Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2017, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2017, Blaðsíða 20
20 umræða Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Sigurvin Ólafsson ritstjóri dv.is: Kristjón Kormákur Guðjónsson aðstoðarritstjóri dv.is: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. aðalnúmer: 512 7000 auglýsingar: 512 7050 ritstjórn: 512 7010 fréttaskot 512 70 70 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Sandkorn Helgarblað 6. október 2017 Í dag birtir DV ítarlega umfjöllun sem sýnir á sláandi hátt varnar- leysi ungmenna andspænis níð- ingum í netheimum. Hún opin- berar einnig að engin bönd virðast halda þeim níðingum sem vilja brjóta kynferðislega á börnum og unglingum. Til að kanna níðingsskap á netinu bjuggu blaðamenn DV, Kristjón Kormákur Guðjónsson og Guðrún Ósk Guðjónsdóttir, til Facebook-síðu fyrir unglings- stúlku, Sigrúnu Ósk. Ungur ald- ur Sigrúnar fór sannarlega ekki á milli mála en margir karl- menn létu það ekki aftra sér frá því að hafa samband við hana gegn- um Facebook-síðuna. Það virtist einmitt vera hinn ungi aldur sem heillaði þá sérstaklega. Þetta eru níðingar sem svífast einskis. Það að svipta unglingsstúlku sakleysi sínu er nokkuð sem þeir setja ekki fyrir sig. Það er nöturlegur veruleiki að unglingsstúlkur geta búist við því að fá viðbjóðsleg skilaboð og til- boð um kynlíf verði þeim á að samþykkja vinabeiðni frá ókunnugum karlmönnum á Facebook. Í umfjöllun DV koma við sögu nokkrir slíkir menn sem fóru meðal annars fram á það að unglingsstúlk- an sendi þeim nektarmynd- ir af sér og hitti þá til að eiga við þá kynmök. Einn þessara einstaklinga er skólabílstjóri sem er í samskipt- um við börn svo að segja á hverjum degi. Búast má við að hann horfi þar girndaraugum á einhver þeirra. Annar maður, sem opinberaði löngun sína til að hafa kynmök við Sigrúnu, er með nauðg unardóm á bakinu. Hann ætlaði að ná mark- miði sínu og hótaði að skaða sig léti hún ekki að vilja hans. Hinir fullorðnu geta vissulega ekki vaktað börn sín öllum stund- um en það er mikilvægt að þau ræði við þau um hinar miklu hættur sem geta fylgt því að samþykkja vina- beiðni á Facebook frá ókunnugum. Sigrún Ósk er persóna sem blaða- menn DV bjuggu til. Hún var á Face- book, rétt eins og flestir unglingar, og svaraði ókunn- ugum karlmönnum sem höfðu samband við hana. Hin venju- lega íslenska tán- ingsstúlka getur auð- veldlega lent í sömu stöðu, svarað ókunn- ugum og fengið yfir sig sóðalegar spurningar og viðbjóðsleg tilboð. Enginn á að efast um hvaða afleiðingar slíkt hefur fyrir sálarlíf við- komandi unglings- stúlku. Blaðamaður DV, Kristjón Kormákur, sat fyrir rútubílstjóranum sem hafði verið í miklu sambandi við Sigrúnu Ósk og spurði hann hvort hann hefði ekki velt því fyrir sér hvort hann væri að gera eitthvað rangt. Svarið var ekki afdráttarlaust, hann sagði: „Jú,jú, ég hef alveg hugsað það.“ Hann sagðist ekki búast við því að endurtaka leikinn. Svar sem bendir til að hann útiloki það samt ekki. Frá honum kom ekki ákveðið: „Aldrei aftur!“ Það hlýtur að fara hrollur um okkur. n Níðingarnir á netinu Vill fella niður gjald formannsins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, hefur lýst því yfir að hún vilji fella niður stimpilgjöld á íbúðarkaupum. Segir hún gjöldin ósanngjarnan skatt og vera dæmi um lög sem sett séu af stjórnmálamönnum sem gæti hagsmuna ríkisins en ekki al- mennings. Gjaldið sem vara- formaðurinn vill fella niður er hluti af lögum sem Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, lagði fram árið 2013 í tíð sinni sem fjármálaráðherra. Voru þá stimpilgjöldin hækkuð hjá einstaklingum úr 0,4% í 0,8% á meðan önnur gjöld voru felld niður. Spyrja má hvort varafor- maðurinn sé að segja að hennar eigin formaður og þingmenn hafi verið að gæta hagsmuna ríkisins en ekki almennings. Valkvíði Miðflokksins Ekki liggur fyrir hvernig Mið- flokkurinn rað- ar á lista, en það getur skipt miklu máli á kjördegi. Þannig er spurt hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson muni halda sig við Norðausturkjördæmi, eða hvort hann muni taka slaginn í sínum heimahögum, Suðvesturkjör- dæmi. Þá beinist athyglin ekki síður að Gunnari Braga Sveins- syni. Bergþór Ólason mun leiða lista Miðflokksins í Norðvestur- kjördæmi fyrir Miðflokkinn, sem hefur verið heimavöllur Gunnars Braga hingað til. Það gerir málið snúnara fyrir Gunnar Braga sem þarf þá að leita á önnur mið. Ekki liggja fyrir sundurliðaðar kann- anir á fylgi Miðflokksins og því ekki vitað hvar á landinu það er mest. Sá á kvölina sem á völina. Sóðaleg kosningabarátta Kosningabaráttan fer heldur frið- samlega af stað að minnsta kosti á yfirborðinu. Enginn stjórn- málamaður hefur stigið fram með óvenju stór gífuryrði í garð annarra flokka fyrir utan Jimmie Savile ummæli Smára McCarthy og samlíkingar Brynjars Níelsson- ar á Samfylkingunni og Hugo Chavez. Þó ber á sóðaskap, margir notend- ur Fésbók- ar hafa tekið eftir kostuð- um færslum nafnleysingja þar sem búið er að eiga við mynd- ir af frambjóðendum á ósmekklegan hátt, YouTube-not- endur sömuleiðis, auk ómálefna- legra límmiða á strætisvagna- skýlum. Vonandi verður slíkur skæruhernaður ekki framtíð ís- lenskrar kosningabaráttu. For- ystumenn flokkanna ættu að senda skýr skilaboð til síns fólks um að slíkt megi ekki gerast. Fólk er þremur launaseðlum frá fjárhagslegu þroti Þú ert landsins mesti töffari! Tími sterka leiðtogans (kk.) er liðinn undir lok Ragnar Þór Ingólfsson – DV Unnur Brá Konráðsdóttir um Brynjar Níelsson – eyjan.is Þorgerður Gunnarsdóttir – Fréttablaðið „Hin venjulega íslenska táningsstúlka getur auðveldlega lent í sömu stöðu, svarað ókunnugum og fengið yfir sig sóðalegar spurningar og viðbjóðsleg tilboð. Myndin Stari Starar una sér vel í nábýli við mannfólk og eiga til að flögra í feiknastórum hópum þegar kvölda tekur. MyND SIGtRyGGUR ARI Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.