Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2017, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2017, Blaðsíða 60
36 menning Helgarblað 6. október 2017 Framhald  Í slensk hip-hop tónlist hefur verið í miklum blóma undan- farin ár. Af dægurtónlistar- stefnum er gróskan langmest í rappinu, hún er vinsælust með- al ungmenna og framþróun og nýsköpun mikil. Rapptónlistar- menn eru að sama skapi farnir að njóta almennra vinsælda, þeir fylla tónleikahallir og raka inn hinum ýmsu tónlistarverðlaun- um. Í framlínunni eru rappararn- ir sem semja og flytja rímurnar, syngja, koma fram á tónleikum, móta sjónræna ásjónu tónlistar- innar og eru andlit hennar út á við. En þeir sem smíða tónana, leggja taktana, hanna hljóðheim- inn og semja jafnvel melódíurn- ar, mennirnir á bak við tónlistina, falla hins vegar oftar en ekki í skuggann – óviljandi eða viljandi. Á ensku eru þessir hljóðsmið- ir kallaðir „producers“ – fram- leiðendur – en það hefur gengið illa að festa gott íslenskt hugtak á þessa þúsundþjalasmiði, þetta eru taktsmiðir, útsetjarar, upp- tökustjórar, hljóðblandarar og svo framvegis. Stundum sinna þeir bara einu þessara starfa en stundum öllum. Í þessari umfjöllun var mark- miðið að varpa kastljósinu á nokkra af þeim tónlistarmönnum sem hafa framleitt vinsælustu rapplög sumarsins og haustsins – fólkið sem hefur smíðað takta ársins 2017. Hér er ekki um að ræða tæmandi úttekt á helstu pródúserum íslensks hip-hops í dag – og má til að mynda nefna að tvö af áhrifamestu taktsmíða- teymum íslensks rapps í dag, Reddlights og No Judings Eyes, afþökkuðu boð um að taka þátt í umfjölluninni, en bæði teymin hafa lagt upp með að halda sig í skugganum. Þá þarf umfjöllun um tilraunakenndari kima rapp- senunnar að bíða betri tíma. Í ljósi þess að kvenkyns rapp- arar eru að verða sífellt atkvæða- meiri í íslensku hip-hopi kom það blaðamanni á óvart að ekki einn einasti kvenkyns hljóðsmið- ur hefur verið áberandi í íslensku meginstraumsrappi að undan- förnu. Nokkur dæmi eru þó um taktsmíðandi stelpur í dýpstu grasrót rappsins auk raftónlistar- kvenna sem gera órappaða hip- hop tónlist. n kristjan@dv.is Úr skugga taktsins Hljóðframleiðendurnir á bak við vinsælustu rapplög Íslands að undanförnu Eitt vinsælasta lag ársins er Joey Cypher með rapp-aranum Joey Christ og hálfu landsliðinu í rappi: Herra Hnetu smjöri, Birni og Aroni Can. Galsafullt rappið og mynd- bandið hefur vakið athygli en það er kannski ekki síst dansvænn takturinn og ein- falt og grípandi undirspilið sem hafa stuðlað að vinsældum þess. Framleiðandi lagsins er Arnar Ingi Ingason, sem kallar sig yfir- leitt Young Nazareth. Hann vakti fyrst athygli sem plötusnúður og annar pródúser hljómsveit- arinnar Sturla Atlas en í sumar hefur hann orðið æ meira áber- andi einn síns liðs, framleitt tvær plötur fyrir Joey Christ og gert slagarann Geri ekki neitt með Aroni Can og Unnsteini Manúel og nú síðast lagið Psycho með Cyber. „Ég er búinn að vera í tónlist lengi, byrjaði í skólahljómsveit Kópavogs 8 ára og á henni margt að þakka. Fyrir fermingarpen- ingana keypti ég mér svo tölvu og hljóðvinnsluforritið Logic. Þá hafði ég aðeins verið að fikta við að DJ-a. Ég byrjaði þá að gera tón- list eins og þá sem ég hafði verið að spila, sem var aðallega house- tónlist,“ segir Arnar um upphaf tónlistarsköpunarinnar og að- spurður segist hann hafa lært hljóðframleiðsluna að langmestu leyti upp á eigin spýtur með hjálp Youtube. „Þegar ég var í Versló fór ég svo að prófa mig áfram með gera eitthvað annað en house. Ég fann mig strax mjög vel í því að gera hip-hop takta fyrir ýmsa Versló- hópa.“ Logi Pedro rakst á tónlist eftir Arnar Inga á Soundcloud og fékk hann inn til að vinna með sér og gera takta fyrir Sturla Atlas. „Ég hef lært ótrúlega mikið af því að vera í stúdíóinu með Loga, hann hefur verið algjör mentor.“ Arnar segist lítið nota hljóðfæri eða utanáliggjandi vélbúnað – eða hardware – við tónsmíðarnar. „Þetta fer eiginlega allt fram í tölvunni. Ég nota eiginlega ekki neitt hardware, heldur er með soft-syntha og einhver trommu- sömpl ýmist úr trommuheilum eða alvöru trommum. Svo reyn- ir maður að „tweaka“ þetta til svo þetta hljómi sem náttúrulegast. Til að byrja með horfði ég mikið til Kanye West fyrir inn- blástur og geri það reyndar enn- þá. Í seinni tíð hef ég horft mik- ið til hljóðheims og lagasmíða 40 sem hefur pródúserað Drake, og sömuleiðis Mike Will. Fyrst og fremst langar mig samt að búa mér til minn eigin hljóðheim eða skapa sérstakan heim með ein- hverjum listamanni.