Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2017, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2017, Blaðsíða 39
Helgarblað 7.–10. apríl 2017 Menning 35 Sigríður Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, en hún tekur við starfinu í apríl af Hörpu Þórsdóttur sem hefur ver- ið skipuð safnstjóri Listasafns Íslands. Sigríður hefur áður starf- að sem fagstjóri vöruhönnunar við Listaháskóla Íslands og rekið hönnunargalleríið Spark Design Space. Tilkynnt hefur ver-ið hvaða tólf bækur eru tilnefndar til Barna- og unglingabók- mennta- verðlauna Norður- landaráðs. Fyrir hönd Íslands eru tilnefndar bækurnar Úlfur og Edda: Dýrgripurinn eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur og Enginn sá hundinn eftir Hafstein Haf- steinsson. Sigurvegarinn verður kynntur í Helsinki í byrjun nóv- ember. Og meira af tilnefn-ingum til alþjóðlegra bókmennta- verðlauna. Dag- ur Hjartarson er tilnefndur til Bókmenntaverð- launa Evrópusambandsins fyrir skáldsögu sína Síðasta ástarjátn- ingin sem kom út í fyrra. Sigur- vegararnir verða kynntir í Brussel í lok maí. Nú er hafin tónlistar-hátíðin Reykja- vík Festival í Los Angeles í Bandaríkjunum, tveggja mánaða lista- hátíð og tónlistarveisla á vegum Los Angeles Fílharmóníunnar. Listrænir stjórnendur hátíðarinn- ar eru Esa-Pekka Salonen, sem er heiðurstónskáld Fílharmóníunn- ar, og Daníel Bjarnason tónskáld. Fyrsti viðburður hátíðarinnar voru barnatónleikarnir Maximus Músikus á mánudagskvöld, þar sem leikin voru verk eftir níu ís- lensk tónskáld. Á hinu opinbera opnunarkvöldi á föstudag koma fram hljómsveitin Amiina, Múm, DJ Flugvél og geimskip, JFDR, Skúli Sverrisson og Ólöf Arnalds. Meðal annarra viðburða á hátíð- inni eru þrennir tónleikar Sigur Rósar og L.A. Fílharmóníunnar, sýndarveruleikasýningin Björk Digital og tónleikar Jóhanns Jóhannssonar og útgáfukollekt- ífsins Bedroom Community. Hinum megin á norður-ameríska meginlandinu verður opn- uð sýning á íslenskum grafíklistaverk- um í alþjóðlegu grafíkmiðstöð- inni (e. International Print Cent- er) í New York. Sýningin nefnist Other Hats: Icelandic Printmak- ing og er þar meðal annars vísað í verkið Hat eftir Dieter Roth, frá árinu 1965. Við opnunina á skír- dag mun Megas leika tónlist en hann er einn þeirra fjölmörgu listamanna sem eiga verk á sýn- ingunni. Gulur n Gulur er táknlitur afbrýðisemi, hverfulleika og sviksemi. Liturinn getur einnig verið táknlitur sólarinnar og upprisunnar eins og sjá má um páskahátíðina. n Páskaunginn sem skríður úr egginu er yfirleitt gulur, tákn nýs lífs, vonar og gleði. Páskaliljur eru gular. n Á fyrri tíð voru víða máluð gul strik á dyrnar hjá þeim sem taldir voru svikarar og það var ekki tilviljun að Davíðsstjarnan sem nas- istar létu gyðinga bera á stríðsárunum var höfð gul. n Stundum er sagt að kindur pissi sólskini þegar þær pissa gulu og boði þannig betra veður. gerð tákna í umhverfinu sem fólk telur gefa vísbendingar um eitthvað sem það á í vændum. „Fyrirboðar eru mikilvægur hluti af þessum hjátrúar- eða þjóð- trúarheimi. Þegar við tölum um fyrir boða eigum við við eitthvað sem ber fyrir í kringum okkur í hinu dag- lega lífi og við