Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2017, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2017, Blaðsíða 20
Helgarblað 7.–10. apríl 2017 Heimilisfang Kringlan 4-12 4. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7000 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 20 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson • Fréttastjóri: Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Sigurvin Ólafsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Bara einhver Nú þegar aðeins eru tæpir fjórt- án mánuðir til næstu sveitar- stjórnarkosninga eru forsvars- menn flokkanna í Reykjavík farnir að ókyrrast verulega. Meðal þeirra eru áhrifamenn í Vinstri grænum sem leita nú logandi ljósi að frambærilegum kandídat til að leiða flokkinn í borgarstjórnarkosningunum sem fram eiga að fara 26. maí á næsta ári. Vinstri græn horfa til þess að oddviti flokksins hljóti að vera borgarstjóraefni þar eð fylgi flokksins, á landsvísu og í Reykjavík, gefi tilefni til að ætla að flokkurinn fái fimmtungs- eða fjórðungsfylgi í borginni, sé vel haldið á spöðunum. Það muni hins vegar aldrei ger- ast með núverandi oddvita, Líf Magneudóttur, sem efsta mann á lista. Þá sé ekki um auðugri garð að gresja þegar horft sé niður listann. Sagan segir að framá- mönnum flokksins sé slétt sama um hvort viðkomandi kandídat sé meðlimur í flokknum eða ekki, bara að einhver öflugur fá- ist til verksins. Sirrý sögð áhugasöm Vandræðagangurinn er hins vegar ekki einskorðaður við Vinstri græn heldur hafa bæði Framsóknarmenn og Sjálfstæðis menn verulegar áhyggjur af stöðu mála inn- an sinna raða. Sjálfstæðismenn hafa raunar glímt við oddvita- vandræða um langt skeið. Halldór Halldórsson sem kom að vestan til að rífa upp borg- arstjórnarflokkinn hefur ekki reynst sá bjargvættur sem vonir stóðu til að hann yrði flokknum og ekki þykja næstu menn á list- um, Kjartan Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir eða Marta Guðjóns- dóttir líkleg til afreka. Því er lík- legt að einn ganginn enn verði reynt að sækja einhvern utan- aðkomandi til starfans. Nafn Gunnars Einarssonar, bæjarstjóra í Garðabæ, hefur verið nefnt í þeim efnum. Nýjasta nafnið sem heyrst hefur hvað varðar áhuga á oddvitasætinu er hins vegar Sirrý Hallgrímsdóttir, fyrrverandi að- stoðarkona Illuga Gunnarssonar í menntamálaráðuneytinu. Ekki er ljóst hvað flokksforystunni þykir um þær hugmyndir. Það þarf ekki meira en eitt högg Friðrik Smári Björgvinsson um óhugnanlegt ofbeldi íslenskra ungmenna. – DV Þú verður að taka þig saman í andlitinu Kári Stefánsson með skýr skilaboð til Bjarna Benediktssonar. – Fréttablaðið Hann var fyrst og fremst mjög hræddur Faðir Ísaks Loga sem var bjargað úr sjónum í höfninni í Garði. – DV Á meðan amma mín sat hjá mér og las mig í svefn með sitt silfurgráa hár bundið í fléttu, sjal yfir herðarnar og í kjól sem var sprunginn út í blóm- um og hvíslaði Ævintýraeyjunni með sinni fögru röddu lá pabbi góðrar vinkonu minnar uppi í rúmi hjá dóttur sinni og nauðg- aði henni. Hann nauðgaði barninu sínu í mörg ár. Þessi vinkona mín er dáin. Hún framdi sjálfsmorð. Hún reyndi að drekkja minningunum í brennivíni, síðar dópi. Ekkert gekk. Minningarnar flutu alltaf upp á yfir- borðið og vöfðu sig að lokum utan um hana og þegar þær loks sukku tóku þær hana með niður í djúpið. Líklega mun einhver halda því fram að DV sé að birta drottningar- viðtal