Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2017, Blaðsíða 62
38 menning Helgarblað 6. október 2017
Framhald
Þegar rætt er um þá fremstu taktsmiði í íslensku rappi í dag ber nafn Marteins
Hjartar sonar, sem kallar sig
Banger boy, yfirleitt fljótt á góma.
„Það hljómar allt svo ógeðslega
feitt sem hann gerir, hann er með
eitthvað „touch“ og það er einhver
„X-factor“ í því sem hann ger-
ir,“ segir plötusnúðurinn og takt-
smiðurinn Young Nazareth til að
mynda um hljóðframleiðslu hans.
Og því verður ekki neitað – mörg
lögin hans eru „bangers.“
Marteinn vakti fyrst athygli með
töktum sem hann gerði fyrir rapp-
arann GKR, hefur síðan þá gert
lög fyrir Reykjavíkurdætur, skipað
dúettinn Sama-Sem með rappar-
anum Dadykewl og mun pródúsera
fyrstu íslensku plötuna með gamla
rappbrýninu Tiny, auk þess sem
hann hefur unnið með banda-
ríska rapparanum Trinidad James
og unnið tónlist fyrir leikhús, sjón-
varpsþætti, auglýsingar og fleira.
Marteinn hefur að eigin sögn
verið að gera tónlist í tölvu í um
tíu ár, glamraði á gítar án mik-
illar formlegrar kennslu áður en
hann fór að gera takta og gefa út
á netinu en þannig komst GKR í
samband við hann. „Ég var með
Soundcloud-síðu sem hafði ver-
ið að fá smá athygli frá fólki sem
er eitthvað að pæla í þessu – en
það eru ekki mjög margir. Gauk-
ur hafði eitthvað verið að fylgj-
ast með þessu og sendi mér skila-
boð. Mér fannst það svo sætt að ég
ákvað að vinna með honum.“
Marteinn notar hljóðvinnslufor-
ritið Ableton við tónsmíðarnar og
segist ekki notast mikið hljóðfæri
eða utanáliggjandi hljóðgjafa. „Ég
sem allt í tölvunni á lyklaborðinu,
teikna í rauninni inn tónlistina í
forritið, en stundum spila ég samt á
gítar eða eitthvað annað líka.
Það fer eftir stílnum en mér
finnst mikilvægast að það séu ein-
hver kúl og áhugaverð hljóð í takt-
inum, hljóð sem maður kveik-
ir ekki alveg á hver eru. Ég vinn
mikið með það að hafa eitt hljóð
í hverju lagi sem er frekar skrýtið,
hljóð sem gæti staðið eitt og sér en
getur líka fallið vel inn í hljóma-
ganginn.“
Marteinn segir ekki víst að fólk
sé farið að greina hvað einkenni
hljóðheim hans enda hafi ennþá
svo lítill hluti tónlistarinnar sem
hann hefur gert komið út. „Ég veit
það ekki, maður getur kannski
heyrt það á því hvernig „beatið“ er
sett upp. Svo nota ég oft eitthvað
„fucked-up overdrive“ sánd.“
Eru einhverjir sérstakir
pródúserar eða taktsmiðir sem
hafa haft áhrif á þig?
„Það var kannski aðallega
þegar maður var að byrja, í kring-
um 2007, þegar maður var að
hlusta á Madlib og J Dilla og aðra,
en núna er maður eiginlega ekk-
ert að pæla í því hvað aðrir eru að
gera. Stærstan hluta tímans er ég
að hlusta á eigin tónlist. Mér finnst
best að gera bara hluti sem koma
beint upp úr mér sjálfum.“
Nú vita margir hverjir GKR er
en þekkja ekki þig þótt þú gerir
stóran hluta af tónlistinni, finnst
þér ekkert verra að það séu bara
rappararnir sem fái heiðurinn?
