Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2017, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2017, Blaðsíða 10
10 Helgarblað 6. október 2017fréttir F immtudaginn 5. október voru haldnir á Gauknum tónleikar sem báru yfir- skriftina „Stopp! Hugvekja/ Tónleikar um geðheilbrigðismál“. Þar stigu á svið margar íslenskar þungarokkhljómsveitir eins og World Narcosis, We Made God og Skaði. En einnig voru þar flutt ávörp af sálfræðingum og öðrum einstaklingum sem hafa reynslu af að hjálpa þeim sem hafa glímt við þunglyndi og aðra geðsjúkdóma. Frumkvæði námsstúlkna Tveir ungir námsmenn, Bylgja Guðjónsdóttir og Elín Jósepsdóttir, skipulögðu viðburðinn til að bregð- ast við mikilli sjálfsvígshrinu sem gengið hefur yfir þungarokkheim- inn á Íslandi í ár. Frá því í apríl hafa fimm ungir karlmenn, sem annað- hvort voru hljómsveitarmeðlimir eða áhangendur þungarokkhljóm- sveita, svipt sig lífi. Bylgja segir: „Við sátum saman í kaffi heima hjá mér og vorum að ræða atburði seinustu mánaða. Þetta var orðið svo mikið, á svo stuttum tíma, að ég var byrjuð að hrökkva við ef einhver sagði „Varstu búin að heyra?“. Þá áttuð- um við okkur á því að þetta væri ekki eðlilegt ástand. Við fundum okkur knúnar til að gera eitthvað og þá fæddist sú hugmynd að halda tónleika, því hvað er betra en að tjá sig með tónlist?“ Hún áætlar að þungarokksenan á Ís- landi telji einungis um nokkur hundruð einstaklinga og því er þetta hlutfall sjálfsvíga gríðarlega hátt. „Ég þekkti þá ekki persónu- lega en þetta er lítil sena og það vita allir af öllum.“ Fyrsta skrefið var að ræða við eigendur Gauksins sem voru allir af vilja gerðir til að hjálpa. Að- gangur var ókeypis en tekið var við frjálsum framlögum til sjálfsvígs- forvarnarsamtakanna Pieta. Níu hljómsveitir voru bókaðar sem og sálfræðingarnir Kristján Helgi Hjartarson og Tómas Kristjáns- son, Hanna Ruth Ólafsdóttir frá Rauða krossinum og útvarpskon- an Andrea Jónsdóttir. Karlmennskuímyndin yfirþyrmandi Bylgja segir takmark tónleikanna hafa verið þríþætt, það er að vekja fólk til umhugsunar um þessi mál, að auka fræðslu um þau úrræði sem í boði eru og minnast þeirra sem fallið hafa í valinn. Sérstakt minningarleiði var á staðnum þar sem fólk gat sett blóm, ljósmyndir eða aðra muni til að minnast fall- inna félaga. „Við viljum sýna sam- hug og fá fólk til að opna sig um þetta. Við viljum koma áleiðis þeim skilaboðum að sjálfsvíg sé ekki lausnin.“ Karlmenn eru sérstakur áhættuhópur þegar kemur að sjálfsvígum og það á við í rokk- inu sem og annars staðar. „Þessi karlmennskuímynd er svo yfir- þyrmandi og það er erfitt fyrir þá að tjá sig um þetta. Þeim er kennt það frá unga aldri að gráta ekki og sýna engar tilfinningar og það vilj- um við uppræta. En við megum ekki gleyma konunum okkar. Þær fremja síður sjálfsvíg en eru oft inni í kerfinu með langvarandi vandamál, jafnvel í mörg ár.“ Bylgja telur að auka megi á fræðsluna um lausnir og úrræði sem í boði eru, bæði í framhalds- skólum og grunnskólum. Nefnir hún sérstaklega neyðarsíma Rauða krossins, 1717, þar sem hægt er að hringja inn nafnlaust og frítt. Hún þekkir marga sem eru að kljást við þunglyndi og aðra geðsjúkdóma. Þá hefur hún sjálf þurft að glíma við andleg veikindi. „Þess vegna skipti þetta mig svo miklu máli. Ég hef átt í minni bar- áttu og sem betur fer geng- ið vel. Ég leitaði mér hjálpar en komst þá jafnframt að því að úrræðin liggja ekki í aug- um uppi. Heilbrigðisstarfs- fólk er allt af vilja gert til að hjálpa manni en það þarf meiri fræðslu um þetta.