tökum mark á. Oft er þetta þá eitthvað sem er talið góðs eða ills viti. Það má nefna mjög algenga fyrirboða á borð við það ef svartur köttur hleypur fyrir þig, eða ef þú sérð hrafn fljúga með einhverj- um ákveðnum hætti, þá er það talið boða illt. Fyrir boðar eru í raun ákveðin tegund af tákn- um sem fólk grein- ir í umhverfi sínu. Þarna á bak við liggur trú á að það séu einhvers konar andar á sveimi í kringum okkur eða öfl sem við sjá- um ekki, en að við getum fengið ein- hverja hugmynd um hvað sé að ger- ast hjá þeim með því að lesa í táknin og fyrirboðana,“ segir Símon. „Trúin á fyrirboða lifir í raun ótrúlega góðu lífi enn í dag. Það má til dæmis nefna að fjöldi fólks spá- ir mikið í drauma og álítur þá fyrir- boða fyrir það sem muni gerast. Þá eru stéttir á borð við sjómenn, leik- ara og íþróttamenn sem virðast eiga allt sitt undir einhverjum forlögum og spá því mikið í þetta. Í sumum tilfellum byggja fyrirboðarnir þó á þekkingu sem þessar stéttir hafa öðlast í gegnum tíðina – sjó- menn vita að þegar veðr- ið er með ákveðnum hætti þá fer maður ekki á ákveðin mið eða þegar sjólag er með ákveðnum hætti er gott að fiska á ákveðnum miðum. Í dag treystir fólk þó miklu meira á hin ýmsu tæki í þessum tilgangi.“ Finnur táknin á botni kaffibollans Símon segir að hugmyndin um fyrirboða tengist óhjákvæmilega ákveðinni forlagatrú þar sem fram- tíðin er í raun ákveðin fyrirfram. Slík trú virðist lifa góðu lífi í nútímanum þrátt fyrir að vera í nokkurri and- stæðu við það sem mætti kalla hið opinbera viðhorf, að framtíðin sé frjáls og óráðin. „Þetta snýst um að höpp eða óhöpp séu eiginlega liggjandi í loft- inu í kringum mann, eitthvað sem eigi fyrir manni að liggja. Oft er hins vegar hægt að bregðast einhvern veginn við for- boðunum. Þegar svartur köttur hleypur fyrir framan mann, þá getur maður brugðist við með því að krossa fingur, fara með bæn, hrækja á eftir kettinum eða eitthvað slíkt. Þetta er það sem í þjóðfræðinni er kallað víxl- un – það ber eitthvað fyrir, þú bregst við því á ákveðinn hátt og breytir at- burðarásinni. Það má segja að þú beitir ákveðnum galdri til að blíðka þessi öfl í kringum þig eða hafa ein- hver áhrif á þau.“ Í bókinni tekur Símon enn fremur fyrir nútímalega hjátrú eða flökku- sögur, til dæmis að þeir sem horfi í gegnum glerið á örbylgjuofni verði blindir, enda segir hann þetta byggja á sama hugsunarhættinum og gamla þjóðtrúin. Eitt annað dæmi um lestur á táknum og fyrirboðum sem er hluti af íslenskri þjóðmenningu er lestur í bolla, en Símon kann einmitt hand- tökin á þeim vettvangi. „Ég myndi nú ekki kalla mig mik- inn bollaspámann, en ég átti ömmu sem kenndi mér að spá í bolla. Hún kenndi mér hvernig á að bera sig að og hvaða táknum á að leita eft- ir. Ég var svo snemma áhugasamur um svona hluti að ég gleypti þetta í mig. Ég get því alveg horft í bolla, farið eftir leiðbeiningum ömmu og rýnt í það sem ég sé. Bollinn á að snúa ákveðinn hátt og maður les í ákveðinn hring, eftir því sem maður les lengra, því lengra horfir maður inn í framtíðina. Þarna eru svo til- tekin tákn sem maður leitar eftir og merkja ákveðna hluti, hringur í botni bollans táknar trúlofun eða giftingu, fósturlaga blettur merkir að barn sé á leiðinni. Þarna eru því sömu hlutir í gangi, tákn og fyrirboðar.