„Nei, það er í rauninni mjög
þægilegt því þá þarf ég ekkert að
hafa sérstakar áhyggjur af því að
halda einhverju „face-i“. Það getur
verið ótrúlega erfitt fyrir rappara
að fá einhverja athygli og halda
henni, þeir verða gamlir og detta
úr tísku. Ég gæti hins vegar verið
70 ára kall að gera það sama, það
ætti ekki að breyta miklu. Mér
finnst það vera þægilegast við það
að vera pródúser, maður getur
verið 16 ára að eilífu.“
Marteinn hefur unnið með með
nokkrum erlendum listamönnum
að undanförnu en segist þó ekki
endilega stefna á landvinninga
með taktana sína: „Það er nóg að
gera hérna heima. Ég hef áhuga á
því að búa til íslenska tónlist af því
að Ísland er svo menningarlega fá-
tækt. Mér finnst það vera skylda
mín að gera íslenska tónlist og
bæta menningarlífið hérna.“
BANGERBOY
Skírnarnafn: Marteinn Hjartarson
Aldur: 25
Önnur nýleg lög: Reykjavíkurdætur - Kalla
mig hvað?, GKR - Tala um.
Samstarfsfólk: GKR, Reykjavíkurdætur,
Tiny, Dadykewl (Sama-Sem) og Trinidad
James.
Forrit: Ableton
Björn Valur Pálsson
Ég hataði eiginlega rapp þegar ég var í grunnskóla. Ég var alltaf mikill rokkari, var alveg í
heavy-metal og dauðarokki,“ seg-
ir Björn Valur Pálsson, sem hefur
samið og gert takta í nokkrum
vinsælustu lögum undanfar-
ins árs með Emmsjé Gauta, auk
þess að vera plötusnúður hans og
hljómsveitarinnar Úlfs Úlfs.
Björn Valur spilaði á tromm-
ur í rokkhljómsveit þegar hann
var að alast upp í Grindavík og
segist ekki hafa farið að hlusta á
rapp fyrr en hann sá trommarann
Travis Barker úr Blink 182 spila
með plötusnúðinum DJ AM.
„Það var ekki fyrr en nokkrum
árum eftir að hljómsveitin mín
hætti sem ég fór að gera tónlist
aftur, þá fór ég að leika mér að
gera takta í einhverjum upptöku-
forritum. Í lok 2014 fór ég svo út
til Los Angeles í skóla til að læra
Music Production. Það var fyrst
þá sem ég fór að gera takta af ein-
hverju viti,“ segir hann.
„Ég hafði verið góður vinur
Gauta í svolítinn tíma og byrjaði
fyrst að DJ-a með honum. Hann
studdi mig mjög mikið strax í
upphafi og bað mig bara að senda
sér takta þegar ég væri kominn
með eitthvað kúl.“
Og þegar Björn Valur kom
heim frá borg englanna var hann
kominn með nokkuð safn af tökt-
um, til að mynda það sem varð að
slagaranum Reykjavík.
Björn Valur notar Ableton Live
við tónsmíðarnar og segir að oftar
en ekki fæðist lögin á örstuttum
tíma þegar hann hittir á áhuga-
verð hljóð eða melódíur.
„Þetta er eiginlega allt gert
í tölvunni. Ég er með „midi-
controller“, búnað sem heitir
Ableton Push sem ég nota mik-
ið. Mér finnst það mjög gott til
að henda út hugmyndum. Yfir-
leitt þegar maður er kominn með
grunnhugmynd fer maður svo að
líta í kringum sig og pæla hvort
maður eigi að bæta við einhverj-
um hljóðfærum og svoleiðis.
Taktarnir koma mjög auðveld-
lega hjá mér en aðalvinnan finnst
mér felast í vinnunni með lista-
manninum sem ætlar að nota
taktinn. Þá þarf maður að taka
upp, mixa og mastera. Ég er til-
tölulega nýbyrjaður að taka upp
sjálfur og er ennþá æfa mig í að
mixa. Ég fæ ennþá aðra til að gera
það fyrir mig því ég vil að hlutirn-
ir hljómi virkilega vel. Núna eru
það yfirleitt strákarnir í Redd-
Lights sem hjálpa mér, og við
erum svo í stöðugu samtali um
hvernig ég vil hafa hljóminn.“
Hverju ertu þá að sækjast eft-
ir þegar þú smíðar takt, hvað er
mikilvægt í góðum takti?
