Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2017, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2017, Blaðsíða 24
24 fólk - viðtal Helgarblað 6. október 2017 Kristín Clausen hitti Ragnar Freyr Ingvarsson, lækni og matgæðing, og ræddi við hann um matargerð, læknisstarfið, ástandið á Landspítalanum og ís- lenska heilbrigðiskerfið. L æknirinn í eldhúsinu, Ragnar Freyr Ingvarsson, er fluttur heim til Íslands, en á árunum 2008 til 2016 bjó hann og starfaði í Svíþjóð og Bret- landi. Ragnar taldi sig vera búinn að kveðja Ísland fyrir fullt og allt. Það breyttist þó skyndilega þegar hann fékk svokallaða bráðaheim- þrá. Ragnar, sem er kvæntur og á þrjú börn, notar eldamennsku til að koma ró á hugann í annríki hversdagsins. „Það er augljóst mál að við erum sem þjóð ekki að borða rétt. Þjóðin þyngist sífellt með hverju árinu,“ segir ástríðu- og sjónvarpskokkurinn, rithöf- undurinn og læknirinn Ragnar Freyr Ingvarsson. Hann hefur, síðustu ár, gefið út matreiðslu- bækur undir nafninu Læknirinn í eldhúsinu samhliða fullu starfi í læknisgeiranum. Í dag er Ragn- ar umsjónarlæknir á lyflækninga- sviði Landspítalans og gigtar- læknir hjá Klíníkinni, sem er einkarekin læknastöð í Ármúla. Hann þekkir því báða kima heil- brigðiskerfisins af eigin reynslu. Fyrir jólin gefur Ragnar út sína fjórðu matreiðslubók. Að þessu sinni er áherslan á „sous vide“ en það er ákveðin eldunaraðferð þar sem hráefni er eldað undir vatns- þrýstingi sem er ætlað að varð- veita gæði matarins og tryggja að hann verði fullkomlega eldaður. Bókin mun fylgja nýrri tegund af „sous vide“-tæki, sem verður á vegum fyrirtækisins Margt smátt og Kjötkompanísins í Hafnarf- irði. „Ég prófaði þetta tæki í hálft ár. Það er ljómandi gott og kraft- mikið. Matreiðslubókin fylgir með í kassanum. Henni er ætlað að kynna fyrir fólki handtökin auk þess að innihalda nokkrar ljúf- fengar uppskriftir.“ Aðspurður hvernig nafnið, Læknirinn í eldhúsinu, kom til svarar Ragnar að hann hafi lengi vel skrifað uppskriftir og veitt hollráð í matreiðslu undir sínu nafni, Ragnar Freyr. Þegar blogg- síðurnar, forverar samfélagsmiðl- anna, voru sem vinsælastar, var síða Ragnars oft með þeim vin- sælustu á blogginu á mbl.is. „Ég lagði mikinn metnað og ástríðu í uppskriftirnar sem birtust á blogginu mínu sem skilaði sér, meðal annars, í því að Mogginn setti efnið mitt oft í blaðið. Það var ákveðinn stökkpallur, en á þess- um tíma var ég ekki með neina stefnu. Mér fannst þetta einfald- lega skemmtilegt.“ Það var svo ekki fyrr en árið 2012 að danskur kollegi Ragnars á spítalanum í Lundi í Svíþjóð skoraði á Ragnar að gera meira úr blogginu. „Þá var ég búinn að blogga í fimm ár. Hann sagði mér að ég þyrfti að hafa skarpari fókus og auðkenna mig frá öðrum matarbloggurum. Ég tók þessu alvarlega og í framhaldinu byrjaði ég að kalla mig Lækninn í eldhús- inu. Það er kannski ekki sérlega grípandi en segir það sem segja þarf.“ Matarvenjur hafa áhrif á heilsuna Líkt og svo margir hefur Ragnar nokkrar áhyggjur af heilsu Ís- lendinga. Hann segir þó enga yfir lýsta næringarstefnu að finna í matargerð sinni en þegar rýnt sé í uppskriftirnar megi sjá að matur- inn er allur eldaður frá grunni. „Ég elda alvöru mat úr hágæða hráefnum. Heilsa fólks stendur og fellur með mataræðinu og ef við myndum sjóða saman þá þekkingu á næringarfræði, sem við búum yfir í dag, þá er lykillinn að bættri heilsu að elda góðan og hollan mat frá grunni.“ Ragnar kveðst sjálfur nota mikið af ekta fitu á borð við smjör og jómfrúarolíu þegar hann eld- ar. „Þá reyni ég að borða mikið grænmeti og gott íslenskt kjöt og fisk.“ Eina reglan sem hann set- ur sér í eldhúsinu er að nota sem sjaldnast unna matvöru. „Hvað varðar heilsu þá vildi ég óska þess að fleiri gerðu sér almennilega grein fyrir því hvað matarvenj- ur hafa gríðaleg áhrif á heilsuna, til lengri tíma litið. Offita hefur aukist ár frá ári sem og sykursýki 2. Háþrýstingur, hjarta- og æða- sjúkdómar og heilaáföll eru að vissu leyti lífsstílstengdir sjúk- dómar sem hafa gríðarlega mikil áhrif á lífsgæði og heilsu fólks. Að auki eru þeir auðvitað gríðarlega kostnaðarsamir fyrir heilbrigðis- kerfið.“ Þrátt fyrir að vinna langan vinnudag þá kveðst Ragnar ætíð gefa sér góðan tíma með fjöl- skyldunni við matarborðið á kvöldin. „Ég reyni að klára allt á dagvinnutíma en auðvitað kem- ur fyrir að ég þurfi að vinna á kvöldin. Það fylgir starfinu og þannig vil ég hafa það.“ Aðspurður játar Ragnar því heilshugar að hann noti elda- mennsku og mat til að slaka á. „Þegar það er brjálað að gera í vinnunni þá hringi ég oft í konuna mína og við ræðum hvað við ætlum að hafa í matinn um kvöldið. Kon- an mín eldar ekki mikið en hún er ástríðunautnaseggur. Það sem hún eldar er samt allt mjög gott,“ seg- ir Ragnar og bætir við að samtölin komi ró á hugann. Þá kveðst hann vita fátt betra, eftir langan dag, en að koma sér vel fyrir í eldhúsinu og hræra í pottum. Ragnar flutti, ásamt fjölskyldu sinni, til Lundar í Svíþjóð árið 2008. Þar fór hann í sérnám í lyf- og gigtar lækningum. Eftir að námi lauk starfaði hann sem sér- fræðingur á spítalanum í Lundi. Árið 2015 tók svo nýtt ævintýri við en þá fluttist fjölskyldan til Bret- lands þar sem eiginkona Ragnars, Snædís Eva Sigurðardóttir, fór í framhaldsnám í sálfræði við há- skólann í Sussex, og hann starf- aði sem gigtarlæknir og við stjórn- „ Í dag veit ég að við munum ekki finna pláss fyrir alla þá sem bíða innlagnar. Þeir munu festast á bráðamót- tökunni og teppa plás- sin fyrir aðra sjúklinga sem þurfa sannarlega á bráðaþjónustu að halda. Varð að komast heim Kristín Clausen kristin@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.