Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2017, Blaðsíða 16
16 Helgarblað 6. október 2017fréttir
búinn að taka inn pillurnar og er
dauður.“
Sigrún spurði hann tveimur
klukkustundum síðar hvort allt væri
í lagi og Anthony svaraði að hann
væri „bara að grenja“ og spurði: „Fæ
ég mynd af brjóstunum?“
Sigrún reyndi að hringja í
Anthony á þessum tíma. Anthony
Lee svaraði ekki símanum.
Anthony hélt áfram að senda
SMS: „Sigrún ég skelf úr hræðslu.
– Bæ að eilífu. Pillurnar eru fyrir
framan mig. Er að drekka áfengi til
að fá kjark til að taka þær inn. – Ok
er búin að taka eina inn. Á ég að
taka fleiri?“ Hann hélt síðan ítrek-
að áfram að hóta sjálfsmorði.
Sigrún fer til útlanda – andleg
líðan á uppleið
Þann 12. ágúst fór Sigrún Ósk til
New York. Ritstjóri dv.is var á leið
til borgarinnar sem aldrei sefur.
Hann tók mynd af passanum sín-
um og farmiða og umbrotsmað-
ur DV breytti nafni Kristjóns Kor-
máks í Sigrún Ósk. Sigrún Ósk
skrifaði svo kveðju frá flugvellin-
um í Keflavík og skrifaði svo nokk-
ur innlegg á Facebook og lýsti veru
sinni í Bandaríkjunum. Eftir að
veru Sigrúnar lauk í Bandaríkj-
unum héldu karlmenn áfram að
hafa samband. Sigrún samþykkti
að hitta Anthony á Ingólfstorgi.
Spurði hún hvort vinkona mætti
koma með til halds og trausts því
hún þorði ekki að mæta ein.
Anthony spurði: „Hvort á ég að
ríða þér eða henni?“
Sigrún svaraði að hún vildi ekki
ríða: „Ég vil ekki láta ríða mér sko.
Ég hélt þú vildir bara hittast. Það
væri asnalegt að segja já þegar við
höfum ekki hist.“
Bílstjórinn keyrir skólabörn
Skólabílstjórinn hafði einnig sam-
band. Nú greindi hann frá því í
fyrsta sinn að hann væri að aka
skólabíl. Ákváðu þau að fara út að
borða 5. september. Þá ræddu þau
saman í síma. Þegar Sigrún spurði
hvort hann vildi að hún kæmi
heim með honum og vændiskon-
unni svaraði hann:
„Nei á morgun er okkar kvöld.
Getum svo hugsað um hitt seinna
þegar við vitum hvernig þér líður
með mér. Mundu bara að gera ekki
það sem þú vilt ekki. Þá er þetta
leiðinlegt.“ Þegar hann var spurð-
ur hvort hann myndi verða reið-
ur ef hún myndi hætta við svar-
aði hann neitandi og kvaðst hafa
upplifað slíkt áður. „Þá keyri ég þig
heim í mestu vinsemd.“
Sigrún Ósk trúði svo bílstjór-
anum fyrir einelti sem hún hafði
orðið fyrir. Hún hefði verið upp-
nefnd ljótum nöfnum og tekið það
nærri sér. Hrósaði skólabílstjórinn
henni fyrir fegurð sem Sigrún var
þakklát fyrir. Síðan ræddu þau um
starf bílstjórans og kom þá í ljós að
hann keyrði líka skólabörn. Sigrún
spurði: „Hvað ertu að keyra gamla
krakka?“ Og hvort það væri ekki
leiðinlegt starf.
„Frá fimm ára og upp í 16 ára
[…] Þau eru ágætt, svolítill hávaði
í þeim yngstu, heyrist varla í þeim
eldri. Það þarf svolitla þolinmæði
og lagni til að geta verið að kenna
svona liði.“
Ætluðu að hittast í september
Skólabílstjórinn bauðst til að tala
við vændiskonuna og athuga hvort
hún myndi vilja koma með þeim
í rúmið. Síðan skipti hann um
skoðun og taldi best að þau væru
bara tvö í fyrsta skiptið. Þá var
ákveðið að borða fyrst mat saman
og síðan ákveða í framhaldinu
hvort þau færu heim til hans.