„Fyrst og fremst er mikilvægt
að þetta „grúvi“, að það séu gríp-
andi melódíur sem maður getur
sönglað með. En svo er það bara
einfaldleikinn. Þótt það sé gam-
an að hlusta á lög sem eru rosa-
lega flókin og flottar tónsmíðar
er það yfirleitt einfaldleikinn sem
nær manni. Fyrir mér snýst takt-
urinn svo aðallega um bassann
og trommurnar, maður verður
virkilega að finna fyrir bassanum,
bassatrommunni og snerlinum –
það verður að hitta hart. Svo not-
ar maður hi-hatana til að búa til
grúvið í kringum það.“
Aldur: 26.
Önnur nýleg lög: Emmsjé Gauti - Þetta má,
Emmsjé Gauti - Reykjavík, Úlfur Úlfur - 15.
Samstarfsfólk: Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur,
SXSXSX.
Forrit: Ableton
Oddur Þórisson
Kannski óvæntasti smellur sumarsins var lagið „Ég vil það“ með söngvaranum
Chase og rapparanum JóaPé. Lagið
átti þátt í að skjóta frontmönnun-
um tveimur upp á stjörnuhim-
ininnn, en maðurinn á bak við
slagarann er hins vegar óþekkt-
ari, hinn 18 ára gamli Seltirningur
Oddur Þórisson sem smíðar takt
og melódíu lagsins.
Samstarf hans og Chase er það
fyrsta sem vekur athygli á honum,
en nokkur lög hafa komið út með
þeim félögum undanfarið ár og
stefna þeir á plötu á næstu vikum.
Oddur lærði á trompet á yngri
árum en segist hafa haft lítinn
áhuga. Hann fór hins vegar að
smíða tónlist í tölvunni í kring-
um 11 ára aldurinn, fyrst í Garage-
Band en síðar í upptökuforritinu
Logic. „Ég byrjaði eins og flestir í
einhverju EDM-sýrupoppi, síðan
fór ég út í hip-hop og það sem ég
hef verið að gera með Chase er eitt-
hvað nýstárlegt popp með hip-hop
„elementum“,“ segir Oddur og nefn-
ir Daft Punk, The Wekend og Drake
sem áhrifavalda í tónsmíðunum.
Ég vil það var eitt allra mest spil-
aða lagið á íslenska Spotify í sumar og
eru það ekki aðeins ógleymanlegar
línur JóaPé á borð við „ég er slaggur
að njódda og liffa“ sem hafa gert það
að verkum, heldur einnig glaðlegur
takturinn og grípandi viðlagið.
„Upphaflega átti þetta að vera
frekar hefðbundið hip-hop lag, en
svo ákvað ég að reyna að gera þetta
svolítið poppaðra og Drake-legra.
Ég vildi til dæmis ekki nota mikla
hi-hata eins og er svo vinsælt í hip-
hopi í dag, þótt ég hafi verið mjög
nálægt því í lokin.
Ég er mikill aðdáandi þess að
nota alvöru hljóðfæri. Það er svo
lítið notað af þeim í nútímatónlist
– og sérstaklega íslenskri tónlist. Í
þessu lagi er það þetta bjölluspil og
svo einhverjar plastpípur sem ég tók
upp og spilaði svo inn með sampler-
um. Ég held að bjölluspilið sé það
sem gerir lagið að þessu „feel-good“
lagi sem það er,“ útskýrir hann.
„Það er líka rosa skrýtið slag-
verk í þessu lagi, furðuleg hljóð –
eins og til dæmis hljóð sem heyr-
ist þegar ég tromma með nöglinni
á tölvuna mína. Svo er þarna
bassa tromma og önnur sem ég er
búinn að klippa botninn af og setja
„ chorus“ á. Þetta gerir lagið svolítið
ryþmískara. Pælingin var að gera
þetta allt svolítið lifandi. Það er oft
sem menn mastera lögin þannig að
allt sé frekar flatt, en það var mjög
meðvitað að láta lagið byrja lágt og
verða svo smám saman hærra.“
Aldur: 18
Önnur nýleg lög: Chase - Þekkir þá,
Chase - Blame Me.
Samstarfsfólk: Chase.
Forrit: Logic
Maðurinn á bak
við Hógvær með
Emmsjé Gauta
Maðurinn
á bak við
Ég vil það
með Chase
og JóaPé
Maðurinn
á bak við
Sólsetrið
með Sama-
Sem