Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2017, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2017, Blaðsíða 12
12 Vikublað 16.–18. maí 2017fréttir mikill dýravinur og voru hann og Ívan, hundurinn hans og besti vinur, óaðskiljanlegir. Það er að segja þar til að hann flutti í Hátún en þá setti hann, tilneyddur, Ívan í fóstur. Systir hans, Áslaug Kolbrún, telur að sá viðskilnaður hafi að lokum dreg- ið Magnús til dauða. Hún gagnrýnir enn fremur aðstæður í Hátúni. „Hann var orðinn mjög hræddur þarna og lokaði sig mikið af. Ívan var það eina sem hélt lífinu í honum Magga. Enda var Ívan alveg einstakur hundur,“ segir Áslaug Kolbrún. Hún skrifaði hjartnæma minn- ingargrein um bróður sinn árið 2009 þar sem hún ræðir samband þeirra tveggja. „Hundinn Ívan áttir þú síðast og í lengstan tíma. Betri vin hefur þú aldrei eignast, þið voruð algerlega óaðskiljanlegir og fóruð í margan veiðitúrinn saman, upp um fjöll og firnindi. Mikil sorg varð hjá þér þegar þú þurftir að setja hann í fóstur þegar þú fluttist í Hátúnið, en þú fékkst hann oft lánaðan og þá var strunsað í bæinn, þú með hattinn, hann með klút um hálsinn, tveir stórir og miklir vinir,“ skrifaði Áslaug Kolbrún þá. Hótuðu að rifta húsaleigu- samningum vegna dýra Dýrahald í blokkunum hefur reynst mjög umdeilt en árið 2015 var dýrahald bannað í Hátúni. Þá sagði Björn Arnar Magnús- son, framkvæmdastjóri Brynju, að fjöldi kvartana hefði borist vegna dýrahalds. Á hinn bóginn hafa ör- yrkjar þurft að sjá á bak bestu vinum sínum líkt og dæmi Magnúsar sýnir fram. Árið 2015 fjallað DV um að Ör- yrkjabandalagið hefði gefið íbúum einungis tíu daga til að losa sig við gæludýr sín ella yrði húsaleigu- samningi þeirra rift. „Ég verð alveg eyðilagður og er hræddur um að ég sökkvi bara dýpra í þunglyndinu ef ég þarf að gefa frá mér barnið mitt,“ sagði Friðrik Þór Andreassen, öryrki sem leigir íbúð á vegum Öryrkjabandalagsins við Sléttuveg, þá í viðtali við DV. Þá var greint frá því að meirihluti íbúa við Sléttuveg hefði gefið samþykki sitt fyrir dýrahaldi en samkvæmt lögum um fjöleignarhús er dýrahald háð samþykki meirihluta eigenda. Mikill þrýstingur var lagður á Eddu Indriðadóttur árið 2015 um að hún losaði sig við tíkina Loppu en hún bjó þá líkt og Friðrik við Sléttuveg. „Loppa hefur algjörlega bjargað mér. Ég er flogaveik og fæ alls kyns flog. Um daginn fékk ég ráðvilluflog og ég vissi ekkert hvar ég var og vissi ekki einu sinni nafnið á hundinum. Eina sem ég kom út úr mér var „Heim“ og hún Loppa vísaði mér leiðina inn hérna heima. Ég veit ekki hvar ég hefði endað ef ekki væri H ér er veikt fólk og við megum ekki við því að fá þessa fordóma því það getur haft í för með sér að fólk loki sig af, dragi sig inn í sína skel, og það getur verið hættulegt,“ segir Sigurbjörg Inga Magnúsdóttir, íbúi í Hátúni 10 til tuttugu og tveggja ára, sem er í hópi þeirra sem syrgja nú vin sinn sem svipti sig þar lífi á miðviku- dagskvöld líkt og DV greindi frá í síðasta helgarblaði. Líkt og fram kom í máli formanns Öryrkja- bandalags Íslands, Ellen Calmon, þá varpa sorgaratburðir sem þess- ir ljósi á stöðu og aðbúnað ör- yrkja á Íslandi, sem margir búa við mikla félagslega einangrun. Sigur- björg segir að hún finni fyrir for- dómum gagnvart þeim sem búa í öryrkjablokkunum svokölluðu við Hátún 10 sem líkja megi við þá for- dóma sem vistmenn á Kleppi hafi