Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2017, Blaðsíða 27
Helgarblað 7.–10. apríl 2017 Fólk Viðtal 23
Gefandi að skapa
grín handa fólki
H
lutirnir hafa einhvern veg
inn bara komið til mín
í gegnum tíðina. Ég var
aldrei verið með nein út
hugsuð plön um hvað ég
ætlaði að gera, nema ég vissi að
mig langaði að gera eitthvað tengt
sjónvarpi. Eitt leiddi af öðru og svo
er ég hérna í dag,“ segir Björn Bragi
Arnarsson, grínisti, sjónvarps
maður og meðlimur uppistands
hópsins MiðÍslands. Sýningar
hópsins hafa notið gríðarlegra vin
sælda undanfarin ár og þess eru
engin merki að þær fari minnk
andi. Húsfyllir hefur verið á síðustu
50 sýningum í Þjóðleikhúskjallar
anum og er áhorfendahópurinn frá
áramótum kominn yfir 10 þúsund.
„Við byrjum alltaf í janúar, og
höfum gert síðustu ár, og keyrum
sýninguna fram til vors. Við höfum
verið með allt að fimm sýningar
á viku. Þetta er svakaleg keyrsla
á veturna og maður þarf að vera
duglegur að taka sér frí inni á milli
og nota sumarið til að kúpla sig út.“
Hann á fjölmarga fylgjendur á
samfélagsmiðlum þar sem hann er
iðinn við að birta ýmiss konar efni.
Þannig hefur verið horft oftar en 1,5
milljón sinnum á nýlegan grínskets
hans um íslenskt veður á Facebook,
ekki eingöngu Íslendingar heldur
fólk frá öllum heimshornum. Það
er þó seint hægt að segja að fram
leiðslan hafi verið umfangsmikil en
myndskeiðið tók Björn Bragi upp á
símann sinn.
„Mér finnst mjög gaman að nýta
þessa miðla, það er svo þægilegt að
geta fengið hugmynd og hent henni
þangað strax,“ segir hann og bætir
við að það sé margfalt auðveldara
að koma myndefni á framfæri nú,
á tímum samfélagsmiðla. „Það geta
allir fengið hugmynd, tekið upp og
hent á netið. Grín þarf heldur ekki
að vera mjög „pródúserað“. Ef hug
myndin er góð og skemmtileg, þá
er það meira en nóg.“
Heldur öllum hugmyndum til
haga
Eins og margir aðrir sem fæddust
um miðbik níunda áratugarins
ólst Björn Bragi upp við að horfa
á Fóstbræðraþættina á Stöð 2, að
ógleymdum The Simpsons og það
an sækir hann meðal annars inn
blástur í uppistandið.
„Ég var forfallinn aðdáandi
Fóstbræðra, tók alla þættina upp
á VHSspólu og kunni þá utan að.
Það er meðal annars þaðan sem
minn húmor kemur, svona súr og
kaldhæðinn og svartur húmor.“
Hann sækir innblástur alls stað
ar að. „Ég vandi mig mjög fljótt á
að halda til haga öllum hugmynd
um sem ég fæ. Ég er alltaf með
símann á mér og skrifa þar niður
hugmyndirnar og geymi líka allt
vídeó og allar upptökur. Ég safna
þessu öllu saman og vinn svo úr
því öðru hverju,“ segir hann en gott
grín fæðist sjaldan upp úr þurru.
„Þetta byrjar meira þannig að þú
skrifar hugmyndirnar og vinnur
út frá þeim. Skrifar í kringum þær.
Stundum getur geðveik hugmynd
komið út frá ömurlegri hugmynd.“
Það er undantekningarlaust góð
stemming á sýningum hópsins.
„Það er líka oftast þannig að fólk er
búið að gera sér ákveðna væntingar
áður en það kemur, það er mætt
til að hlæja. Þá myndast alltaf svo
geggjuð orka.“
Ferill Björns Braga með Mið
Íslandi hófst haustið 2010 þegar
hann tók að sér að vera kynnir
hópsins en ekki leið á löngu þar til
hann fór sjálfur að flytja uppistand.
