Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2017, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2017, Blaðsíða 40
Vikublað 16.–18. maí 2017 35. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 554 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Sólgleraugu og sund- gleraugu! Sölvi verst „drasl-birtu“ n Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur nú gripið til þess ráð að ganga um með sér- hönnuð gleraugu til að verjast að hans sögn „draslbirtunni“ sem er alls staðar í nútímanum. Í fær- slu sem Sölvi birti á Facebook- síðu sinni segir að óþarfi sé að fólki bregði þótt það sjái hann skarta „súperman“-gleraugum á næstunni. „Þessi eru sérhönnuð til að blokkera drasl-birtuna sem er alls staðar í nútímanum. Fyrir ADHD dúdda eins og mig þarf að nota öll tiltæk verkfæri til að halda melatónín- og dópamín- framleiðslunni í jafnvægi. Eftir talsverða rannsóknarvinnu er ég nokkuð sannfærður um að „Junk-light“ verður eftir einhver ár litið svipuðum augum og „junk-food“. Oft þarf að snúa því sem okkur var kennt í 180 gráður til að komast að réttri niður- stöðu. Bubbi Morthens er senni- lega búinn að vera langt á undan sinni samtíð. Púlla sólgleraugun inni við. Það á líklega eftir að detta inn í „mainstream“ um- ræðu eftir einhver ár að mann- gerðir geislar eru eitthvað sem við þurfum að varast mun meira en sólarljós.“ Einhverjir veltu færslu Sölva fyrir sér og sögðust hvorki skilja upp né niður. Bubbi Morthens tjáði sig þó undir færslunni með þessum orð- um: „Búinn að vita þetta síðan á 8. ára- tugnum og það er mjög mikilvægt að vera með gler- augu á norður- slóð líka um vetur.“ Dularfulla „draugahúsið“ á Fjólugötu n Búið í húsinu í 60 ár n Til sölu á 180 milljónir n Tíminn stendur í stað V irðulegt einbýlishús sem stendur við Fjólugötu 19 hefur yfir sér dularfullan blæ. Engu líkara er en að akkúrat á þessum stað hafi tíminn ákveðið að taka sér hvíld um stund og húsið hefur ekkert breyst frá árinu 1957, þegar það var reist. Ýmis- legt hefur verið sagt um húsið á sam- félagsmiðlum, það þykir sjarmer- andi, töfrandi, dularfullt og henta sem tökustaður fyrir hrollvekju eða afturgöngumynd, en sumum þykir húsið með eindæmum draugalegt. „Ég er hræddur um að engar draugasögur sé hægt að rekja til hússins,“ segir Árni Thoroddsen kerfishönnuður sem hefur búið í húsinu í um 60 ár. Faðir Árna var Örn Clausen lögmaður sem var í hópi bestu frjálsíþróttamanna Evrópu ásamt Hauki bróður sínum. Húsið hefur því verið í eigu Clausen-ættar- innar frá því að það var byggt. Selst með aðstoð borgarstjóra Húsið hefur verið til sölu í meira en ár og hefur ekki selst. Húsið er 420 fermetrar með bílskúr og er á þrem- ur hæðum. Í lýsingu segir að allar innréttingar séu upprunalegar og viðhaldi hafi verið ábótavant. Þarfn- ast Fjólugata 19 endurbóta að innan og utan. „Flestar innréttingar eru orig- inal, aðallega á efstu hæðinni,“ segir Árni sem kveðst bjartsýnn á að húsið seljist. „Borgarstjóri mun ekki fram- leiða neitt nýtt húsnæði í Reykja- vík næstu 5–7 árin sem þýðir að það selst vafalaust. Við erum þarna með hauk í horni, borgarstjóra sem hjálpar öllum fasteignasölum að selja eignir – með því að gera ekki neitt.“ Fengið nóg af því að búa í stórum húsum Hvað tekur svo við? „Ég hef búið hérna í 60 ár eða svo. Ég er alveg búinn að fá næga útrás fyrir að búa í stórum húsum! Ég ætla að minnka við mig og flytja kannski út á lands- byggðina. Ef Bill Gates byðist til að gefa mér húsið sitt myndi ég afþakka. Ég ætla að minnka við mig og flytja inn í litla stúdíóíbúð. Það er í reynd eina ástæð- an fyrir því að ég er að selja. Sumir hafa þörf fyrir að búa í stórum hús- um í ellinni, en mér nægir stúdíó- íbúð. Þetta er það sama og með snekkj- ur. Ef einhver byði mér sæmilega snekkju myndi ég ábyggilega hafna henni. Þegar maður er kominn svona á aldur missir maður áhug- ann á öllum stórum og dýrum hlut- um. Ég hefði hugsanlega þegið húsið hans Bill Gates þegar ég var tvítugur eða fertugur.“ Árni bætir við að þegar húsið selj- ist ætli hann að njóta lífsins og halda áfram að framleiða hugbúnað. En nú hefur húsið ekki selst og verið til sölu í um ár. Er verðið of hátt? „Ég held að 180 milljónir sé að vissu leyti lágt verð. Sá sem kaupir það gæti vel selt það með 30–50 milljóna króna hagnaði ef hann gerði það upp. Ég hugsa að ef kaup- andinn gerir húsið upp og innréttar í „modern“ stíl, með marmara og slíku, þá verði það ein flottasta villan í Reykjavík.“ n „Ég held að 180 milljónir sé að vissu leyti ódýrt. Sá sem kaupir það gæti vel selt það með 30–50 milljóna króna hagnaði Kristjón Kormákur Guðjónsson Guðmundur Bjartur Einisson kristjon@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.