Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2017, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2017, Blaðsíða 31
menning 31Vikublað 16.–18. maí 2017 Maður ætti að vera fáklæddur sem oftast og tala um þetta sem oftast: „Guð, hvað ég snöggörvast við að sjá þetta!“ eða eitthvað svoleiðis.“ The last kvöldmáltíð Lokaverkefni Kolfinnu úr Lista­ háskólanum vakti einnig athygli blaðamanns en það var handrit að leikriti sem nefndist „The last kvöld­ máltíð.“ Verkið gerist í náinni fram­ tíð þegar ein fjölskylda hefur lifað af heimsendi og þreyir þorrann inni­ lokuð í niðurníddri sundhöll Reykja­ víkur með sifjaspellum, þrælahaldi og algjörri úrkynjun tungumálsins. Kolfinna segir að sú einkennandi ísl­enska sem handritið er skrifað á hafi fæðst sem einkabrandari hennar og þáverandi kærasta þar sem þau töluðu ensku með íslenskum hreim og nokkrum íslenskum orðum. „Ég fór líka að fylgjast með litlu systur minni og vinum hennar sem tala eiginlega svona. Annað hvert orð er á ensku: „Are you not in the djók? Nei, ég er ekki að fara að do this!“. Mér finnst þetta ógeðslega fyndið og vildi skrifa heilt leikrit þar sem fólk talaði svona. Kannski tengist þetta vangaveltum um stöðu íslensk­ unnar. Ég velti því oft fyrir mér hvort við ættum ekki bara að tala ensku eða spænsku eða eitthvað – hvort það sé ekki bara þjóðremba að vilja halda í þetta. Á sama tíma finnst mér þetta svo fallegt mál og er mikill ís­ lenskuperri. Ég lít nánast niður á fólk sem talar vitlaust mál – sem er náttúr lega rosalega hrokafullt – ef ég „matcha“ við einhvern á Tinder sem talar málfræðilega rangt þá missi ég áhugann strax,“ segir Kolfinna. Og fékkstu góða einkunn fyrir verkefnið? „Nei, ég fékk ekki góða einkunn en ég fékk mjög góð við­ brögð frá öðrum en dómurunum. Orðið á götunni var bara: „Ó mæ god, þetta er meistaraverk, þú verður að setja þetta upp!““ Í þeim tilgangi kveðst Kolfinna hafa farið á fund þjóðleikhússtjóra. Henni fannst fullkomlega réttmæt krafa að hún fengi að setja verkið upp þar, enda leikhúsið hennar eign líkt og allra annarra Íslendinga. „Ég kynnti leikritið mitt fyrir Ara Matt, og lét hann vita að ég væri nýja röddin í íslensku leikhúsi. En mér fannst hann niðurlægja mig. Hann sagði að ég væri frökk og dug­ leg stelpa og bankaði í öxlina á mér. Ég sagði honum að það væri hans hlutverk að taka áhættu, það er hlut­ verk Þjóðleikhússins! Mesta áhættan sem hann er að taka er að setja upp Óþelló – en það er bara sorglegt ef Vesturport er ennþá mesta áhættan sem leikhúsið getur tekið 15 árum eftir Rómeó og Júlíu. Því er svo haldið fram að Gott fólk í leikstjórn Unu Þor­ leifsdóttur sé einhver áhætta, en það er líka algjör misskilningur, þvæla og vitleysa – Una er alvöru leikstjóri og búin að leikstýra sýningu eftir sýn­ ingu og fengið Grímuverðlaun og svo framvegis. Þetta er einfaldlega algjör vitleysa,“ segir Kolfinna og ítrekar að fjölbreyttari raddir þurfi að fá að heyrast í menningarlífinu og það sé á ábyrgð fólksins í æðstu valdastöðun­ um að tryggja að það gerist. „Þetta er það sem Kristín Eysteins dóttir, leikhússtjóri Borgar­ leikhússins, hefur gert með því að fá Reykjavíkurdætur á sviðið. Hún á hrós skilið. Þetta er hugrakkt en þetta er líka það sem leikhússtjóri á að gera – hann á að vera með puttann á púls­ inum. Það er á ábyrgð þessa fólks að hreyfa við fólki, breyta og færa okkur áfram. Það er engin afsökun fyrir að gera það ekki.