Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2017, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2017, Blaðsíða 19
Helgarblað 7.–10. apríl 2017 Umræða 19„Hafi þetta virki- lega verið svona, þá hlýtur það að vekja upp ótal óþægilegar spurningar, til dæmis um þá menn, sem flestir hafa líklega haldið vera grand- vara, menntaða og rétt- sýna, og skipuðu helstu dómstóla landsins, auk yfirmanna lögreglunnar. legri en það sem ungu mennirnir voru dæmdir fyrir, þó ekki væri nema vegna þess að fórnarlömbin voru fleiri. Í umræðunum um GG-mál- in undanfarna áratugi hafa margir orðið til að koma sakborningum til varna, vitna um kynni sín af þeim og fullyrða að þannig fólk fremdi ekki ofbeldisglæpi, en nú hlýtur mað- ur að fara að spyrja sig að því hvort lögmenn og dómarar þeir sem hér áttu hlut að máli eigi sér ekki líka einhverja formælendur; hvort vinir, samstarfsmenn eða ættingjar þeirra muni ekki reyna að bregða fyrir þá skildi þegar þeir eru ásakaðir um vís- vitandi og vítaverða stórglæpi. Langlífar ráðgátur Þegar nú formlegum málaferlum lýkur senn, og þá með sýknudómum ef að líkum lætur, þá mun þetta mál samt halda áfram að verða mönn- um ráðgáta, og þá ekki eingöngu vegna þeirra áleitnu spurninga sem ég hef nú þegar nefnt. Sjálfur hef ég lengi verið upptekinn af voðaverkum sem framin voru á Sturlungaöld, fyr- ir 700–800 árum, þannig að liðnu á sama hátt má búast við að GG-málin verði mönnum enn efni til heilabrota að mörgum öldum liðnum. Muni nú skrásetjarar og skáldsagnahöfundar framtíðar leggja sig fram um að skilja ýmsa þætti málanna, fá í þau rök- réttan eða sálfræðilega skiljanlegan botn, þá munu allar hinar fjölmörgu, mismunandi og oft ærið skrautlegu játningar sem þar fengust fram ör- ugglega valda töluverðum heilabrot- um. Það er kannski ekki svo flókið með það sem menn fengust til að segja og meðganga þegar allt of langt var liðið á glæpsamlega einangrun með tilheyrandi harðræði, en hitt er líka staðreynd að frá upphafi máls virðast játningar hafa streymt fram svo hindrunarlítið að hreinni furðu sætir. Þess er að gæta að þegar menn eru ásakaðir um morð, þá er játn- ing varla líkleg til að losa menn úr klemmunni, svo að hugboð þess sem ekki hefur lent í slíku er að menn hljóti að reyna í lengstu lög að bera af sér og þræta fyrir þannig upplogn- ar ásakanir. Ef við lítum á fyrra mál- ið, kennt við Guðmund, þá er það svo að eftir að fjórir menn eru settir í gæsluvarðhald og spurðir út í afdrif mannsins sem hvarf, þá eru þeir ör- skömmu síðar, samkvæmt undirrit- uðum skýrslum, allir búnir að segja sömu söguna – þá sem svo í megin- dráttum var dæmt eftir. Hjá þess- um fjórum gerist það í einu tilfelli eiginlega sama dag og hann er fyrst spurður, en annars einni til tveimur vikum eftir handtöku. Og þetta eiga svo sömu sakborningar eftir að endurtaka margoft á næstu vikum og mánuðum, bæði hjá lögreglu og sakadómi. Nú þegar skýrsla endur- upptökunefndar hefur svo eindreg- ið sýnt að þetta voru falskar játningar þá eru mikil firn að þær hafi yfirleitt fengist fram. Varla voru menn beitt- ir pyntingum, hótunum eða harð- ræði hjá Sakadómi Reykjavíkur? Eða hvað? Hér mætti nefna að þeir leik- menn, rithöfundar og blaðamenn sem mest hafa stúderað málin hafa bent á stórkostlega yfirsjón í dóms- rökstuðningi vegna vitnisburðar manns sem sagður var hafa verið kvaddur með bíl á morðstað til að keyra burtu með líkið. Hann með- gekk að hafa komið á bíl föður síns, sem hafi verið fólksbíll