Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2017, Blaðsíða 2
2 Vikublað 16.–18. maí 2017fréttir
B
úast má við að enn eitt metið
verði sett í komu farþega
með skemmtiferðaskipum
á næsta ári. Reiknað er með
að um 128 þúsund farþegar
komi til landsins með skemmtiferða
skipum í ár en samkvæmt bókunum
fyrir næsta sumar, 2018, má búast við
að minnsta kosti 140 þúsund farþeg
um þá. Markaðsstjóri Faxaflóahafna
segir að þar á bæ finni fólk ekki fyrir
samdrætti eða afbókunum þrátt fyrir
sterkt gengi krónunnar. Hún viður
kennir þó að hún heyri raddir þar
sem lýst er áhyggjum af háu verðlagi
hér á landi og hvaða áhrif það geti
haft til langs tíma.
Met slegin
Von er á metfjölda skemmtiferða
skipa til landsins í sumar og sam
kvæmt upplýsingum frá Faxaflóa
höfnum er búist við 153 skipum
í hafnir þar. Reiknað er með 151
komu til Akureyrar og Grímseyjar
saman og að sögn Péturs Ólafssonar,
hafnarstjóra Hafnasamlags Norður
lands, er nánast eingöngu um að
ræða sömu skipin. Heildarfjöldi far
þega sem koma til landsins í ár með
skemmtiferðaskipum er um 128 þús
und manns, fjölgun um 29 prósent
frá fyrra ári en þá voru farþegarnir
um 99 þúsund. Þá hefur skipakom
um fjölgað en í fyrra komu 113 far
þegaskip til landsins. Um sex pró
sent þeirra erlendu ferðamanna
sem koma til landsins eru farþegar á
skemmtiferðaskipum.
Stærri skip á leiðinni
Nú þegar hefur 121 skip boðað komu
sína til landsins árið 2018. Farþega
fjöldinn verður í kringum 140 þús
und manns, sem merkir að skipin
sem koma á næsta ári eru almennt
stærri en þau sem koma til lands
ins í ár. „Við höfum verið að reyna að
markaðssetja Ísland sem viðkomu
stað fyrir smærri skip, því þau komast
í fleiri hafnir,“ segir Erna Kristjáns
dóttir, markaðsstjóri hjá Faxaflóa
höfnum. „Þetta er ekki endanlega
tala og eins og sjá má þá verða gest
ir fleiri en í ár, þrátt fyrir færri skipa
komur. Ég gæti alveg trúað að fleiri
skip muni bóka komu sína, þótt ég
geti ekki fullyrt það.“
Alls eru 16 hafnir hringinn í kring
um landið aðilar að samtökunum
Cruise Iceland, sem eru samtök aðila
sem taka á móti skemmtiferðaskipum.
Langstærstu hafnirnar í þessum efn
um eru Sundahöfn, Akur eyri og Ísa
fjarðarhöfn. Hins vegar koma skip
víða við og segir Pétur Ólafsson,
stjórnarformaður Cruise Iceland,
það mjög jákvæða viðbót við rekstur
hafnanna og ferðaþjónustuna. Þar sé
verið að nýta innviði sem séu til stað
ar á hverjum stað, án auka tilkostnað
ar svo nokkru nemi.
Engar afbókanir
Erna segir að ekki hafi borið á af
bókunum eða miklum óróa skipa
fyrirtækjanna. „Ég hef svo sem tekið
eftir því að fólk sé að hafa áhyggjur
af verðlagi hér á landi. Það er hins
vegar mikill áhugi á Íslandi og kom
um hingað, fólk er að sækja í nátt
úruna.“ Pétur tekur undir þetta en
segir að grennslast hafi verið fyrir
um gjaldskrárhækkanir. „Það bítur
væntanlega eitthvað í, hátt gengi og
hækkandi verðlag. Ég er viss um að
ferðaþjónustur úti sem veita þessum
skipum þjónustu sækja fast að ís
lenskum ferðaþjónustufyrirtækjum
um betra verð. Það er þó aðeins ann
að með þessar skipakomur en flugið,
menn kaupa mest af sínum aðföng
um erlendis á skipunum og því hef
ur verðlag hér ekki sömu áhrif og í
fluginu.“
Sólmyrkvi dregur að
Komur skemmtiferðaskipa eru vana
lega bókaðar nokkuð fram í tímann,
oft eitt til þrjú ár. Þó eru dæmi um
enn lengri fyrirvara. Árið 2026 verð
ur þannig almyrkvi á sól sem sjást
mun einkar vel á norðurslóðum,
af hafi og á vesturhluta Íslands, frá
Suður nesjum og allt norður eftir yfir
Vestfirði. Deildarmyrkvi verður sýni
legur víðast hvar um landið. Erna
segir að þegar hafi skemmtiferðaskip
bókað komu sína í ágúst þetta ár, en
sólmyrkvinn verður 12. ágúst. „Við
höfum þegar fengið sex bókanir árið
2026.“ n
Skemmtiferðaskip þegar
bókað komu sína 2026
n Ekki ber á afbókunum vegna gengis n Enn fleiri farþegar á næsta ári
Freyr Rögnvaldsson
freyr@dv.is
„Ég hef svo sem
tekið eftir því að
fólk sé að hafa áhyggjur
af verðlagi hér á landi.
