Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2017, Blaðsíða 40
Helgarblað 7.–10. apríl 201736 Menning
Á
meðan stór hluti þjóðarinnar
sat límdur fyrir framan sjón-
varpið og horfði á Svölu
Björgvinsdóttur tryggja sér
sigur í lokakeppni Söngva-
keppni sjónvarpsins var pönksveitin
Dead Herring að merja hljóðhimnur
nokkurra heppinna tónleikagesta á
gangi skrifstofuhúsnæðis í miðborg
Reykjavíkur.
Tónlist sveitarinnar sveiflast frá
því að vera hratt og ofbeldisfullt
harðkjarnapönk og yfir í þungt og
illilegt leðjurokk. Undir kraftmiklum
trommuslætti og gítarleik öskrar og
urrar söngkonan Ylfa Þöll, hopp-
ar um gólfið og hleypur á áhorfend-
ur – meðal annars á blaðamann sem
dettur á innrammaða mynd og brýt-
ur glerið með olnboganum.
Sem sagt, Dead Herring: 12 stig.
Var komin með leiða á gjörningum
Dead Herring var stofnuð í lok síð-
asta sumars af Ægi Þór Bjarnasyni
trommuleikara, sem einnig lemur
húðir í hljómsveitinni World Narcosis,
og Kristjáni Sigurðarsyni gítarleikara,
en þeir tveir hafa áður spilað saman
í Klikk. Í nóvember bættist svo söng-
konan Ylfa Þöll Ólafsdóttir í hópinn.
Þetta er frumraun hennar á rokk-
sviðinu en bakgrunnur hennar er fyrst
og fremst í mynd- og gjörningalist.
Ægir: „Við Kristján vorum komn-
ir með þetta hljómsveitarnafn í
fyrravor en við vissum ekkert hvernig
hljómsveit þetta yrði. Svo fann ég að
mig langaði að fara að spila hratt og
stutt. Við Kristján byrjuðum að æfa
í ágúst og Ylfa bættist við um miðj-
an nóvember. Við fengum hana til
að vera með því við kunnum ekki að
syngja.“
Ylfa: „Ég hef þekkt Ægi frá
því að við vorum unglingar, við
hittumst oft á þungarokktón-
leikum og svona. Þeim datt í hug
að ég gæti öskrað vegna þess að
ég hafði verið að gera einhverja
gjörninga og vitleysu.“
Ægir: „Já, og okkur grunaði
að hún hefði orku – sem hún
hefur líka sýnt.“
Ylfa: „Þetta er alveg full-
komið fyrir mig. Ég var komin
með svolítinn leiða á gjörn-
ingum og langaði að fá að
vera agressífari. Þannig að
þetta hentaði mér mjög vel.“
Eimað rokk
Nokkrum vikum eftir að æfingar
hófust voru þau búin að semja, taka
upp og koma út sex laga kasettu með
hrárri hardkor-pönktónlist upp-
fullri af áfergju og frummannlegri
agressjón.
Ægir: „Ég vildi að þetta yrði
hljómsveit sem myndi vinna hratt og
ekki flækja hlutina of mikið. Við tók-
um þetta því upp á einhverjum 20
mínútum á æfingu og settum beint
inn á netið. Svo spurði Þórir Georg
[Jónsson tónlistarmaður] okkur
hvort hann mætti gefa þetta út á
kasettu í nokkrum eintökum – og við
slógum hendinni ekki á móti því.“
Á netinu hafa þau skilgreint
tónlistina sem „Powerviolence“,
en hugtakið er notað um sérstak-
lega háværa, hraða og hráa undir-
grein harðkjarnapönks. Þau segjast
hins vegar ekki vilja afmarka sig við
ákveðna stefnu.
Ægir: Ef við semjum lög sem
eru allt öðruvísi en okkur finnst
skemmtileg þá gerir það ekkert til.
Hugmyndin er fyrst og fremst að
reyna að hafa þetta hnitmiðað … eða
ekki. Fyrir utan eitt sjö mínútna lag
eru flest lögin okkar mjög stutt.“
Kristján: „Mig minnir að það hafi
verið Steinunn Eldflaug [úr hljóm-
sveitinni DJ Flugvél og Geimskip]
sem hafi talað um það eftir tónleika
með okkur að henni fyndist þetta
vera eins og algjörlega eimað rokk,
það væri ekkert eftir nema innsti
kjarninn af rokkinu.“
Ægir: „Já, eins og við hefðum
tekið rokktónlistina og algjörlega
berstrípað hana.“
Þið hafði meira að segja eim-
að bassann burt – er
enginn skortur á ba-
ssatónum?