„Það er ekkert víst að þér líki við
mig þegar við hittumst,“ sagði bíl-
stjórinn.
„Lol eg held að þú ert mjög næs
og góður, var gott að tala við þig
líka.“
„Takk fyrir það. Það er gott að
heyra að þér finnst það. Ég er líka
ánægður með þig,“ svaraði bíl-
stjórinn.
Ekkert varð þó úr því að blaða-
menn DV hittu bílstjórann umrætt
kvöld. Sigrún hætti við og sendi
honum skeyti og baðst afsökunar.
Hún hvarf svo af Facebook næstu
vikurnar. Nú var hún aftur kom-
in á BUGL. Hún skrifaði aftur á
Facebook 28. september. Hún birti
mynd af sér fyrir utan BUGL. Á
myndinni er Sigrún í bleikri hettu-
peysu. Hún veifar eins og hún sé
að kveðja og sendir BUGL fingur-
inn. Með myndinni fylgir texti og
Sigrúnu er heitt í hamsi. Textinn
byrjar svona:
„Laus úr fokkin fangelsi!!! :) Í
dag er góður dagur!! Í dag segi ég
big bless við þetta skitapleys!! 3
vikur á vessta staðnum! Var fínt í
eina viku, en að loka barn í nokr-
ar vikur er barasta fangelsi!! Halló!
Eina góða hinir krakkarnir. Og fyr-
ir hvað? Fyrir að koma ekki heim
klukkan eitthvað á kvöldin!“
Bílstjórinn ásamt fleirum sendu
sms í síma Sigrúnar. „Sko þig, Lið-
ur þér ekki betur eftir að hafa ver-
ið þar? Mér finnst gott að þú skul-
ir hafa áhuga á að spjalla áfram við
mig,“ sagði skólabílstjórinn.
Sigrún svaraði: „Var ósann-
gjarnt en líður betur eða aldrei
liðið betur. Eitt skref aftur á bak en
tvö áfram lol. Er ekki allt gott hjá
þér?“
„Ég er stoltur af þér,“ svaraði
skólabílstjórinn og hélt áfram:
„Það er svo gaman að heyra að
ungt fólk bætir líf sitt. Sjálfur hef
ég verið edrú í 27 ár og sé ekki
eftir neinu.“ Svo bætti hann við:
„Hefur þú ennþá áhuga á að hitt-
ast í mat?“ Aftur nálgaðist hann
Sigrúnu sama dag og hún var að
losna af geðdeild. „Verðum áfram
í sambandi. Endilega fylgdu
prógraminu þinu, það skilar sér
seinna.“ Svo bætti hann við: „Sagð-
ir þú þeim á Bugl frá okkur?“ Sig-
rún neitaði því.
„Bara forvitinn. Hvernig líður
þér í dag?“ Sigrún sagði að henni
liði miklu betur. „En hvað mér
þykir það gott að heyra. Svo er líka
svo töff að vera edrú.“
Anthony á leið í fangelsi
Anthony greindi Sigrúnu frá því
þann 29. september að hann væri
á leiðinni í fangelsi næsta föstu-
dag og væri hræddur. Hann lang-
aði að hitta Sigrúnu og kúra með
henni. Hann bætti því við að
hann hafi skorið sig fimmtudags-
nóttina, heil 11 spor. Aðspurður af
hverju hann væri að fara í fangelsi
sagði Anthony hann væri grun-
aður um að hafa kveikt í bíl og að
hann hafi svo verið tekinn fyrir
að keyra próflaus á bensínvespu.
Anthony spurði Sigrúnu hvort
hann mætti „brunda inn í þig“ og
endaði samtalið á að segjast vera
„drulluhræddur“ og það „jaðri við
að ég grenji.“ En ástæðuna sagði
hann vera að hann vildi kúra með
Sigrúnu og sofa hjá henni.
Anthony sendir þá sex smá-
skilaboð á fjórtán mínútum: „Ing-
ólfstorgi ok. – Við ríðum já eða
nei? – Við ríðum á morgun já eða
nei? - ? – Við ríðum þá á morgun
ok já eða nei – Svaraðu.“ Sigrún
svaraði honum játandi en sagð-
ist vera stressuð um að vera lé-
leg. Sigrún Ósk hélt áleiðis til Ant-
honys miðvikudaginn 5. október.