með far- angursrými að aftan, og hann minnt- ist þess í yfirheyrslu hvernig bíllinn seig þegar eitthvað þungt var lagt þar í skottið. Seinna kom í ljós að faðir mannsins átti ekki lengur umrædd- an bíl þegar atburðurinn átti að hafa gerst, heldur Volkswagen-bjöllu, þar sem er ekkert farangursrými að aftan, svo að lýsing mannsins gat ómögulega staðist. Og vissulega er þetta ein af furðum málsins. En hitt er ekki síður alger ráðgáta að maður- inn skyldi, sama dag og hann var fyrst tekinn til skýrslutöku, hafa gengist við þessum uppdiktaða líkflutningi, og síðan endurtekið það alls þrett- án sinnum næsta eina og hálfa árið, ýmist hjá lögreglu eða í sakadómi. Ég held að jafnvel rithöfundar með sál- fræðilega innsýn á borð við Fjodor Dostojevskí hefðu lent í erfiðleikum með að draga upp heillega mynd af svona löguðu. Hæstaréttardómur sem skáldskaparafrek Ég sagði áðan að eins og mál hafa þróast og eftir nýjustu skýrslur og rannsóknir þá hljóti eiginlega að hafa verið um að ræða víðtækt sam- særi með þátttöku manna á ýms- um stigum til að fremja þann gjörn- ing sem hér um ræðir og menn kalla dómsmorð. Lesi maður hins vegar þá þykku bók sem inniheldur hæsta- réttardómana í þessum málum, sem kveðnir voru upp árið 1980, þá hvarflar jafnframt að manni að eig- inlega hljóti að hafa verið einhver einn yfirhöfundur bak við þá fá- búlu alla; einhvers konar „masterm- ind“. Ég hef ekkert fyrir mér í þessu, og engan einstakling í huga, en hins vegar er sú saga sem sögð er í um- ræddri bók svo flókin, svo úthugsuð, útsmogin og samansúrruð að okkar bestu höfundar fyrr og síðar hefðu verið meira en fullsæmdir af. Og svo er hitt, hversu marga menn þurfti með í plottið svo það gengi upp. Eitt dæmi um slíkt, sem ég sítera hér eftir minni, kom upp þegar nýr sakborn- ingur var dreginn inn í málið, tíu mánuðum eftir að farið var að yfir- heyra hina. En samkvæmt dómnum leiddi vitnisburður nýja mannsins lögregluna á slóð sendiferðabíls sem á að hafa verið með í hinni frægu Keflavíkurför seinna mannshvarfs- ins. Í framhaldi af því á svo bíllinn að hafa fundist, og vitni sem hafði hann til umráða að hafa staðfest við yfir- heyrslu að hann hafi verið notaður í umrædda för þetta tiltekna kvöld. Og eigandi bílsins að hafa staðfest að annar maður hafi haft að honum lyklavöld og getað notað á kvöldin – sá sem talað var um hér að undan. Svo segir í dómnum að lögregla hafi tekið mynd af bílnum og sýnt nýja sakborningnum: Var það þessi bíll? En að þá hafi viðkomandi ekki ver- ið viss; sagt að hann minntist þess ekki að umræddur sendibíll hafi ver- ið með svarta stuðara, eins og sá á myndinni. Dómurinn segir einnig að þetta hafi verið borið undir eigand- ann, sem þá hafi sagt að hann hafi nýlega málað stuðarana svarta, því það hafi verið farnir að sjást á þeim ryðtaumar. Eiginlega er það pæling hvort eitt- hvert forlagið falist ekki eftir þessari bók, hæstaréttardómnum frá 1980, og gefi hana út sem skáldsögu. Hvernig tókst að vefja saman allri þessari þvælu í máli sem svo reyn- ist hafa verið uppspuni frá rótum, ja, eiginlega hefur þurft einhvers konar snilligáfu til. n epli Banani greip Ávaxtaðu betur H ö n n u n : I n g va r Ví ki n g ss o n www.avaxtabillinn.is • avaxtabillinn@avaxtabillinn.is • 517 0110 Gómsætir veislubakkar, sem lífga upp á öll tilefni. Er kannski heilsuátak framundan? Ávextir í áskrift kosta um 550 kr. á mann á viku og fyrirhöfn fyrirtækisins er engin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.