Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2017, Blaðsíða 6
6 Vikublað 16.–18. maí 2017fréttir
Alþingi
komið í mikla
tímaþröng
Alls óvíst er hvaða mál munu ná
fram að ganga áður en Alþingi
verður frestað en samkvæmt
starfsáætlun þingsins verður það
gert 31. maí næstkomandi. Alls
eru 47 stjórnarfrumvörp óaf-
greidd, þar af stór og umdeild
mál á borð við frumvarp um
jafnlaunavottun og rafsígarettur.
Þá er fjármálaáætlun til næstu
fimm ára óafgreidd og um hana
ríkir óeining. Miðað við hversu
umfangsmikil sú þingsályktun-
artillaga er er vart að sjá að tími
vinnist, að óbreyttu, til að ræða
og afgreiða mikið annað.
Alls eru fjórtán þingsálykt-
unartillögur frá ríkisstjórninni
ósamþykktar en í heild bíða um
80 tillögur afgreiðslu. Yfir eitt
hundrað frumvörp eru óafgreidd
og bíða sum hver 1. umræðu, þar
á meðal tvö stjórnarfrumvörp.
Aðeins eru eftir sex þingfunda-
dagar af yfirstandandi þingi, auk
eldhúsdags.
Ekki enn rætt um breytingar
Ekki hefur verið rætt um
breytingar á starfsáætlun þings-
ins og hefur Unnur Brá Konráðs-
dóttir, forseti Alþingis, sagt að slíkt
verði mögulega tekið til skoðunar
að afloknum nefndardögum, það
er að segja eftir daginn í dag.
„Það liggur ekkert fyrir frá
meirihlutanum hvaða mál verða
sett í forgang, við heyrum bara
misvísandi skilaboð úr fjölmiðl-
um. Þingmenn meirihlutans virð-
ast þar ósammála um hvaða mál
eigi að leggja áherslu á og hverju
eigi að fresta, samanber frum-
varp um jafnlaunavottun. Það á
þá eftir að ræða fjármálaáætlun
sem stefnt er á að verði afgreidd
út úr nefnd 18. maí næstkomandi
og það er auðvitað geysilega um-
fangsmikil umræða. Miðað við
hvernig það mál er að teiknast
upp þessa dagana þá vænti ég
mikillar umræðu og ég fæ því
ekki séð að það verði mikill tími
fyrir umræðu um önnur mál,“
segir Katrín Jakobsdóttir, formað-
ur Vinstri grænna. Katrín bætir
við að Vinstri græn hafi ekki hug
á að afgreiða þingmál á einhverju
færibandi út úr þingsölum rétt
fyrir þinglok.
„Við höfum ekki hugmynd
um hvort stjórnarmeirihlutinn
hefur áhuga á að klára þau mál
sem búið er að leggja fram en við
leggjum áherslu á að við erum
ekki reiðubúin í að afgreiða stór
mál á einhverjum hlaupum. Al-
þingi hefur nú brennt sig nógu oft
á slíku.“
Ljóst er að titrings er farið
að gæta meðal þingmanna
meirihlutans sökum þess hve
hægt hefur gengið að þoka mál-
um áfram. Þannig nefndi Nichole
Leigh Mosty, varaformaður alls-
herjar- og menntamálanefndar,
það á dögunum í fjölmiðlum að
hún gæti vel hugsað sér að frum-
varpi um jafnlaunavottun yrði
frestað til hausts. Þingmenn Við-
reisnar brugðust ókvæða við,
að því er heimildir DV herma,
og gerðu það ljóst að ekkert
samkomulag yrði um slíkt. Þá
hefur vinna í nefndum þingsins
gengið óhemju hægt, svo sem
fjallað er um annars staðar í blað-
inu. Því er afar ólíklegt, þó ekki
sé meira sagt, að takast megi að
afgreiða öll þau mál sem ríkis-
stjórnin hefur lagt fram, hvað þá
þingmannafrumvörp.
Silja telur að ungum og einstæðum mæðrum
sé mismunað á leigumarkaðnum
N
ú hef ég fengið að skoða
nokkrar íbúðir og í hvert
skipti sem ég fæ „því mið-
ur völdum við aðra“ þá
brotna ég niður. Ég brotna
niður fyrir framan börnin mín og
þau skilja ekkert af hverju enginn
vill lána okkur íbúðina sína,“ seg-
ir Silja Pálsdóttir, tveggja barna
móðir, en hún hefur undanfarna
þrjá mánuði leitað logandi ljósi að
leiguíbúð fyrir sig og börnin sín, en
án árangurs. Silja er með greiðslu-
getu upp á allt 200 þúsund krónur
á mánuði, meðmæli og fær um
að reiða fram tryggingu en kveðst
gruna að leigusalar setji það fyrir
sig að hún sé ung og einstæð móðir.
Hún sér fram á að enda á götunni
í byrjun næsta mánaðar og segir
verst að sjá óvissuna bitna á börn-
unum.
Hátt í 130 manns hafa deilt
átakan legri færslu Silju á Facebook
þar sem hún lýsir þeirri örvæntingu
sem blasir við fjölskyldunni.