Hann segir skrítið að hugsa til þess
að bráðum séu liðin sjö ár frá því
hann steig fyrst á svið. „Það var visst
adrenalínkikk að gera þetta í fyrsta
skipti en ég man hvernig það var að
fá viðbrögðin, heyra fólk hlæja og
eftir á hugsaði ég bara: „Vá, ókei, ég
vil gera meira af þessu.“
Óhætt er að segja að meðlimir
MiðÍslands séu mjög ólíkir
persónuleikar og hver og einn með
sinn stíl. Húmor Björns Braga þykir
nokkuð kaldhæðinn, án þess þó að
vera klúr eða subbulegur.
„Mér finnst að það sé hægt að
gera grín að öllu svo lengi sem
það kemur frá góðum stað og sé
ekki beinlínis meiðandi eða sær
andi gagnvart minni máttar. En
svo er fólk bara með svo mishá
an sársaukaþröskuld þegar kem
ur að húmor. Þó að ég sé að gera
grín að einhverjum einstaklingi þá
er ég ekki endilega að gera lítið úr
viðkomandi. Ef ég er að gera grín
að ofbeldi þá er ég ekki að mæla
með því. Það þurfa ekki allir að fíla
grínið en það þýðir samt ekki að
það eigi ekki rétt á sér.
Við höfum líka haft það sem við
mið innan hópsins að því grófara
sem efnið er því fyndnara þarf það
að vera. Maður vill ekki vera grófur
bara til að vera grófur. Það er svona
auðvelda leiðin út.“
Björn Bragi hefur ekki fengið
mörg helgarfrí undanfarin ár. Hann
kvartar þó ekki. „Ég hætti á Stöð
2 árið 2013 og hef síðan þá verið í
fullri vinnu við að vera með uppi
stand og grín auk þess að taka að
mér einstaka sjónvarpsverkefni
eins og til dæmis Gettu betur.“
Það vita ekki allir að Björn Bragi
er menntaður viðskiptafræðingur.
Hann hefur reyndar lítið starfað við
fagið enda með mörg önnur járn í
eldinum. „Mér gekk samt mjög vel
í náminu í HR og ætlaði að fara í
framhaldsnám í Barcelona. En
svo bauðst mér að stýra Monitor
tímaritinu á sínum tíma og síðan
fór ég að gera sketsa og svo tók Stöð
2 við.“
Ætlar að leika meira
Það er ýmislegt í farvatninu hjá
Birni Braga sem meðal annars
tengist leiknu efni fyrir sjónvarp og
net. Allt er það þó á frumstigi og því
erfitt að greina nánar frá þeim verk
efnum að svo stöddu. „Ég hef verið
að fikra mig svona hægt og rólega í
áttina að leiknu efni. Ég er afskap
lega spenntur fyrir því að leika
meira. Mér finnst líka mjög gaman
að skrifa og langar að fara meira út í
handritsskrif fyrir utan sviðið, hvort
sem það er þáttagerð, vefþættir,
sketsar eða eitthvað annað. Það er
klárlega á planinu.“
Hann er ekki mikið fyrir að nota
hið klisjukennda orð „gefandi“
þegar kemur að því lýsa því sem
heillar við uppistandið. Það orð á
samt einkar vel við. „Mér finnst ein
faldlega alltaf jafn gaman þegar það
er fullur salur af fólki sem er skelli
hlæjandi og svo fer það sátt heim og
maður veit að maður er búinn skapa
eitthvað eftirminnilegt handa því,
eitthvað sem fólkið á eftir að tala um
næstu daga. Þess vegna held ég að
ég muni aldrei fá leiða á þessu.“ n
Björn Bragi Arnarsson
grínisti er meðlimur Mið-
Íslands, eins vinsælasta
uppistandshóps lands-
ins. Hann gaf sér tíma
til að spjalla um lífið
og tilveruna við blaða-
mann DV.
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is
Mun aldrei fá leiða á uppistandi „Mér finnst einfaldlega alltaf jafn gaman þegar það er fullur salur af fólki sem er skellihlæjandi.“ Mynd SiGtryGGur Ari„Ég hef verið
að fikra
mig svona hægt
og rólega í áttina
að leiknu efni.
Ég er afskaplega
spenntur fyrir því
að leika meira.
Ekki allir með sama húmorinn „Mér finnst að það sé hægt að gera grín að öllu svo lengi
sem það kemur frá góðum stað og sé ekki beinlínis meiðandi eða særandi gagnvart minni
máttar.“