Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2017, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2017, Blaðsíða 10
10 Vikublað 16.–18. maí 2017fréttir M agnús Hörður Jónsson er einn þeirra mörgu sem hafa svipt sig lífi í blokkum Öryrkjabandalagsins við Hátún 10. Hann var ekki búinn að búa þar lengi þegar hann svipti sig lífi. Honum var gert að losa sig við hundinn sinn, Ívan, þegar hann flutti þangað. Systir hans, Áslaug Kolbrún Jónsdóttir, segir í samtali við DV að stefna húsfélagsins hvað varðar dýrahald eigi stóran þátt í því að hann hafi framið sjálfsvíg. Í helgarblaði DV var fjallað um íbúa sem svipti sig lífi síðastliðið miðvikudagskvöld með því að kasta sér út um glugga á einni af efstu hæð einnar blokkarinnar í Hátúni. Mörg dæmi eru um sjálfsvíg íbúa í blokkunum við Hátún 10. Núverandi og fyrrverandi íbúar í blokkunum segjast upplifa mikla fordóma og forðast jafnvel að gefa upp heimilisfang sitt þar sem viðmót fólks gagnvart þeim mótist mjög af því. Einn íbúi segir að Hátún sé hinn nýi Kleppur hvað fordóma varðar, sem auki á félagslega einangrun öryrkja. Fyrrverandi íbúi segir blokkirnar tímaskekkju í nútímasamfélagi. Mikil umræða hefur verið um gæludýrahald íbúa í húsnæði Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins, en bann við dýrahaldi vakti hörð viðbrögð fyrir um tveimur árum. Íbúar eru þó margir enn með dýr sem þeir segja þeim lífsnauðsynlegt. Dýrin gefi þeim gríðarlega mikið og elski þau skilyrðislaust, annað en fordómafullt fólk utan samfélagsins við Hátún. Ekki voru þó allir svo heppnir. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir bæði fyrir og eftir helgi hefur framkvæmdastjóri húsfélagsins, Björn Arnar Magnússon, ekki viljað veita DV viðtal. Óaðskiljanlegir fram að Hátúni Magnús Hörður Jónsson svipti sig lífi árið 2009 en hann hafði búið í Hátúni um stutt skeið. Hann starfaði lengst af sem sjómaður en var auk þess mikill listamaður. Allt lék í höndunum á honum og hann mótaði svokallaðar „hillbilly“ styttur, málaði málverk og bjó til skartgripi. Hann var jafnframt Framdi sjálfsvíg eftir að þurfa að losa sig við hundinn n Dýrin veita íbúum í Hátúni ást í skugga fordóma n Forðast að gefa upp heimilisfang sitt Hjálmar Friðriksson / Sigurður Mikael Jónsson hjalmar@dv.is / mikael@dv.is Svarar ekki Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju, hefur ekki svarað ítrekuðum símhringingum. Auðgandi áhrif dýra Hallgerður Hauks- dóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir afstöðu Brynju grimmileg. „ Ivan var það eina sem hélt lífinu í honum Magga 12. maí 2017

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.