mátt lifa við á árum áður. Hefði þegið áfallahjálp Sigurbjörg þekkti hinn látna enda höfðu þau verið nágrannar til margra ára og segir hún hann hafa verið yndislegan mann. Hún segir að nágrönnum og þeim sem þekktu hann hafi aldrei verið boðin nein áfallahjálp né hafi nokkur rætt við þau yfirhöfuð um harmleikinn, nokkuð sem hún sé þó sannfærð um að margir hefðu þegið með þökkum, þar á meðal hún. Hún segir að kannski hafi hún búið of lengi í Hátúni, því það sé að mörgu leyti mjög erfitt að búa þar. Heimilisfangið eitt og sér skapi ákveðin hugrenningatengsl í hugum margra sem leiði til þess að íbúar upplifi fordóma, svo mikla að hún forðast að gefa upp á heimilisfang sitt, ef hún mögu- lega getur, því viðhorf fólks og viðmót til hennar breytist oft eftir að það er orðið ljóst. „Við fyrstu kynni tekur fólk mér vel, af því að það sést ekki utan á mér að ég sé veik. En um leið og ég er knúin til að gefa upp heimilisfang er allt tekið með fyrirvara sem ég segi.“ Hátún hinn „nýi Kleppur“ í hugum margra Sigurbjörg tekur þó fram að al- menningur sé ekki einsleitur hvað þetta varðar, frekar en íbúar í Há- túni séu einsleitur hópur. Fólk al- mennt komi vissulega misjafnlega fram, þó það viti hvar hún búi. „Það er svo mikils virði fyrir mann að fá góðar móttökur og að sama skapi lítilsvirðing þegar illa er komið fram við mann, án þess að fólk viti nokkuð annað en hvar maður býr og þekki mann ekki neitt. Við erum bara venju- legt fólk. Ég er ekki með fordóma gagnvart fólki sem er veikara en ég. Við erum samfélag hérna en sumir utan þess eru það ímynd- unarveikir að ef maður býr í Há- túni þá halda margir að mað- ur eigi að vera eins og litið var á klepparana í gamla daga. Án þess að fólk viti nokkuð hvernig maður er. Dæmir mann bara strax. Hátún er hinn nýi Kleppur hvað fordóma varðar,“ segir Sigurbjörg. Eins og sardínur í dós Fyrrverandi íbúi í blokkunum fer hörðum orðum um Hátún í sam- tali við DV. Sá vildi ekki vera nafn- greindur og þannig tengdur við blokkirnar sem gefur ágæta vís- bendingu um þann félagslega stimpil sem þeim fylgir. Hann segir það ómannúðlega tímaskekkju í nútímasamfélagi að hópa öryrkjum saman í þrjár blokkir. Þótt hann hafi sjálfur ekki verið lengi í Há- túninu, hafi hann þó orðið vitni að einu sjálfsmorði þegar annar íbúi stökk fram af blokkinni. „Það er mikið af geðfötluðu fólki sem býr þarna og það er ekk- ert annað en tímaskekkja að hrúga svona mörgu veiku fólki saman eins og sardínum í dós. Þetta er einn nöturlegasti staður sem ég veit um á Íslandi og kominn tími til að ráðamenn vakni upp og bæti kjör þeirra sem minnst mega sín í þessu landi, það er að segja kjör fatlaðra, sjúkra og aldraðra. Allur aðbúnaður þarna er mjög slæmur. Þetta kallast íbúðir en eru raunar stór herbergi, það er baðherbergi svo lítil eldhúsinnrétting. Þetta eru híbýlin sem fólki er boðið upp á,“ segir íbúinn. Hann segir að mjög margir í blokkunum hafi upplifað fordóma í samfélaginu fyrir það eitt að búa í Hátúni. „Þegar ég var þarna þá sá ég ýmislegt sem mann langar ekkert að sjá. Það voru tveir mjög nánir mér sem frömdu sjálfs- víg þarna. Lyktin af eymd- inni finnst langar leið- ir og allt í kring. Það er ekki út af því að fólkið sé vont því þetta er bara veikt fólk og það er tímaskekkja að troða því svona saman,“ segir fyrrver- andi íbúinn. n Hátún er hinn nýi Kleppur Sigurbjörg forðast að gefa