Sífelld fjölgun
Skemmtiferðaskipum
sem koma til landsins
hefur fjölgað jafnt
og þétt. Metfjöldi er
væntanlegur í sumar.
Mynd SigtRygguR ARi
Ásta Guðrún
hættir
„Í ljósi ágreinings milli mín og
meirihluta þingflokks Pírata
varðandi innra skipulag þing
flokksins hef ég ákveðið að stíga
til hliðar sem þingflokksformað
ur Pírata. Við vorum með ólíka
sýn á hvert þingflokkurinn ætti
að stefna og því held ég að það
sé farsælast að annar taki við
því starfi. Hlakka til að gerast
óbreyttur þingmaður á ný, en
þá gefst meiri tími til að vinna
að þeim málefnum sem eru mér
hugleikin,“ segir Ásta Guðrún
Helgadóttir, þingmaður Pírata, á
Facebooksíðu Pírata.
Ásta Guðrún var skipuð
þingflokksformaður flokksins
þann 30. janúar síðastliðinn.
Einar Brynjólfsson var þá
skipaður varaþingflokksformaður
og tekur hann við stöðu Ástu.
Mistök í
innheimtu
félagsgjalda
„Það var síðan fyrir mistök
Sparisjóðsins sem sendi út tvo
greiðsluseðla fremur en einn.
Það verður leiðrétt á mánu
daginn,“ segir Gunnar Smári
Egilsson, stofnandi Sósíalista
flokk Íslands á Facebooksíðu
flokksins.
Tilefnið er óánægja nokkurra
félagsmanna vegna innheimtu
félagsgjalda sem hófst fyrir
helgi. Sendir voru út tveir
greiðsluseðlar á meðlimi flokks
ins auk þess sem gjöldin voru
send út sem hefðbundin krafa
en ekki valgreiðslukrafa.
„Það var samþykkt á félags
fundi 1. maí að félagsgjöld yrðu
4.000 krónur á ári, en jafnframt
að ekki yrði gengið eftir greiðsl
um. Fólk teldist enn félagsmenn
þótt það greiddi ekki félags
gjaldið,“ segir Gunnar Smári enn
fremur. Að hans sögn hafa örfáar
kvartanir borist vegna þessa eða
um 4–5 frá 1.400 meðlimum
flokksins. „Við lifum það af,“
segir stjórnmálaleiðtoginn.
Gunnar Smári þvertekur fyrir
að seðlarnir beri vexti eða önn
ur gjöld og að meðlimum sé í
sjálfsvald sett hvort þeir greiði
eða ekki. „Sósíalistaflokkurinn
mun örugglega leita oftar til fé
laga og almennings en aðrir
flokkar. Hann mun alla vega ekki
leita til útgerðarinnar og FL,“
segir Gunnar Smári.
H
ver Íslendingur notar að
meðaltali 105 plastpoka á ári
og við stöndum öðrum þjóð
um langt að baki þegar kem
ur að notkun fjölnota poka.
Þó má geta þess að sala
þeirra hefur tekið mikinn
kipp að undanförnu þó
betur megi ef duga skal.
Átakinu „ Tökum
upp fjölnota“ var
hleypt af stokkunum
á mánudag en það er á
vegum Pokasjóðs, sem í tvo
áratugi hefur haft tekjur af sölu
plastpoka, en stefnir nú að því að
leggja sjálfan sig niður. Af því tilefni
klippti Björt Ólafsdóttir umhverfis
ráðherra, ásamt fulltrúum aðildar
verslana Pokasjóðs, á borða úr
plastpokum. Ef borðinn hefði verið
gerður úr þeim fjölda plastpoka
sem landsmenn nota á einum degi
næði hann frá Reykjavík til Selfoss.
Bjarni Finnsson, stjórnar
formaður Pokasjóðs, sagði
þegar átakið hófst að veru
lega hefði dregið úr sölu
plastpoka hér á landi, eða
allt upp í tuttugu prósent
í sumum verslunum. Þó
standi Ísland öðrum þjóð
um langt að baki í notkun á
fjölnota pokum. Benti Bjarni
til dæmis á að í Frakklandi og Sviss
væru það nær eingöngu ferðamenn
sem keyptu plastpoka í verslunum. Þá
hafi margar borgir og heilu ríkin inn
leitt bann við notkun óniðurbrjótan
legra plastpoka, ríki eins og Búrma,
Rúanda og borg eins og
Mexíkóborg, ein fjöl
mennasta borg heims.
Í tilkynningu sem
send var út vegna
átaksins kemur fram að
frá upphafi hafi á bilinu
einn til einn og hálfur
milljarður plastpoka
verið seldur á Íslandi
frá því að sá fyrsti leit
dagsins ljós árið 1968.
Bent er á að fyrsti ís
lenski plastpokinn eigi
enn langt í land með
að verða að moldu því
það taki á bilinu 100 til
500 ár fyrir plastpoka
að brotna niður í náttúrunni. n
ritstjorn@dv.is
105 plastpokar á mann á ári
Fyrsti íslenski plastpokinn á langt í land með að brotna niður í náttúrunni
Plastpokar Notkun fjölnota poka hefur
tekið kipp að undanförnu á Íslandi. Við
stöndum öðrum þjóðum þó langt að baki.