Þau ætla að hittast á Ingólfstorgi
klukkan 13.00.
Bílstjórinn og Sigrún hittast
Sigrún Ósk ræddi við skólabíl-
stjórann í síma þann 3. október.
Nokkrum dögum áður höfðu þau
rætt um áfengi og þunglyndi. Vildi
Sigrún gera lítið úr sínu vanda-
máli og að foreldrar hennar væru
að ofvernda hana. Bílstjórinn
kvaðst sjálfur þekkja þunglyndi
og hann hefði barist við myrkrið
í mörg ár.
„Þegar ég passaði mig ekki fyr-
ir 2 árum fór ég svakalega langt
niður og var kominn með sjálfs-
vígshugsanir. Þá var ökuskírteini
tekið af mér. Það tók sex mánuði
að komast í eðlilegt horf aftur og
ákvað ég með hjálp geðlæknis,
sálfræðings og Virk að prófa að
breyta öllu í mínu lífi. Ég tók rútu-
prófið og þetta hafði góð áhrif á
mig. Þar sem ég hafði gríðarlega
fælni var mér ráðlagt að byrja aft-
ur að stunda kynlíf sem ég var al-
veg hættur því líka. Núna líður
mér vel.“ Strax á eftir bætti hann
við: „Heldurðu að við getum farið
út að borða á þriðjudagskvöldið.“
Sigrún spurði: „Midvikudagur
vaeri samt betri eg er ad spa ef vid
faerum til tin eftir matinn gaetir
tu latid mig fa sma pening er pinu
blonk eftir ad hafa ekki komist i
vinnuna lengi Eg gaeti ta gert hluti
vid tig i stadinn eins og tu vast ad
tala um.“
Hann svaraði: „Ég get látið þig
fá 20 sjálfsagt. Við getum ákveðið
með miðvikudaginn kl. 7. Hef-
ur þú ennþá áhuga á 3-some“.
Sigrún kvaðst vera tilbúin til að
prófa. „Ok. En eigum við ekki að
vera bara við tvö í fyrsta skipti.
Svo get ég athugað hvort vinkona
mín vilji ekki vera með okkur. […]
Þú manst að gera ekkert nema
þú vilt það sjálf. En það er alltaf
spennandi að prófa hluti.“
Þá sagði bílstjórinn að hann
þyrfti að fara að keyra börn-
in og væri ekki laus fyrr en aftur
um kvöldið. Mánudagskvöldið
spurði bílstjórinn svo hvað Sigrún
Ósk væri gömul. „Sweet 16 var
ad klára grunn í vor. Ætladi svo
í verkó í haust en foreldrar mínir
skemmdu það. Ætla samt að fara
aftur til AK city eftir áramot : ) er
farið ad langa aftur i skólann.“
„Ég er bara 60 ára táningur.
Ertu viss um að þú viljir stunda
kynlíf með svona kalli?“ spurði
bílstjórinn. Sigrún svaraði að hún
væri stressuð. „Já. Þú átt alltaf
þinn rétt hvaða sem þú gerir,“
svaraði hann. „Þú átt eftir að njóta
vel. En ég er smá óöruggur út af
aldrinum.“
„Mig vantar alla vega pen-
inginn sem Bugl tók af mér !!!! Og
mér líkar við þig. Þú ert góður við
mig. Takk fyrir það.“
„Af hverju ætti ég ekki að vera
góður við þig. Ég reyni alltaf að
vera góður við alla. Þó við höfum
ekki kynlíf saman þá máttu alltaf
leyta til mín ef þú vilt tala um þín
mál.“
Þá sagði Sigrún: „Vid getum
líka borðað saman og ákveðið þá
hvort við förum til þín og þá bara
farið varlega eða þú skilur Og ef ég
treysti mér ekki gætir þú kannski
horft á mig gera eitthvað við mig
eða ég get gert eitthvað við þig án
þess að riða eða riðið ef allt er í
góðu.“
„Ég er til í að borga þér 20 ef
þú ferð alla leið, annars 15,“ sagði
skólabílstjórinn. „En ef þú treystir
þér ekki að gera neitt skal ég samt
láta þig fá eitthvað smá.“
„Þú ert alltof góður við mig,“
sagði Sigrún.
