Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2017, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2017, Blaðsíða 26
Hlýddu Helga Björns – vertu þú sjálf/ur. Farðu alla leið! Þótt nafnið Tom of Fin-land hringi ekki endilega bjöll[[8D5D9D8206]]um hjá borgarastéttinni er óhætt að fullyrða að þessi finnski leður- hommi hafi haft geysileg áhrif á nútímamenningu með margvísleg- um hætti. Nafn hans hefur smátt og smátt skipað sér sess við hlið Múmínálfanna og Iittala sem ein helsta útflutningsvara Finna en kvikmynd byggð á lífshlaupi hans var frumsýnd á RIFF-hátíðinni í vikunni sem leið. Myndlistarmaðurinn Tom of Finland hét réttu nafni Touko Laaksonen. Hann fæddist nálægt borginni Tuurku árið 1920 en lést úr HIV í Bandaríkjunum árið 1991. Touko vann fyrir sér sem auglýs- ingateiknari en hlaut alþjóðlega frægð fyrir teikningar sínar af óþvinguðum, stoltum og vöðva- stæltum hommum. Teikningar hans höfðu í fyrstu geysileg áhrif á menningarheim samkynhneigðra og þau má glögglega greina í tilburðum hjá til dæmis Freddie Mercury, Village People og George Michael en þessir hommar voru allir miklir aðdáendur Toms of Finland. Þorsteinn Bachmann á lítið, en veigamikið hlutverk í myndinni þar sem hann leikur karakter byggðan Bob Mizer, manninum Andlegur langafi leðurhommanna Tom of finland: Þorsteinn Bachmann leikur útgefanda erótísks hommablaðs í sannsögulegri mynd um einn frægasta Finna í heimi Undir áhrifUm frá Tom Freddie Mercury, forsöngvari hljómsveitarinnar Queen, var mikill aðdáandi teikninga Toms of Finland og sást gjarna uppdressaður í leðri frá toppi til táar. vikublað - Ritstjóri: Margrét H. Gústavsdóttir Ábyrgðarmenn: Sigurvin Ólafsson og kolbrún bergþórsdóttir Markaðssamstarf: Svava kristín Gretarsdóttir s: 690 6900 Birta á Instagram: birta_vikublad Stundum þurfum við að taka á honum stóra okkar til að synda á móti straumnum – vera hundrað prósent við sjálf. Kröfur samfélagsins geta verið bæði skrítnar og flóknar og okkur gengur misvel að mæta vænting- um, vera normal og passa í þetta svokallaða mót, eða þessi svoköll- uðu mót, því reyndar eru þau í fleirtölu og koma úr öllum áttum. Til dæmis frá fjölskyldu, vinum, vinnufélögum, samfélagsmiðlum og restinni af samfélaginu. Svo breytast kröfurnar líka í tímans rás. Það sem þótti æskilegt eða óæski- legt fyrir tíu árum þykir kannski hið besta mál í dag – og öfugt. Þegar ég var barn þóttu til dæmis konur með húðflúr svo skrítnar að ósjálfrátt reiknaði fólk með því að þær ynnu í sirkus. Svo breyttist viðhorfið á einni nóttu þegar ég komst á fullorðinsár og önnur hver stelpa fékk sér flúr, helst einhverja træ- balhörmung á mjóbakið, til að öðlast meira samþykki í vina- hópnum. Sumar sjá kannski eftir uppátækinu en það er allt í lagi því þær fórnuðu sér fyrir fjöldann. Árið 2017 getur fimmtuga frænka þín pantað sér tíma í miðaldra-skilnað- artattú og skammlaust borið mynd af Bubba, Búdda eða blöðrusel, bara einhverju sem hún fílar, á upp- handleggnum því enginn á eftir að hugsa: „Vá, hvað hún er snar þessi. Ætli hún vinni í sirkus?“ Þetta finnst mér af hinu góða. Það má segja að þema þessarar Birtu snúist einmitt um nákvæm- lega hugrekkið til að vera maður sjálfur án þess að skammast sín, burtséð frá aldri, stétt, stöðu, kyni eða kynhneigð. Koma út úr skápnum í alls konar merkingum. Hafa ekki áhyggjur af því hvað öðrum finnst. Hjálmar Örn er miðaldra meistari sem á mjög stuttum tíma hefur slegið í gegn sem einn fyndnasti grínisti landsins. Þórdís Gísladóttir rithöfundur sagði upp 9–5 vinnunni þegar hún var 45 ára og gaf út sína fyrstu frum- sömdu bók. Þorsteini Bachmann leiðist að leika steríótýpur og þess vegna tók hann m.a að sér hlutverk manns sem prentaði stórhættulega erótík fyrir homma fyrir árið 1950. Í stuttu máli eru skilaboðin þessi: Hlýddu Helga Björns, vertu þú sjálf/ur. Farðu alla leið! Margrét H. Gústavsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.