„Börnin hafa verið að koma með
mér að skoða, enda eru þau nán-
ast alltaf með mér. Í þessum töluðu
orðum græt ég, og ég grét þegar ég
þurfti að útskýra fyrir dóttur minni
af hverju ég væri að gráta, að við
hefðum ekki fengið íbúðina sem við
skoðuðum í gær. Ég grét enn meira
þegar hún spurði, mjög leið „vor-
um við ekki nógu stillt?“ Eru þetta
áhyggjur sem 4 og 5 ára börn eiga
að þurfa að vera með? Auðvitað
á ég ekki að leyfa mér að brotna
niður fyrir framan börnin. En við
verðum heimilislaus eftir tvær vik-
ur þannig að ég ræð ekki við mig,“
ritar Silja í færslunni og bætir við:
„Ég kem vel fram. Ég get borgað
tryggingu. Ég er reyklaus með
engin gæludýr. Ég er snyrtileg. Ég
borga alltaf leigu. Ég ber virðingu
fyrir eigninni. Ég er traustur leigj-
andi. Ég hef leigt sömu íbúð hjá
ókunnugu fólki í 5 ár! Ég er ung og
ég er einstæð. Ég er farin að halda
að seinasta setningin hér fyrir ofan
sé mestmegnis ástæðan fyrir því að
við erum enn heim-
ilislaus. Að vera ung
og einstæð gerir mig
ekki að slæmum leigj-
anda.“
Ekki traust-
vekjandi að vera
ung og einstæð
Silja og börnin
hennar tvö, fjögurra
og fimm ára hafa
búið í leiguíbúð í
Grafarvogi seinustu
fimm ár en þann 1.
mars síðastliðinn var
Silju tilkynnt að setja
ætti íbúðina á sölu
og fékk hún þriggja
mánaða uppsagnar-
frest. Við tók leit að
leiguíbúð í hverf-
inu, svo börnin gætu
áfram gengið þar í
leikskóla og síðar
skóla. Silja gerir ráð
fyrir að hafa sent fyr-
irspurnir og skoð-
að hátt í 20 íbúðir
síðan þá. Hún segir
hreinlega ómögu-
legt að finna íbúð í
hverfinu.
„Það er náttúr-
lega ekki margar
íbúðir að fá undir
200 þúsundum á
mánuði. Og oft hef
ég engin svör fengið. Eða þá að
íbúðin er of dýr, eða ég verð ekki
fyrir valinu. Það virðist ekki vera
nógu traustvekjandi að vera ung og
einstæð líka.“
Silja hefur undanfarið stundað
fullt nám en fengið námsstyrk og
því verið með fastar tekjur í hverj-
um mánuði. Þá hefur hún verið í
fullri vinnu á sumrin og því aldrei
átt í vandræðum með að greiða
leigu. „Ég reyndi að fá eina íbúð í
gegnum sambönd, talaði við félaga
minn sem þekkti til. Hann heyrði í
eigendunum og þau voru víst eitt-
hvað skeptísk vegna þess að ég væri
einstæð,“ segir Silja.
Hún segir verst að sjá óvissu-
ástandið bitna á börnunum, en
dóttir hennar hefur áður glímt við
kvíðaköst sem tekist hefur að halda
niðri. „En svo í morgun þegar ég fór
með hana á leikskólann þá grét hún
og nánast gargaði þegar ég skildi
hana eftir. Það hefur ekki gerst í
langan tíma og það er ekki ósenni-
legt að dagurinn í gær hafi tekið
svona á. Hún er enn mjög viðkvæm
og hefur áhyggjur af öllum og öllu í
kringum sig, þannig að þetta mun
hafa áhrif á hana. Það er alveg bók-
að. Hún er til dæmis mjög næm
á það þegar mér líður illa. Í gær,
þegar hún spurði hvort þau hefðu
ekki verið nógu stillt þegar við fór-
um að skoða, þá braut það í mér
hjartað. Það sagði mér svo mikið.
Það er eins og henni finnist þetta
vera þeim að kenna. Þau eru fárán-
lega ljúf og góð börn og eiga ekki að
þurfa að upplifa þetta.“
Dæmi um að leigusalar
banni börn
Engar opinberar tölur eru til um
hversu hátt hlutfall einstæðra for-
eldra er á leigumarkaði. Í samtali
við DV segir Ásta Hafberg, talskona
Leigjendasamtakanna, að saga
Silju sé svo sannarlega ekkert eins-
dæmi.
„Þetta er bara það sem ein-
kennir leigumarkaðinn í dag, hvort
sem það eru einstæðar mæður,
fjölskyldufólk, öryrkjar eða aðrir.
Fólk er komið á stað þar sem því
eru engir vegir færir, nema kannski
að flytja í tjald eða í húsbíl í Laugar-
dalinn. Ástandið hefur hríðversnað
undanfarna mánuði og það er al-
veg rétt að tala um neyðarástand.“
Leigusalar í dag geta oft og
tíðum valið úr hundruðum um-
sókna og eru þeir því færir um að
setja strangar kröfur. Til að mynda
er fátítt að leiguíbúðir leyfi gæludýr
og aðspurð kveðst Ásta jafnvel hafa
heyrt dæmi þess að leigusalar setji
barnleysi sem skilyrði.
„Það er auðvitað mjög undarlegt
að setja börn og gæludýr í sama
flokk. Og það er bagalegt að heyra
að leigusalar geti sett fram alls kyns
kröfur, til dæmis varðandi sakavott-
orð, á meðan leigjendurnir geta
ekki krafist neins til baka. Þeirra
staða er orðin afskaplega veik.“ n
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is
„Þau skilja
ekkert af
hverju enginn
vill lána okkur
íbúðina sína“
Verst að sjá óvissuna bitna á börnunum „Þau eru fáránlega ljúf og góð börn og eiga
ekki að þurfa að upplifa þetta.“
„Ég reyndi að fá
eina íbúð í gegnum
sambönd, talaði við fé-
laga minn sem þekkti til.
Hann heyrði í eigendun-
um og þau voru víst eitt-
hvað skeptísk vegna þess
að ég væri einstæð.
Hefur leitað að húsnæði í þrjá
mánuði „Ég er ung og ég er einstæð. Ég er
farin að halda að seinasta setningin hér fyrir
ofan sé mestmegnis ástæðan fyrir því að
við erum enn heimilislaus.“