“ Stimplaðar sem hljómsveit Talandi um Reykjavíkurdætur, hvernig kom það til að þið fóruð að rappa saman? „Ég held að hugmyndin hafi kviknað þegar ég var að tala við vin­ konur mínar einhvern tímann á djamminu. Það kom í ljós að nokkrar þeirra höfðu verið að semja heilmikið af rímum en aldrei gefið neitt út. Mér varð þá hugsað til strákavinahópa sem deila með hver öðrum því sem þeir eru að gera, gefa „feedback“ og styðja við hver annan. Mér fannst við ekki vera nógu duglegar við þetta. Við ákváðum því að halda rapp­ kvöld sem átti að vera fyrir okkur sjálfar. Klukkutíma áður en það byrj­ aði tókum við skyndiákvörðun að hafa þetta opið. Við bjuggumst við svona fimmtán manns en staður­ inn troðfylltist – örugglega tvö hund­ ruð manns mættu,“ segir Kolfinna og segir stemninguna hafa verið raf­ magnaða, eins og tunglið hafi ver­ ið fullt og þær hafi borað beint ofan í olíuæð. Til að kynna þriðja rappkvenna­ kvöldið sem þær héldu gerði þær lagið Reykjavíkurdætur og fengu þeir rapparar sem ætluðu að taka þátt sinn hluta í laginu. Kolfinna segir að í kjölfarið hafi fjölmiðlar stimplað hópinn sem hljómsveit og nálgast hann þannig. „Fólk var alltaf að spyrja hvað þetta væri eiginlega, en við vissum það ekkert sjálfar. Það er mjög skiljanlegt, samfélög þurfa röð og reglu, og fólki finnst þægilegt að geta sett fingur á hluti, að geta skil­ greint þá. Fólk vill til dæmis bara hafa tvö kyn og vill geta skilgreint kynhneigð á skýran hátt. Til að byrja með pirraði þetta okkur mikið. Það var stöðugt verið að spyrja: „hvað eruð þið, hver stjórnar, hvað eruð þið margar?“ Og við fundum okkur knúnar til að gefa einhver svör – í staðinn fyrir að svara bara: „það er órætt,“ eða „við vitum það í raun og veru ekki!““ segir Kolfinna. „Við erum svo fáránlega margar, ólíkar og með misjafnar skoðan­ ir þannig að þetta var strax frekar erfitt. Ég sjálf fór strax í mikinn bak­ lás því mér fannst svo óþægilegt að hafa enga stjórn á þessu. Mér fannst eins og þetta væri eitthvert skrímsli sem bara stækkaði og stækkaði væri að springa beint í andlitið á mér. Ég dró mig hálfpartinn út en var samt líka einhvers konar skuggastjóri, að reyna að stjórna. Ég var farin að hata Reykjavíkurdætur á sama tíma og ég elskaði þetta svo mikið.“ Kolfinna sagði sig opinber­ lega úr hópnum eftir nokkurn fjöl­ miðlastorm. Rapparinn Emmsjé Gauti hafði sagt þá skoðun sína á Twitter að Reykjavíkurdætur hafi verið góð pæling sem ekki gekk upp, tónlistin væri einfaldlega ekki nógu góð. Kolfinna hafði ekki heyrt af sameiginlegri ákvörðun Reykja­ víkurdætra að svara ekki Gauta og þegar fjölmiðlar leituðu til hennar varðandi viðbrögð bjó hún til hliðar­ persónuna Kylfuna og svaraða Gauta fullum hálsi – með því að gera grín að litlum hárvexti hans. „Mér fannst þetta svo fáránlegt komment hjá Gauta að ég ákvað að fara niður á sama plan. Þegar frétta­ maður frá Vísi hringdi fór ég eigin­ lega að vera með smá atriði fyrir vini mína sem ég sat með á kaffihúsi. Kallaði mig Kylfuna og fór að gera grín að hárinu á Gauta – en á þeim tíma vissi ég ekki einu sinni hvernig hann leit út. Það urðu allir brjálaðir. „Mega sköllóttar konur ekki vera með í Reykjavíkurdætrum?“ Stelpurnar voru líka alveg brjálaðar að ég hafi farið að svar þessu. Í kjöl­ farið gerði ég svo myndband þar sem ég gerði ótrúlega lélegt dissrapp. Ég held að mjög margir hafi haldið að ég væri alveg geðveik.“ „Ég er karlremba“ Mjög margir hugsa um Reykjavíkur­ dætur fyrst og fremst sem femínísk­ an gjörning en Kolfinna segist ekki endilega taka undir það – enda skilgreini hún sig sjálf ekki sem femínista. „Við náðum ekki að skilgreina okkur sjálfar, heldur sáu aðrir um það. Í dag finnst mér bara svolítið fallegt að það hafi gerst þannig, en það tók mig langan tíma að sætta mig við það. Lengi vel var ég mjög fúl yfir þessu. Ég er ekki femínisti, ég er miklu frekar karlremba! Ég hugsa oft þannig,“ segir Kolfinna. „Mér finnst ekki að ég ætti að vinna, ég ætti bara