“ Arnar Ingi segist alls ekki vera ósáttur við að vera í bak- grunninum á meðan rappararn- ir og söngvararnir fái athyglina og séu andlit tónlistarinnar: „Það skemmtilegasta sem ég geri er að gera lög. Fyrir mér er það að gera feita músík númer eitt, tvö og þrjú. Það er auðvitað skemmtilegt að fá kredit fyrir það sem ég er að gera, en ég sækist ekkert í sviðs- ljósið. Þeir sem vita, þeir vita. Það er alveg nóg fyrir mig.“ Joe Frazier Young Nazareth Skírnarnafn: Arnar Ingi Ingason. Aldur: 20 Önnur nýleg lög: Joey Christ - Túristi (feat. Birnir), Aron Can - Geri ekki neitt (feat. Unnsteinn), Sturla Atlas - Time , Sturla Atlas - I know, Cyber - Psycho (feat. Countess Malaise). Samstarfsfólk: Sturla Atlas, Joey Christ, Cyber, Aron Can, Birnir og Floni. Forrit: Logic. Ég hef alltaf verið frekar athyglis-sjúkur, að minnsta kosti miðað við marga pródúsera sem eru bara sáttir við að vera í bakgrunnin- um – mig langar að vera með,“ segir Joe Frazier sem hefur verið nokkuð áberandi við hlið rapparans Herra Hnetusmjörs á sviði og í mynd- böndum. Joe er hins vegar ekki einungis rappari heldur gerir hann einnig taktana og smíðar hljóðheim laganna – til að mynda lögin Ár eft- ir Ár, Kling Kling, 203 Stjórinn sem hafa verið vinsæl í sumar og nýjasta lagið Spurðu um mig. Joe – sem heitir réttu nafni Jó- hann Karlsson – fetaði í fótspor föður síns og æfði trommuleik um tíma þegar hann var yngri. „Ég hef alltaf haft taktinn í blóðinu, ef svo má segja,“ segir Jóhann, en það var þó í gegnum eldri bræður hans sem hann kynntist rappi og taktsmíðum – þeir voru í rappsveitinni Dáða- drengir sem vann Músíktilraunir árið 2003. Á menntaskóla árunum fór hann svo að vinna takta af ein- hverri alvöru og prófaði fljótlega að senda þá á Emmsjé Gauta. „Ég vissi að Gauti væri að vinna að plötu svo ég sendi honum e-mail með nokkrum töktum. Honum og strák- unum í ReddLights, sem voru að pródúsera plötuna, leyst vel á þetta og stungu upp á því að við myndum vinna eitthvað saman í framtíðinni. Ég gerði nokkur lög með Gauta og í gegnum hann kynntist ég nánast öllum í senunni – og þá byrjaði bolt- inn að rúlla,“ segir Jóhann. Það er þó fyrst og fremst í gegn- um samstarf hans við Herra Hnetu- smjör, hinn hraðmælta ráðherra- son og Kópavogsstrák, sem nafn Frazier breiddist út meðal almenn- ings: „Hann hafði verið að rappa yfir ófrumsamda takta sem voru í svip- uðum stíl og þeir sem ég hafði verið að gera – Los Angeles klúbba-beat. Hann heyrði í mér á Facebook og við gerðum eitt lag áður en við hittu- mst. Í fyrsta skipti sem við hittumst gerðum við svo lagið Hvítur bolur, gullkeðja, sem varð mjög stórt. Upp úr þessu spratt svo mjög blómleg vinátta og samstarf.“ Joe segist fyrst og fremst sækja í grípandi bassalínur og poppuð við- lög og nefnir DJ Mustard, Nic Nac, Lex Luger og Kanye West sem helstu áhrifavalda í taktsmíðunum. Frazier notar upptöku- og hljóðvinnslufor- ritið FL Studios við tónsmíðarnar: „Ég er með hljómborð, en er ekki að taka hljóð úr neinu „hardware“. Ég nota mikið „virtual synth“ sem heit- ir Massive – hann er nánast sá eini sem ég nota. Það er til mikið af góð- um hljóðpökkum í hann og mjög gott að fikta í honum.“ Frazier segir erfitt að greina einhvern sameiginlegan hljóm í íslensku hip-hopi í dag en hver pródúser sé að móta sér sinn eig- in stíl og séu margir orðnir auð- þekkjanlegir. Um það hvað skeri hans takta úr hópnum segir Frazi- er: „Ég er að gera meiri „west-coast mainstream pop-beat“ en aðrir sem eru að gera takta á Íslandi. Það er eitt af því sem tengir okkur Herra Hnetusmjör, við erum miklir aðdá- endur þess konar tónlistar.“ Skírnarnafn: Jóhann Karlsson. Aldur: 24. Önnur nýleg lög: Herra Hnetusmjör - Spurðu um mig, Herra Hnetusmjör - Kling Kling, Emm- sjé Gauti - Lyfti mér upp, BlazRoca - Fýrupp. Samstarfsfólk: Herra Hnetusmjör, Emmsjé Gauti, BlazRoca, Bent. Forrit: FL Studio. Maðurinn á bak við Ár eftir Ár með Herra Hnetu- smjöri Maðurinn á bak við Joey Cypher með Joey Christ (feat. Aron Can, Herra Hnetusmjör og Birnir)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.