Ægir: „Nei … við
höfum afþakkað boð
frá fólki um að spila
með okkur á bassa. Það
er miklu auðveldara að
gera hlutina hratt þegar
við erum bara þrjú – ég
hef verið allt of lengi í
hljómsveitum sem hef-
ur verið erfitt að halda
gangandi og erfitt að
finna tíma þar sem allir
eru lausir. Eftir því sem
við erum færri því auð-
veldara er það.“
20 lög á mánuði
Frá útgáfu Tuna in
Trouble hefur hljóm-
sveitin verið upptekin
við að semja nýja tónlist og Ylfa segir
hlæjandi frá því að búið sé að semja
í kringum 20 lög á nokkrum vikum.
Kristján: „Þetta eru auðvitað ekki
mjög margar mínútur af efni, en
þetta hefur komið mjög spontant.“
Ægir: „Við vorum að semja eitt
til þrjú lög á hverri æfingu í nokkrar
vikur. Við ætlum að taka þessi lög
upp sem fyrst, en það verða samt að-
eins betur unnar upptökur en þær
síðustu. Planið var að gefa þetta út á
sjötommu vínylplötu en nú erum við
bara komin með svo mikið af geggj-
uðum lögum þannig að hún þarf að
vera aðeins stærri. Við stefnum á að
koma plötunni í framleiðslu í maí og
vonum að hún komi þá út í júní eða
júlí.“
Ylfa: „Og hún mun heita,
Drowned in Rock!“
Vantar fastan punkt
fyrir pönkið
Meðlimir Dead Herring segja
að stefnan í vor og sumar sé að
vera virkir í að halda tónleika á
óhefðbundnum tónleikastöðum,
en það sé áþreifanlegur skortur á
tónleikastöðum fyrir þungarokk í
Reykjavík.
Ægir: „Dillon vill ekki lengur vera
með pönktónleika. Þeir vilja frekar
vera með túristavænt koverrokk en
svona mikil læti. Svo nennum við ekki
að spila endalaust á Gauknum. En
þegar við gerum það reynum við auð-
vitað að gera það að einhverju sem
okkur sjálfum finnst skemmtilegt.
Við ætlum til dæmist alltaf að spila á
gólfinu. Ef við getum komist hjá því
ætlum við aldrei að spila á sviði.“
Hefur þessi skortur á tónleika-
stöðum áhrif á virkni pönksenunnar.
Hvernig er staðan á henni núna?
Kristján: „Það er heilmikið að
gerast, fjöldi fólks að gera pönk
og ýmis legt – en við þekkjum það
kannski ekki allt. En jú, þetta er
vandamál.“
Ylfa: „Það er enginn fastur punkt-
ur, eða kjarni, eins og Kaffi Hljóma-
lind var fyrir nokkrum árum.“
Ægir: „Senan er svolítið dreifð
núna. Það eru nokkrir mismunandi
hópar að gera sína hluti, hálfgerð koll-
efktíf, en þau skarast ekkert voðalega
mikið. Það eru einstaka krossover-
bönd sem halda tónleika og fá alla
með, en oftast eru það bara afmark-
aðir hópar: „blakkmetaltónleikar“,
„PBP-pönktónleikar“, „hardkortón-
leikar“ með þessu tiltekna krúi,“ eða
eitthvað. Það er enginn staður eins og
Hljómalind sem var samastaður fyr-
ir allt þetta. Í mörg ár hef ég verið að
leita að einhverjum slíkum stað sem
er opinn fólki á öllum aldri, getur náð
til ólíkra hópa og leyft þeim að skar-
ast. Það hefur verið draumur okkar
sem stöndum að tónlistarhátíðinni
Norðanpaunk að finna og halda úti
svoleiðis tónleikarými í Reykjavík.“
Kristján: „Þetta er svo lítil sena
hér í Reykjavík að um leið og bylgj-
an minnkar örlítið eru hún bara orðin
pinkulítil.“
Ylfa: „En það er nýtt góðæri. Þá
kemur pönkið alltaf sem andsvar.“ n
Pönkhljómsveitin Dead Herring sendi frá
sér hráa og agressífa frumraun á kasettu
Í innsta kjarna rokksins
„Það er heil-
mikið að
gerast, fjöldi fólks
að gera pönk og
ýmis legt – en
við þekkjum það
kannski ekki allt.
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
m
y
n
D
S
iG
tr
y
G
G
u
r
A
r
i