Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2017, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2017, Blaðsíða 2
Helgarblað 7.–10. apríl 20172 Fréttir Á rlega framleiða íslenskar sæl­ gætisgerðir mörg tonn af páskaeggjum í ótal stærðum og gerðum í von um að hafa fundið blönduna sem freistar Íslendinga nóg til að veðja á þeirra framleiðslu. Nú þegar páskaeggjaver­ tíðin stendur sem hæst í aðdraganda páskanna eru verslanir smekkfullar upp í rjáfur með stæðum af súkkulað­ ipáskaeggjum sem að sjálfsögðu eru ómissandi liður í páska­ hátíðinni jafnt hjá ungum sem öldnum. En skiljanlega seljast ekki öll þessi ósköp af nammifylltum súkkulaði­ eggjum fyrir páskana. Hver verða þá örlög þeirra eggja sem eftir sitja í hillunum? DV leitaði svara við þeirri spurningu hjá sælgætisframleið­ endunum þremur, Góu, Nóa Síríus og Freyju. Allir eiga framleiðendurnir það sam­ eiginlegt að gera vel ígrund­ aðar framleiðsluáætlanir sem miða að því að hámarka nýtingu og lágmarka förgun. Ljóst er hins vegar að ruslagámur­ inn bíður margra óseldra eggja, þótt undantekn­ ingar séu þar á. Reynt að endurnýta Hjá Freyju fengust þau svör að allt sem hægt er að endurnýta sé endurnýtt. „Öðru sem ekki er hægt að endur­ nýta er fleygt. Af umhverfissjónar­ miðum og til að minnka matarsóun reynum við að henda sem minnstu en af hreinlætis og gæðasjónarmið­ um neyðumst við til að henda öðru. Framleiðsluáætlanir eru vel ígrund­ aðar og ávallt hugsaðar þannig að rýrnun og förgun sé í algjöru lág­ marki.“ Verkefnið er augljóslega ærið enda fengust þær upplýsingar að ef með eru talin litlu páskaeggin í ál­ pappírnum þá framleiði fyrirtækið hundruð þúsunda páskaeggja fyrir þessa páska. Reyna að gefa til góðra málefna Nói Síríus notar spá­ og áætlanakerfi til að áætla sölu sína niður á hverja verslun auk þess sem sölustjórar fyrirtækisins fylgjast grannt með stöðunni, að því er fram kemur í svari fyrir­ tækisins. „Mark­ mið okkar er að allar verslanir fái nægt magn til að fullnægja söluþörf án þess að hafa of mikið á lager.“ Þetta lágmarki það magn sem verði eftir í verslunum að loknum páskum og í flestum tilfellum taki Nói Síríus óseld egg til baka. En litið sé svo á að endurvinnsla sé ekki möguleiki. „Það liggur í hlutarins eðli að endurvinnsla er hvorki möguleg né hagkvæm. Varðandi magnið [sem ekki selst] þá er það breytilegt frá ári til árs en það er lítið hlutfall af því magni sem við seljum. Þar sem við viljum forðast matarsóun þá reyn­ um við að selja eða gefa til góðra mál­ efna það sem út af stendur frekar en að henda því í ruslið. Við þurfum því miður að henda einhverju sem er þá opið, rifið eða þess háttar en magnið er óverulegt.“ Góa fargar engu Þótt aðrir framleiðendur telji endur­ vinnslu ekki mögulega þá vekur athygli að annað er uppi á teningnum hjá Góu. Þar fengust þau hnitmiðuðu svör að fyrirtækið taki við öllum eggj­ unum sem ekki seljist í búðunum. „Við endurvinnum þau – engu fargað.“ nRéðst á fyrrverandi kærustu sína Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í vikunni karlmann á fimmtugsaldri í 90 daga fangelsi fyrir líkamsárás og akstur undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa, þann 29. nóvember síðastliðinn, ráðist á fyrrverandi kærustu sína með of­ beldi. Samkvæmt ákæru tók hann hana hálstaki þannig að hún missti andann og leið út af, sló hana með krepptum hnefa í and­ litið, reif í hár hennar og kastaði henni utan í vegg og spark­ aði í læri hennar. Konan hlaut þónokkra áverka. Maðurinn var einnig ákærður fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og sviptur öku­ réttindum. Hann mætti ekki við þing­ festingu málsins og var hann því dæmdur samkvæmt ákæru. 