Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2017, Blaðsíða 17
Vikublað 16.–18. maí 2017 fréttir - erlent 17
Þetta er ríkasta
fólkið í Evrópu
Amancio Ortega ber höfuð og herðar yfir aðra í úttekt Sunday Times
B
reska blaðið Sunday
Times birti á dögunum
árlegan lista yfir ríkustu
einstaklinga heims, en
sjónum var einkum beint
að auðmönnum í Bretlandi. Eins
og DV fjallaði um var Björgólfur
Thor Björgólfsson fjárfestir í 89. sæti
yfir ríkustu einstaklinga Bretlands
með eignir metnar á 1,45 milljarða
punda, rétt tæplega 200 milljarða
króna. Í blaðinu var einnig fjallað um
aðra milljarðamæringa á meginlandi
Evrópu. Hér að neðan má sjá stutta
samantekt yfir ríkustu Evrópubúana
samkvæmt úttekt Sunday Times. n
1 Amancio OrtegaAuðæfi: 8.764 milljarðar Aldur: 81
Spánverjinn Amancio Ortega ber höfuð og
herðar yfir aðra Evrópubúa á lista Sunday
Times. Auðæfi hans eru talin vera tæplega
tvöfalt meiri en auðæfi næsta manns á
listanum. Ortega er stofnandi Inditex-fata-
fyrirtækisins sem er einna best þekkt fyrir
eignarhald á verslunarkeðjunni Zöru.
2 Bernard ArnaultAuðæfi: 4.858
milljarðar Aldur: 68 ára
Arnault er stjórnarformaður
og innsti koppur í búri hjá hjá
franska fyrirtækinu LVMH,
sem á fjölmörg fyrirtæki sem
framleiða lúxusvarning. Meðal
þeirra má nefna tískufyr-
irtækið Louis Vuitton auk
kampavínsframleiðandans
Moët og Chandon og koníaks-
framleiðandans Hennessy svo
dæmi séu tekin. Það þarf vart
að taka það fram að Arnault er
ríkasti maður Frakklands.
3 Sergey Brin
Auðæfi: 4.610 millj-
arðar Aldur: 43 ára
Sergey, sem fæddur
er í Sovétríkjunum
en með rússneskt
og bandarískt
ríkisfang, er líklega
best þekktur fyrir að
vera meðstofnandi
Google ásamt Larry
Page. Brin er forseti
Alphabet Inc., sem er
móðurfélag Google.
Brin er fjórtándi
ríkasti maður heims
samkvæmt úttekt
Sunday Times.
4 Liliane BettencourtAuðæfi: 4.389 milljarðar Aldur: 94 ára
Liliane Bettencourt er stundum kölluð guðmóðir L‘Oréal snyrtivöruveldisins, en hún er
erfingi þessa stóra fyrirtækis sem faðir hennar stofnaði árið 1909. Fyrirtækið er til dæmis
fyrirferðarmikið á sviði hárvöru og annarrar snyrtivöru. Fyrirtækið er eitt það stærsta á
sínu sviði í heiminum. Bettencourt og börn hennar fara með þriðjungshlut í fyrirtækinu.
5 Stefan Quandt
og Susanne Klatten
Auðæfi: 4.251 milljarður
Aldur: 50 og 55 ára
Systkinin Stefan Quandt og
Susanne Klatten eru talin
vera ríkustu Þjóðverjarnir.
Þau eru erfingjar BMW-
ökutækjaframleiðandans
en faðir þeirra er af mörgum
talinn hafa bjargað fyrirtæk-
inu frá vísu gjaldþroti upp úr
miðri 20. öldinni og gert það
að því veldi sem það er í dag.
6 Karl Albrecht Jr., Beate
Heister og fjöl-
skylda
Auðæfi: 4.209 millj-
arðar
Systkinin eru börn Þjóð-
verjans Karls Albrecht sem
stofnaði smásölurisann Aldi
árið 1946 ásamt bróður sínum.
Fyrirtækið rekur í dag 10 þúsund
verslanir í átján löndum og veltir tugum
milljarða evra á ári hverju. Albrecht eldri lést
árið 2014 og erfðu systkinin auðæfi föður síns.
7 Ingvar Kamprad og fjölskyldaAuðæfi: 3.864 milljarðar Aldur: 91 árs
Ingvar Kamprad þekkja eflaust margir
Íslendingar en hann er maðurinn á bak við IKEA-
veldið sem hann stofnaði árið 1943. Þrátt fyrir
ríkidæmi sitt er Ingvar nægjusamur og spreðar
hann peningunum sínum ekki í neinn óþarfa.
Kamprad sagði sig úr stjórn IKEA árið 2013 og
tóku synir hans þrír við keflinu hjá IKEA.
8 Henkel-fjölskyldanAuðæfi: 3.105 milljarðar
Henkel-fjölskyldan í Þýskalandi rekur sam-
nefnda verslunarkeðju sem framleiðir vörur
til neytenda og til notkunar í iðnaði. Meðal
þess sem fyrirtækið framleiðir má nefna
Persil-þvottaefni og Scwarzkopf-hárvörur.
Fyrirtækið velti 18 milljörðum evra á síðasta
ári og rúmlega 50 þúsund manns starfa fyrir
fyrirtækið.
9 Axel Dumas
Auðæfi: 3.064 millj-
arðar Aldur: 46 ára
Dumas er fram-
kvæmdastjóri og
stjórnarformaður
franska lúxusvöru-
fyrirtækisins Hermés
sem stofnað var
árið 1837. Undir hans
stjórn hefur velgengni
fyrirtækisins aukist
gríðarlega en Dumas
tók við stjórnartaum-
unum árið 2013.
Veltan eftir fyrsta ár
hans í starfi nam 4
milljörðum evra.
10 Maria Franca
Fissolo
Auðæfi: 2.857
milljarðar Aldur:
76 ára
Fissolo er ekkja
Michele Ferrero
sem var eigandi
súkkulaðifyrir-
tækisins Ferrero
SpA. Faðir Michele
stofnaði fyrirtækið
árið 1946, en í dag
er Ferrero líklega
einna best þekkt
fyrir framleiðslu sína
á Kinder-eggjum og
Nutella.
Lang-
ríkastur
Auðæfi
Ortega eru
metin á
tæplega
níu þúsund
milljarða.
Mynd EPA