upp heimilisfang sitt fyrir hana Loppu,“ sagði Edda þá. Í samtali við DV nú segir Edda að Loppa hafi í það minnsta bjargað lífi hennar þrisvar sinnum síðan þá. Að hennar sögn endaði málið þannig að þrátt fyrir mikinn þrýsting hafi húsfélagið ekki rift leigusamningi við hana. Ætlar ekki að lóga „húsbóndanum“ Slíkur þrýstingur, eins og bæði Edda og Friðrik fundu fyrir árið 2015, er enn til staðar. Hildur Hjálmarsdóttir, sem kom að manninum sem framdi sjálfsvíg í síðustu viku, er bæði með hund og kött. Hún segir að undanfarið hafi verið lagður mikill þrýstingur á hana um að lóga hundinum, eða húsbóndanum líkt og hún kallar hann. Hún segir ekki koma til greina að hún geri það og ætlar hún að berjast með kjafti og klóm fyrir því að halda húsbóndanum. Hildur segir að lengst af hafi hún falið dýrin fyrir stjórninni. Hún leggur, líkt og margir aðrir, áherslu á hvað það sé gott fyrir veikt fólk að eiga gæludýr. Gæludýrin gefa fólki mikið Margir eru þeirrar skoðunar að mikilvægt skref í að rjúfa félagslega einangrun og einmanaleika íbúa í Hátúni og öryrkja almennt væri að leyfa dýrahald á ný, en umræða um dýrabannið í húsnæði Öryrkjabandalagsins vakti sem fyrr segir hörð viðbrögð og mikla umræðu árið 2015. Sigurbjörg Inga Magnúsdóttir, sem rætt er við nánar á öðrum stað í umfjölluninni, stóð þá frammi fyrir því að missa köttinn sinn, sem hafði fylgt henni í rúman áratug. Hún mátti ekki til þess hugsa. „Þá stigu fram mörg samtök og aðrir dýravinir og tóku til varna og fordæmdu þetta. Að lokum varð stjórnin að gefa eitthvað eftir, sjálf fór ég í tvö viðtöl út af þessu enda get ég ekki misst köttinn minn. Þá yrði ég að flytja eitthvert annað. Hann er orðinn tólf ára gamall og ég hef átt hann síðan hann var kettlingur og hann gefur mér afskaplega mikið. Ég hef fengið að halda honum því hann hefur alltaf verið inni köttur, hættir sér ekki út úr íbúðinni, truflar engan og líður vel hjá mér. Hann þekkir ekkert annað. Það er mjög gott að hafa þessa nærveru, dýrin gefa manni svo mikið og þau elska mann skilyrðislaust, annað en fólk með fordóma.“ Grimmileg afstaða Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands, segir í samtali við DV að afstaða Brynju varðandi dýrahald sé grimmileg. „Marktækar rannsóknir hafa sýnt að dýr hafa auðgandi áhrif á líf fólks, bæði andlega og líkamlega, og það leikur enginn vafi á því. Lífslíkur þeirra sem halda dýr aukast. Öll lífsgæði aukast. Oft er um að ræða fólk sem er einangrað og það er mjög erfitt að lýsa því hvað fólk er svipt miklu þegar það er svipt dýrinu sínu. Að okkar mati er afstaða Brynju grimmileg. Við sögðum við hússjóðinn að við teldum að það væri ekki erfitt að útfæra það að hafa eitt hús þar sem dýr væru bönnuð meðan dýr væru leyfileg í hinum tveimur,“ segir Hallgerður. n „Hátún er hinn nýi Kleppur hvað fordóma varðar Voru beitt þrýstingi Á myndinni sjást þau Sigurveig Buch, með Kristófer í fanginu, Edda Indriðadóttir með Loppu og Friðrik Þór sem á Aþenu, en Aþena var ekki heima þegar ljósmyndara bar að garði. DV greindi frá því árið 2015 að þau fengu einungis tíu daga til þess að losa sig við dýrin. Þrýstingur á að hundinum yrði lógað María Hjálmarsdóttir segir að hún hafi verið beitt miklum þrýstingi á að hún léti lóga gæludýrum sínum. „Lyktin af eymdinni finnst langar leiðir og allt í kring

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.