“ Grímur þunglyndis Bjarni Jóhannes Ólafsson, gítarleikari og söngvari hljómsveitarinnar Church House Creepers frá Akur- eyri, svipti sig lífi 19. apríl síðastliðinn eftir baráttu við þunglyndi. Félagar hans úr hljómsveitinni komu fram á tónleikunum til að minnast hans. Ágúst Örn Pálsson, gítarleikari norðlensku hljómsveitarinnar Röskunar þekkti vel til Bjarna. „Hann var ægilega hress og hæfileikaríkur, fyndinn og til í allt. Ég myndi segja að hann hafi verið góður vinur vina sinna.“ Andlát Bjarna kom Ágústi hins vegar nokkuð á óvart. „Ég hafði ekki verið í sambandi við hann í nokkurn tíma og vissi lítið um það hvernig honum leið. Við höfðum aldrei talað um þetta en ég gerði ráð fyrir því að þetta væri raun- in. Það er auðvelt að sjá alls konar merki um þetta eftir á.“ Hann segir þessi merki helst vera mikinn hressleika og kímni í bland við óhóflega áfengisneyslu. „Menn setja upp alls konar grím- ur.“ Önnur einkenni geta verið sú að loka sig af, hætta að hafa samband við fólk og mæta ekki á samkomur eða viðburði. Það séu „sígild kvíðaeinkenni.“ Var viss um sjálfsvíg Ágúst þekkir nokkra einstaklinga í rokkinu sem eru að glíma við and- leg veikindi. Sjálfur hefur hann þurft að berjast við þunglyndi og kvíða í mörg ár. „Ég varð mjög þunglyndur í kringum árið 2004 og var frá vinnu í 18 mánuði. Um tíma var ég mjög tæpur. Ég man mjög vel að ég var fyrst og fremst viss um að ég kæmi til með að drepa mig. Mig langaði það ekki en mér fannst það óumflýjanlegt og var skít- hræddur við það.“ Hann fór til geðlæknis sem skrifaði upp á lyf fyrir hann og bókaði annað viðtal eftir sex vikur, sem er sá tími sem það tekur að sjá hvort lyfin virki. En þremur vikum síðar hafði ástandið versnað mikið. „Þáverandi kærasta mín fór á spítalann og grát- bað um annað viðtal hjá öðrum lækni því að hún var hrædd. Eftir það fékk ég tíðari viðtöl og frábæra þjónustu.“ Geðlæknirinn kom honum í hópmeðferð en það þurftu að líða fimm mánuðir þangað til hún gat hafist. „Mér fannst sú bið mjög erfið en ég sé það vel eftir á að ég var alls ekki tilbúinn fyrr. Ég þurfti að vera heima og taka lyfin mín sem ég gerði.“ Eftir hópmeðferðina fylgdi læknirinn honum lengi eftir, sem Ágúst er þakklátur fyrir. „Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að ég hafi verið mjög heppinn með geðlækni.“ Í dag er Ágúst á mun betri stað en hann segist meðvitaður um að hann muni sennilega aldrei læknast af þunglyndinu og kvíð- anum. „Fyrir um tíu árum var ég mjög hræddur um að eiga nokkra slæma daga í röð og enda á að drepa mig. Núna reyni ég að passa mig á því að vera ekki of hræddur við þetta en ég þarf líka að passa mig á að vanmeta þetta ekki.“ n n Tónleikar með boðskap n Hressleiki og ofdrykkja merki þunglyndis 5 sjálFsvíg á HálFu ári Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is „Ég man það mjög vel að ég var fyrst og fremst viss um að ég kæmi til með að drepa mig. Mig langaði það ekki en mér fannst það óumflýjanlegt og var skít- hræddur við það. Bylgja Guðjónsdóttir „Hvað er betra en að tjá sig með tónlist?“ Ágúst Örn Pálsson „Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að ég hafi verið mjög heppinn með geðlækni.“ „Þá áttuðum við okkur á því að þetta væri ekki eðlilegt ástand
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.