Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2017, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2017, Blaðsíða 8
Helgarblað 7.–10. apríl 20178 Fréttir Unnusti Sigrúnar Ástu fær ekki viðurkennt faðerni látinnar dóttur þeirra A ð jarða barnið sitt er eitthvað sem við óskum ekki okkar verstu óvinum. Það fá engin orð lýst þeirri sorg sem við höfum upplifað. Tímabilið eftir fæðinguna var eins og í móðu en ég er fegin að hafa ekki fengið fregnir af þessu óréttlæti þá. Það hefði eflaust orðið okkur um megn,“ segir Sigrún Ásta Brynjarsdóttir í samtali við DV. Dóttir Sigrúnar Ástu og unnusta henn- ar fæddist andvana í byrjun mars. Þar sem að parið unga var ekki skráð formlega í sambúð þá fæst ekki viður- kennt að unnusti Sigrúnar Ástu sé fað- ir barnsins. Afleiðingarnar eru þær að hinn syrgjandi faðir fékk synjun úr fæðingarorlofssjóði og var þannig þvingaður aftur út á vinnumarkað. Látin í móðurkviði Þann 28. febrúar, aðeins viku fyrir settan dag, fengu Sigrún Ásta og unnusti hennar þær fregnir að dóttir þeirra, Emma, væri látin í móðurkviði. „Hún fæddist síðan 2. mars og það var afar erfið upplifun,“ segir Sigrún Ásta. Í stað þess að njóta þess að kynnast sínu fyrsta barni þurfti parið unga að skipuleggja útför þess. Að mörgum formsatriðum var að hyggja og daginn eftir, þann 3. mars, fóru þau á skrifstofu sýslumannsins í Borgarnesi þar sem að þau sóttust eftir því að fá faðerni barnsins viður- kennt. Síðan sóttu þau um í Fæðinga- orlofssjóði. Nokkrum vikum síðar, þegar útför Emmu var afstaðin, þá barst synjun frá báðum stofnunum. Sigrún Ásta og unnusti hennar voru ekki skráð í sambúð og á því byggðist niðurstaðan. Ekkert til um slík tilvik í lögum „Það stendur ekkert í lögum um til- vik sem þetta, enda byggist til dæmis synjun Þjóðskrár á mati stofnunar- innar. Ef dóttir okkar hefði fæðst og lifað í nokkrar klukkustundir þá hefði þetta farið í gegn. Maður upp- lifir því að líf hennar sé minna virði af því að hún var látin þegar hún fæddist,“ segir Sigrún Ásta. Að hennar mati eru hún og unnusti hennar fórnarlömb aug- ljósrar holu í kerfinu. „Það er afar sárt að það bitni á manninum mín- um með þessum hætti. Ég fæ greitt fæðingarorlof en ekki hann og það er ekki jafnrétti. Ég skil í raun ekki að stofnunin hafi í sér að synja um- sókninni, er ekki nógu mikið á okkur lagt?“ spyr hún. Hún og unnusti hennar hafa kært úrskurð Þjóðskrár til innan- ríkisráðuneytisins og hyggst gera það sama við úrskurð Fæðingaror- lofssjóðs. „Þetta er prinsippmál að mínu mati. Ég held að flestir geti verið sammála um að þetta er hróp- legt óréttlæti. Ég vona að við náum að knýja í gegn breytingar þannig að engin annar þurfi að upplifa þetta,“ segir Sigrún Ásta. Hafði ekki flutt lögheimilið Unnusti Sigrúnar Ástu á íbúð sem þau voru að standsetja meðan á með- göngunni stóð. Ætlunin var að fjöl- skyldan litla flytti þangað inn fljótlega eftir fæðinguna. „Ég var ekki búinn að færa lögheimili mitt þangað og það skapar þessi vandræði. Við fengum þær upplýsingar að ef við hefðum gert einhverjar aðrar ráðstafanir varðandi faðerni barnsins þá hefðu umsókn- irnar farið í gegn. Í fyrra reyndi ég að skrá sameiginlega forsjá fyrirfram en fékk þær upplýsingar að það væri ekki hægt. Það virðist ekki skipta neinu máli nú,“ segir hún. Ómetanleg fjölskylda og vinir Ættingjar og vinir parsins hafa staðið þétt við bak þeirra eftir að áfallið reið yfir. Ástvinirnir settu af stað söfnun fyrir unga parið á þessum erfiðu tím- um. Liður í því er hlutavelta þar sem fjölmargir glæsilegir vinningar eru í boði. Allur ágóðinn rennur óskiptur til Sigrúnar Ástu og unnusta hennar. „Okkur finnst meira en nóg um það sem þau hafa þurft að ganga í gegnum þó svo þau þurfi ekki að rjúka strax í vinnu eða hafa fjárhagsáhyggjur líka,“ segir á Facebook-síðu viðburðarins. „Í þessu erfiða ferli höfum við verið minnt á hvað við eigum ótrúlega góða að. Það hafa allir okkar nánustu vinir og ættingjar verið tilbúnir að gera allt fyrir okkur. Við erum afar þakklát fyrir það,“ segir Sigrún Ásta. n Sigrún Ásta Brynjars- dóttir„ Ég vona að við náum að knýja í gegn breytingar þannig að engin annar þurfi að upplifa þetta. n Afleiðingin er sú að hann fær ekki fæðingarorlof og þar með tíma til að syrgja Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.