„Ertu á pillunni?“ Sigrún svar-
aði því játandi. „Ok. Ef ég missi
inn í þig, er það þá í lagi? Smókt-
ime. Brb.“
Sigrún hittir skólabílstjórann
Sigrún og skólabílstjórinn mæltu
sér mót á höfuðborgarsvæðinu.
Sigrún hafði sagt honum að hún
vildi spjalla við hann aðeins áður
en hún færi með honum inn í bíl.
Guðrún Ósk blaðamaður var tál-
beita DV og með falda mynda-
vél. Kristjón Kormákur, ritstjóri
dv.is, sat í bíl rétt hjá og Sigtryggur
ljósmyndari var í felum vopnaður
myndavél. Skólabílstjórinn mætti
á svæðið og heilsaði Sigrúnu. Þau
spjölluðu aðeins saman og Sigrún
sagðist vera smá stressuð. Bílstjór-
inn sagði að það myndi venjast.
Kristjón fór út úr bílnum, gekk að
skólabílstjóranum og sagði:
„Okkur þótti það mjög alvarlegt
að bjóða 16 ára stelpu í trekant og
biðja um að kaupa af henni nekt-
armyndir. Ég myndi hvetja þig að
leita þér hjálpar því það er ekki
eðlilegt að biðja 16 ára stelpu um
nektarmyndir. Ertu ekki sammála
því?“
„Jújú, ég er alveg sammála því.“
Hefur áður hitt 14 ára stelpu
„Það hefur einu sinni áður haft
samband við mig stúlka, man
ekki hvort það var á Facebook
eða Snapchat. Hún sagði mér að
hún vildi fá að prófa sig áfram en
ég sagði við hana: þú ert fjórt-
án ára, þú lendir bara í vondum
málum. Það endaði með að ég
fór og hitti hana og við töluðum
saman yfir mat og það varð síð-
an ekkert meira úr því,“ sagði bíl-
stjórinn. Guðrún spurði bílstjór-
ann hvort honum fyndist við hæfi
að maður á hans aldri hitti fjórtán
ára stúlku. Hann svaraði játandi.
Aðspurður hvort skólabílstjórinn
hefði keypt oft vændi sagðist hann
vera með tvær stelpur sem væru
„fastar hjá honum.“ Þær væru 27
ára og 31 árs.
Býst ekki við að gera þetta aftur
Skólabílstjórinn var spurður
tvisvar hvort hann héldi að hann
mundi gera þetta aftur og sagðist
hann annaðhvort ekki búast við
því eða ekki halda það.
„Hugsaðir þú aldrei yfir þann
tíma [sem þú varst í samskiptum
við Sigrúnu] að þú værir að gera
eitthvað rangt?“
„Jújú, ég hef alveg hugsað það.“
Ekki samþykkja
DV beinir þeim tilmælum til þeirra
sem hafa lesið þessa umfjöllun að
ræða alvarleika málsins við börn
sín og ítreka að samþykkja ekki
undir nokkrum kringumstæðum
vinabeiðnir frá ókunnugum. Tugir
karlmanna sendu Sigrúnu vina-
beiðnir. Um 50 karlmenn sendu
skilaboð. Um 50 vinabeiðnir eru
enn ósamþykktar og hefur blaða-
mönnum ekki tekist að ræða við
alla karlmennina sem hafa sýnt
Sigrúnu áhuga. n
Sendi þrjár óumbeðnar myndir
af getnaðarlim sínum Baðst afsökunar á að
hafa gengið of langt eftir að senda typpamynd
– sendi svo tvær í viðbót. Sagðist margoft vera
graður og bað um klámfengnar myndir af Sigrúnu.„Hvað mig
langar að
gera er undir þér
komið, rúntinn,
ríða.
Ætlaði að kaupa vændi af barni Kristjón og Guðrún hjá DV tóku á móti skólabíl-
stjóranum sem hélt að hann væri að fara að hitta 16 ára stúlku.