á tónlistarbrautinni. Sem fyrr segir er algengt að einstaklingar leiti til Hljóðvers.is til að fullvinna lög en einnig er vinsælt hjá ýmsum hópum að leita til hljóð- versins til að fullvinna efni. Þannig eru oft tekin upp lög eða önnur at- riði fyrir brúðkaup og stórafmæli. Þá færist sífellt í vöxt að fyrirtækjahóp- ar leiti til hljóðversins og taki upp atriði fyrir starfsmannaskemmtanir eða hópeflissamkomur. Á heimasíðu Hljóðvers.is segir meðal annars um starfsemina: „Við veitum góða þjónustu fyrir allar al- mennar upptökur og hljóðvinnslu, hvort sem um er að ræða upptökur á grunnum eða fullvinnslu tónlist- ar til útgáfu og flutnings í útvarpi. Tökum einnig að okkur að vinna lög frá grunni eftir óskum. Ef þú ert lagasmiður og átt jafnvel aðeins lag á textablaði þá getum við hjálp- að þér að útsetja og fullvinna lagið frá grunni og getum útvegað hljóð- færaleikara eftir þörfum. Upptökurýmið er einstaklega vel hannað með stillanlegum hljóm- panelum. Þannig næst góður hljómburður bæði til að ná hlýjunni úr acoustic-hljóðfærum eða vel dempuðum hljómburði fyrir t.d. popp/rokk trommur. Jafnframt er möguleiki á að taka upp samtímis í tveimur öðrum rýmum samhliða upptökurýminu. T.d. fyrir bassa-/ gítarmagnara samhliða trommu- upptökum. Stjórnrýmið er rúm- gott með góðri vinnuaðstöðu sem hentar vel fyrir hljóðblöndun. Þar er einnig góð aðstaða fyrir hlustun.“ Hljóðver.is er til húsa að Lang- holtsvegi 60, 104 Reykjavík. Síma- númer er 896-1013 og netfang jonas@hljodver.is. Gott er að hringja eða senda tölvupóst til að panta upptökutíma eða kaupa gjafabréf. Nánari upplýsingar um starfsemina eru á vefsíðunni www. hljodver.is. n Flytur hvert á land sem er F lutningar Stefáns Stein- grímssonar er gamalgróið flutningafyrirtæki á Akur- eyri. Fyrirtækið stofnaði Norðlendingurinn og ein- yrkinn Stefán Steingrímsson í mars árið 2006 og eru viðskiptin sífellt að færast í aukana. Stefán, sem er mikill tækjaáhugamaður, ekur á milli Akureyrar og Reykjavíkur á átján tonna Iveco Stralis-flutninga- bíl með stórri kerru og flytur nán- ast hvað sem er. Flutningar Stef- áns Steingrímssonar sinnir öllum almennum flutningum, almennri sendibílaþjónustu og búslóða- flutningum. Einnig sinnir fyrirtæk- ið flutningi fyrir ýmis fyrirtæki. „Það er alltaf nóg að gera hjá mér á sumrin og veturna en svo ró- ast þetta aðeins á vorin. Febrúar, mars og apríl eru allajafna róleg- ustu mánuðirnir. Þá nýti ég tímann og fer í jeppaferðir upp á fjöll og snjósleðaferðir,“ segir Stefán sem hefur mjög gaman af útivist. Stefán er með áætlunarakstur milli Akureyrar og Reykjavíkur, en þess milli flytur hann hvert á land sem er. Áætlunarakstur: Akureyri – Reykjavík á þriðjudögum Reykja- vík – Akureyri á miðvikudögum. Hringdu í síma 891-7993 og fáðu verðtilboð. n Flutningar Stefáns Steingrímssonar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.