Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2017, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.2017, Blaðsíða 32
Helgarblað 7.–10. apríl 201728 Skrýtið Sakamál Á rið 1948 fæddist sveinbarn nokkuð í Toledo í Ohio í Bandaríkjunum. Sveinninn var skírður Bruce og eftirnafn hans var Davis, líkt og föður hans og móður. Nú Bruce þessi ólst upp í dreif- býli Fayette-sýslu í Georgíu og frekar varð skólaganga hans endaslepp á unglings árunum því hann sagði skilið við miðskóla um miðjan sjö- unda áratuginn. Flutti Bruce til Manhattan í von um að hasla sér völl sem söngvari en litlum sögum fer af afrekum á því sviði. Árið 1968 tókst honum að ljúka miðskólanum í kvöldskóla, en sem fyrr segir lét hvort tveggja frægð og frami bíða eftir sér, en eftir stóð ung- ur, bitur maður sem vart átti til hnífs og skeiðar. Hataði homma Áður en lengra er haldið er vert að nefna að þegar Bruce var þrettán ára sætti hann kynferðislegu ofbeldi og þaðan í frá lagði hann fæð á homma. Því fór svo, þegar fram liðu stundir og örvænting og örbirgð varð alls- ráðandi, að Bruce greip til þess ráðs að tæla samkynhneigða karlmenn og hafa af þeim fé og verðmæti. Manndráp og morð Í febrúar 1972 var Bruce handtekinn í Washington D.C. og ákærður fyrir morð á kaupsýslumanninum James Earl Hammer. Bruce var síðan sak- felldur fyrir manndráp og fékk fimm til fimmtán ára dóm fyrir vikið. En skömmu síðar tókst yfirvöldum í Illinois að færa sönnur á aðild Bruce að morði á presti nokkrum, Carlo Barlassina, sem hafði verið kyrktur á hótelherbergi í Chicago í júní 1971. Bruce var framseldur til Chicago í desember 1972 og við fyrri dóminn bættust 25 til 45 ár. Bruce afplánaði átta og hálft ár af fyrri dómnum í Indiana en árið 1979 var hann fluttur í ríkisfangelsi Illinois og þar var hann þangað til október 1982. Játningaflaumur Síðdegis 24. október var Bruce falið það verkefni að ganga frá nokkrum verkfærum í skúr í fangelsinu. Tók hann öxi traustataki, banaði fanga- verðinum, Joe Cushman, með höggi í höfuðið og flúði úr fangelsinu á bif- reið hans. Bifreiðin fannst yfirgefin næsta dag skammt frá borginni Christopher í Illinois, en Bruce lék hins vegar lausum hala til 31. október. Hann var gripinn glóðvolgur þegar hann reyndi að taka bíl ófrjálsri hendi í Smithers í Vestur-Virginíu. Þegar búið var að koma Bruce í varðhald á ný kjaftaði á honum hver tuska og eins og hendi væri veifað játaði hann á sig 32 morð, framin á árunum 1969 til 1971. Flest fórnarlambanna, að sögn Bruce, voru auðugir kaupsýslumenn sem Bruce hafði ginnt með fyrirheit- um um kynlíf, en síðan myrt sér til fjárhagslegs ábata og ánægju. Lífstíðardómur Á meðal fórnarlambanna voru átta frá Washington D.C. og fleiri úr út- hverfum borgarinnar, fimm frá New York og einhver frá Baltimore, Boston, Fort Lauderdale, Reno, Las Vegas, New Orleans, Los Angeles og San Juan í Púertó Ríkó. Yfirvöld í Illinois gátu staðfest að minnsta kosti fjögur morð vegna þess að Bruce bjó að meiri vitneskju um morðin en eðlilegt gat talist. Lögreglan í New York var „ nokkuð viss“ um að Bruce var sekur um morð á söngkennara að nafni Eric Tcherkezian sem hafði verið kyrktur í maí 1970. Um miðjan nóvember, 1982, var Bruce Davis fluttur til Illinois og tíu mánuðum síðar fékk hann lífstíðar- dóm fyrir morðið á Joe Cushman. n eldbakaðar eðal pizzur sími 577 3333 www.castello.is Dalvegi 2, 201 Kópavogi / Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði Chicago Tribune Frétt um eitt ódæða Bruce Davis. „Síðdegis 24. október komst Bruce með einum eða öðrum hætti yfir öxi, banaði fanga- verðinum Joe Cush man og flúði úr fangelsinu á bifreið Joe. Morð á Morð ofan n Myrti að eigin sögn yfir þrjátíu manns n Lagði fæð á samkynhneigða karlmenn Joe Cushman Fangavörður sem Bruce Davis varð að bana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.