við barnaníðing þegar hann flettir þessu tölublaði DV. Það er fjarri lagi. Barnaníðingurinn mun hata þessa umfjöllun. Reiðast. Öskra. Berja í borðið svo músin sem býr á bak við örbylgjuofninn í húsi hans mun hrökkva í kút. Á þessari stundu, sem þú ert að lesa þessi orð, þá er Gunnar Jakobs- son dæmdur barnaníðingur örugg- lega fyrir löngu búinn að hringja í mig og hrópa í símann. Gunnar vill vera í felum. Hann vill ekki að þú vitir hvernig hann lítur út, ekki leita sér hjálpar. Og yfirvöld gera ekkert. Á dögunum fékk hann skilorð fyrir vörslu á rúmlega fjörutíu þúsund barnaníðsmyndum og um fimm hundruð hreyfimyndum. Með því að benda á Gunnar, segja sögu hans, bendum við á aðra líka, það sem þarf að laga í samfé- laginu. Því menn sem eru haldn- ir barnagirnd telja oft að þeir séu ekki að gera nokkuð rangt og kenna jafnvel barninu um. Barninu sem þeir eru búnir að skemma. Barninu sem seinna á eftir að ánetjast fíkni- efnum. Barninu sem er komið svo langt niður í myrkrið að það ratar ekki til baka. Faðir vinkonu minnar játaði aldrei ofbeldið. Leitaði sér aldrei aðstoðar. Hann gerði ekkert rangt. Hann bar kistuna út úr kirkjunni og lýsti því yfir í erfidrykkjunni hve rammur af afli alkóhólisminn væri. Hvernig fíknin færi með fólk og átt- aði sig ekki á að dóttir hans hafði flúið minningarnar út í bílskúr og hengt sig. Barnaníðingar átta sig heldur ekki á að barnið sem er beitt kyn- ferðisofbeldi deyr kannski ekki þessa kvöldstund sem þeir níðast á því þegar enginn sér til. En af- leiðingarnar eru rosalegar. Þær sjást til dæmis á löngum biðlistum eftir plássi á geðdeildum fyrir börn og unglinga. Æskuvinur minn skrifaði opið bréf árið 2015 til að greina frá af- leiðingum kynferðisofbeldis á ung- lingsárum. Þar sagði hann: „Ég hef barist við fíknina. Mamma hefur reynt sjálfsmorð oft- ar en einu sinni. Þá var mér strítt fyrir að vera beittur kynferðisof- beldi af karlmanni. Stundum var reiðin að gera út af við mig og mér fannst samfélagið hafa brugðist mér. Réttara sagt: Samfélagið brást mér. Ég veit líka að sumir sigrast á misnotkun og lifa eðlilegu lífi. Ná að komast yfir áfallið. Fíknina. Það er gott. Mér hefur ekki tekist það.“ Hans barátta stendur enn yfir. En það er von. Ég hef sjálfur ferð- ast langt ofan í myrkrið og villst af leið. Mér tókst að rata til baka með hjálp góðs fólks eitt þungt skref í einu. Og á meðan vonin er til stað- ar er nauðsynlegt að fjalla um barna- níðinga. Í DV í vikunni greindum við frá ársskýrslu Stígamóta fyrir árið 2016 sem dregur upp dökka mynd af stöðu mála þegar kemur að kynferð- isbrotum hér á landi. Aldrei frá árinu 1992 hafa fleiri leitað til Stígamóta. Við munum ekki hika við að segja sögur níðinga, hvernig þeir reyna að fela sig og hvaða af- leiðingar það hefur, og um leið benda á að yfirvöld eru að bregðast börnum og foreldrum. Ef við gerð- um það ekki værum við að bregðast hlutverki okkar. Í dag er framið meira en eitt kyn- ferðisbrot á dag og þetta er orðið gott. n Stelpan sem níðingurinn drap Myndin Í slipp Þau eru margvísleg verkin í slippnum. Hér er verið að undirbúa málningarvinnu á togaranum Páli Jónssyni frá Grindavík. Mynd SIGtryGGur ArI Leiðari Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@dv.is „Því menn sem eru haldnir barnagirnd telja oft að þeir séu ekki að gera nokkuð rangt og kenna jafnvel barninu um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.