“ n Lóa Á Íslandi er lóan vorboði og tákn þess að sumarið sé í nánd og það hefur löngum þótt ólansmerki að drepa lóur. n Öllum stórhríðum er lokið þegar lóan er komin. n Þegar lóan syngur „dýrðin, dýrðin“ fyrst á vorin veit það á gott en tísti hún fyrst „óhú, óhú“ má búast við vondu veðri. n Setjist lóur í stórum hópum á tún á haustin er það fyrirboði um rigningu og hret. n Safnist lóur saman í fjöru boða þær votviðri en leiti þær til fjalla verður kalt. n Það er von á rigningu setjist lóur í hópum í slægju en séu þær í móum eða aurum er von á þurrki. n Á Bretlandseyjum er sagt að hafi menn ekki peninga í vasanum þegar þeir heyra fyrst í lóunni á vorin verði þeir blankir það sem eftir er ársins. n Ef lóan í Noregi syngur „plít, plít“ boðar hún milt og gott veður en tísti hún „utíuh, utíuh“ er von á rigningu eða snjókomu. „Þegar maður fer að rekja upp- runa þessara tákna þá endar maður mjög oft hjá Forn-Grikkj- um, Egyptum eða enn fyrr. Ragnar leikur í Volksbühne Frumsýndi nýtt sviðsverk á fimmtudagskvöld R agnar Kjartansson leikur eitt þriggja aðalhlutverka í nýjasta sviðs- verki sínu, Raw Salon: Ein Rohspi- el, sem var frumsýnt á fimmtudagskvöld í Volksbühne-leikhúsinu í Berlín í Þýskalandi. Ragnar leikstýrir einnig verkinu sem er skrifað sérstaklega fyrir hann af kanadíska skáldinu og fornfræðingnum Anne Carson. Samkvæmt kynningu virðist verkið sýna þrjá listamenn í sam- ræðu og samdrykkju á svokölluðu „salon“, kvöldmatarboði á heim- ili vel stæðrar fyrirmanneskju. Eins og oft áður í verk- um Ragnars er megin- viðfangsefnið sagt vera endurtekningin. Verk- ið sem er fimm klukku- stundir verður aðeins sýnt þrisvar sinnum í leikhúsinu. Áður hefur Ragn- ar unnið sviðsverkin Kraftbirtingarhljómur guðdómsins og Stríð fyrir þetta framsækna leikhús í Berlín, en í því fyrrnefnda var enginn leikari á sviðinu og því síðarnefnda aðeins einn. n Úr listheiminum Ein mikilvægasta myndlistarsýning heims E in mikilvægasta myndlistar- sýning heims, fimmæringurinn Documenta, hefst um helgina í Aþenu í Grikklandi, en þetta er í fjórtánda skipti sem sýningin er haldin frá árinu 1955. Þar til nú hefur hátíðin ávallt verið haldin í borginni Kassel í Þýskalandi en í fyrsta skipti hefur verið brugðið á það ráð að skipta hátíðinni í tvennt, fyrri hlut- inn fer því fram í Aþenu en sá síðari hefst í Kassel í júní og stendur yfir í þrjá mánuði. Hinn pólski sýningarstjóri há- tíðarinnar, Adam Szymczyk, hefur sagt tilganginn með nýjunginni vera að nýta menninguna til að beina sjónum að efnahags- og flóttamanna- krísunni sem riðið hefur yfir Evrópu að undanförnu og sérstaklega krist- allast í Grikklandi. Hann hefur sagst vilja nota hátíðina til að endurskoða og jafnvel færa til valdajafnvægið í Evrópu. 160 listamenn taka þátt í sýn- ingunni sem nefnist „Learning from Athens“ og fer fram á 40 sýningarstöð- um víðs vegar í Aþenu, en stærsta sýn- ing borgarinnar verður í Þjóðarsafni Grikklands fyrir nútímalist (EMST). n Documenta 14 opnuð í Aþenu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.