að vera heimavinnandi og einhver karlmaður ætti að sjá um mig. Ég held líka að konur vinni oft til verðlauna bara út af einhverjum PC­fasisma og fórn­ arlambavæðingu. Stór hluti af mér hugsar svona,“ segir Kolfinna og kveðst þannig vera ósammála stór­ um hluta þeirrar femínísku baráttu sem hefur farið fram á undanförnum árum, til að mynda í Druslugöngunni og hinum ýmsum samfélagsmiðla­ byltingum þar sem konur opna sig um ofbeldi og kynjamisrétti. „Vandamálið finnst mér vera að við lítum fyrst og fremst á konur sem þolendur. Við sjáum þetta alls staðar í kringum okkur. Ég man ekki hvenær ég fór síðast í leikhús þar sem konu var ekki nauðgað í leikritinu. Þetta er kannski það sem kynslóðin á undan þurfti að tala um en núna ættum við frekar að segja, „hæ, ég er mella og ég moðerfokking má það,“ segir hún og vitnar þannig í texta lagsins Ógeðsleg með Reykjavíkurdætrum. „Ég vil sjá konur sem gerendur, ég vil sjá konur beita ofbeldi, ég vil sjá konur grípa fram í, ég vil sjá kon­ ur sem illmenni, ég vil að þær geti sagst vera mellur eða geti sagt að þær vilji láta káfa á sér þótt þær séu dauðar – hvað með það? – geti sagst bara vilja hlýða eða láta karl sjá um sig. Hlutirnir eru ekki jafn svarthvítir eins og margir vilja meina, þetta er allt grátt svæði.“ Rassasleikingar álitsgjafanna Leikritið Reykjavíkurdætur byggist upp á að þremur gerðum atriða sem öll fara fram á mjúkri fölbleik­ ri sviðsmynd. Fyrir utan tónlistarat­ riði þar sem Reykjavíkurdæturnar níu á sviðinu rappa lögin sín, er sýn­ ingin sett upp eins og spjallþáttur þar sem nafntogaðir karlmenn úr lista­ og menningarlífinu ræða málin, þá koma innskot þar sem Reykjavíkur­ dæturnar opna sig um ólíkar og mót­ sagnakenndar tilfinningar þeirra sem kvenna og manneskja í samtímanum. „Þessi sýning er að miklu leyti tileinkuð hvítum gagnkynhneigð­ um karlmönnum í rappheiminum og leikhúsheiminum, og kannski bara öllum körlum sem taka pláss – sem eru eiginlega allir karlmenn sem ég hef kynnst,“ segir Kolfinna en meðal þeirra karla sem fá á bauk­ inn í sýningunni eru stjörnuleik­ stjórinn Þorleifur Örn Arnarsson, tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel Stefánsson auk nokkurra karlkyns fjölmiðlafígúra sem Reykja­ víkurdætrum finnst augljóslega of áberandi í umræðunni. „Í þessu atriði erum við að leika karla í íslenskum fjölmiðlum. Þeir byrja að „hæp­rimma“ hvern annan í hring, hlæja og tala inn í rassgatið á hver öðrum í hring. Þetta verður svona Human Centipede­hringur“ segir Kolfinna og vísar í ódýra og al­ ræmda hollenska hryllingsmynda­ seríu sem fjallar um brjálaðan vís­ indamann sem gerir vafasamar tilraunir á fólki, meðal annars með því að sauma munn einnar mann­ eskju við endaþarm annarrar og búa þannig til þá mennsku margfætlu sem myndirnar eru kenndar við. „Ég var mjög ánægð að koma þessu atriði inn því þetta er uppá­ haldsbíómyndin mín og mig hefur alltaf dreymt um að setja hana upp í leikhúsi. Hún væri alveg fullkomin fyrir leiksviðið.“ En hvernig hafa viðbrögðin verið hjá þessum mönnum sem verkið er að gagnrýna? „Strákarnir úr rappsenunni sem mættu á frumsýninguna hlógu og grétu, klöppuðu og sögðust skamm­ ast sín. Ég gat ekki beðið um neitt meira.“ n „Ég vil sjá konur sem gerendur, ég vil sjá konur beita ofbeldi, ég vil sjá konur grípa fram í, ég vil sjá konur sem ill- menni, ég vil að þær geti sagst vera mellur eða geti sagt að þær vilji láta káfa á sér þótt þær séu dauðar – hvað með það? Illkvittið og afhjúpandi Kolfinna leikstýrir hljómsveitinni Reykjavíkurdætur í sviðsverki sem gagnrýnandi DV segir illkvittið, afhjúpandi og um leið óborganlega fyndið. Mynd JoRRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.