60 dagar af fangelsisdómnum eru skilorðsbundnir. Fóru aukahring um landið til að sjá Dettifoss Tveir bandarískir ferðamenn komu örþreyttir að tjaldstæði á Laugum í Þingeyjarsveit á mið­ vikudagskvöld. Það væri ekki frá­ sögu færandi nema fyrir þá stað­ reynd að mennirnir lögðu 1.300 kílómetra langa lykkju á leið sína til þess að berja eitt helsta nátt­ úruundur svæðisins augum – Dettifoss. Greint var frá málinu á þing­ eyska fréttmiðlinum 641.is. Þar er vísað í skemmtilega frásögn Að­ alsteins Más Þorsteinssonar, sem rekur tjaldstæði Lífsmótunar að Laugum. „Í fyrradag [þriðjudag] komu þeir að lokun á þjóðvegi 1 fyrir austan enda var bálhvasst á Möðrudalsöræfunum og skyggni lítið sem ekkert. Þar sem ein rúta hafði farið út af og tvær lent í smá óhappi voru lokunarpóstar mannaðir til þess að tryggja að enginn héldi á öræfin,“ segir Að­ alsteinn. Aðalsteinn segist ekki vita hvaða upplýsingar ferðalangarn­ ir fengu um lengd þess tíma sem lokunin stæði yfir. Ef þeir hafi fengið einhverjar upplýsingar þá hafi þær verið heldur ónákvæmar. Í stað þess að bíða eftir að veðrinu slotaði og þjóðvegur­ inn yrði opnaður aftur þá sneru ferðalangarnir einfaldlega við keyrðu „hina leiðina“ að Detti­ fossi. „Þessir tveir sem komu á tjaldsvæðið í gærkveldi höfðu brugðið á það ráð að keyra ein­ faldlega hringinn í kringum landið og óku því u.þ.b. 1.300 km aukalega til að geta haldið ferð sinni áfram og séð Detti­ foss. Aðspurðir voru þeir ánægðir með að hafa séð fossinn en þeir voru þreyttir, fóru snemma að sofa í gærkveldi og sváfu lengi í morgun,“ skrifar Aðalsteinn. G uðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, fagnar mjög af­ dráttarlausum svörum Þor­ steins Víglundssonar, fé­ lags­ og jafnréttismálaráðherra, um þjóðarátak gegn nauðgunum og kynferðisofbeldi. Guðrún kallaði eftir slíku átaki í frétt DV síðastliðinn þriðjudag þar sem lýsti því yfir að nú væri nóg komið. Þorsteinn tók í sömu frétt undir með Guðrúnu, og sagðist tilbúinn að stíga fram og taka forystu í þeim efnum. „Ég var að lýsa því að það væri þörf á þjóðarátaki, án þess að við hjá Stíga­ mótum eða ég persónulega myndi leiða það. Ég fagna því þess vegna mjög hvernig Þorsteinn tekur í þetta og við viljum gjarnan eiga samstarf við hann og aðra um slíkt átak,“ segir Guðrún. Hún bætir því við að víð­ tækri samstöðu þurfi að ná um átak af þessu tagi, á mörgum vígstöðvum og með aðkomu margra aðila. „Ég fagna því, eins og ég segi, viðbrögðum Þor­ steins og hlakka til að sjá hvernig hann mun taka á þessu máli.“ Guðrún segir að Þorsteinn hafi boðið henni á fund skömmu eftir að hann settist í ráðherrastól. „Mér þótti það vel gert, hann var augljós­ lega tilbúinn að hlusta á okkur. Síð­ an þá hef ég boðið honum til okkar í heimsókn sem hann þáði. Það hefur ekki enn orðið af þeirri heimsókn en hún stendur fyrir dyrum á næstunni. Þetta er væntanlega eitt af því sem við munum ræða við hann þá, átak sem þetta og aðkoma aðila að því.“ Hvað varðar viðbrögð hinna ráð­ herrana þriggja segir Guðrún að þau séu ekki jafn afdráttarlaus og Þor­ steins en það sé þó hægt að greina í þeim jákvæðar línur. Efndir þurfi hins vegar að fylgja orðum. „Sýnið mér fjármagnið og mannaflann og þá skal ég klappa. Við fögnum því alltaf þegar við náum eyrum fólks og ráðamanna og það er tilbúið að starfa með okkur.“ n freyr@dv.is Fagnar svörum ráðherra Talskona Stígamóta vill eiga samstarf við félagsmálaráðherra um átak gegn nauðgunum Þorsteinn til forystu Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráð- herra, er tilbúinn til forystu í þjóðarátaki gegn nauðgunum og kynferðisbrotum. Talskona Stígamóta fagnar yfirlýsingu Þorsteins. Mynd SiGtRyGGuR ARi Guðrún Jónsdóttir Hvað verður um öll eggin sem ekki seljast? n Ruslagámurinn bíður margra eftir páska n Önnur fá annað tækifæri eða nýtt líf n Framleiðendur reyna að lágmarka sóun„Þar sem við viljum forðast matar­ sóun þá reynum við að selja eða gefa til góðra málefna. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is M y n d S iG tR y G G u R A R i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.