Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2017, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2017, Blaðsíða 59
menning 35Helgarblað 6. október 2017 tónlist í dag. Krakkar „downloada“ bara einhverju upptökuforriti og kaupa sér míkrófón og geta strax farið að gefa út lög á Spotify.“ Frá a til ö Sú hip-hop tónlist sem heyrist á Íslandi í dag er eins og annars staðar að langmestu leyti smíðuð stafrænt í hljóðvinnsluforritum og með stýritækjum sem tengd eru við þau, en aðeins að örlitlu leyti með hliðrænum græjum á borð við trommuheila, samplera eða lif- andi hljóðfæri. Líkt og víðast hvar erlendis eru það hljóðvinnslu- forritin Ableton Live, Logic, Pro Tools, FL Studios og Cubase sem flestir notast við – en margir þeirra sem DV ræddi við byrjuðu tón- smíðaferilinn í enn einfaldari for- ritum á borð við Garage Band. Erlendis eru það oftar en ekki stór teymi sem skipta með sér verkum í framleiðslu tónlistar. Einstaklingar sem sérhæfa sig í framleiðslu takta selja þá staka, annar aðili tekur við, aðstoðar við að ákveða uppbyggingu lagsins og semja laglínur, tæknimenn að- stoða og stýra upptökum í hljóð- verinu, aðrir sjá svo um að hljóð- blanda upptökuna og enn aðrir ganga frá laginu. Þá er yfirfram- leiðandi sem vinnur náið með rapparanum. Á Íslandi sinna pródúserarnir oftast fleira en einu hlutverki og ganga jafnvel í öll hlutverkin, starfa þá náið með rapparanum og framleiða lagið al- veg frá lagasmíð til útgáfu. Dúettinn Reddlights hefur lengi vel verið risinn í fram- leiðslu rapptónlistar á Íslandi og unnið með nánast öllum sem skipta máli, en kannski má helst nefna samstarf þeirra við Emm- sjé Gauta, Friðrik Dór, BlazRoca og ekki síst Gísla Pálma. Á síð- ustu tveimur til þremur árum hafa svo bæst við fleiri teymi sem geta framleitt hljóðheim í hæsta gæða- flokki. Tvíeykið No Judging Eyes sem stendur á bak við Aron Can, teymið í kringum Sturla Atlas, og pródúserinn Marteinn sem kallar sig Bangerboy. „Það eru margir sem gera bara takta, en það eru ekki margir pródúserar sem eru að ganga frá lögum alveg frá a til ö. Lengi vel voru bara örfáir sem gátu gert þetta, eiginlega bara Reddlights og StopWaitGo. En nú eru alltaf að bætast við fleiri,“ segir Logi Pedro Stefánsson, einn af mönnunum á bak við hljóðheim Sturla Atlas og fleiri tengdra verkefna. Annar pródúser sem vinnur lög alveg frá a til ö er rapparinn og hljóðsmiðurinn Joe Frazier sem býr til tónlist með Herra Hnetu- smjör: „Það eru margir sem eru bara að gera „beats“ en svo eru aðrir sem eru pródúserar í orðsins fyllstu merkingu, eru þá að vinna með listamönnum að því að setja saman lagið, ákveða uppbyggingu á söng, semja saman viðlög, hljóð- blanda og mastera. Menn byrja oft á að gera bara takta en finna sér svo yfirleitt einhverja samstarfs- menn, þá myndast teymi rappara og pródúsers og í sameiningu gera þeir allt frá a til ö,“ segir Frazier. „Pródúksjón og lagasmíðar haldast meira í hendur í hip-hopi en mörgum öðrum tónlistarstefn- um. Það er kannski þess vegna sem það er mesta gróskan þar í dag,“ segir Logi Pedro. Fjölbreytt og alþjóðlegt Fyrir utan gróskuna virðist ís- lenska hip-hopið ekki skera sig úr í neinum grundvallaratriðum frá annarri tónlist í hinum netvædda rappheimi. Það fylgir alþjóðleg- um straumum og tísku, þannig á til finningaþrungið söngrapp á mörkum r'n'b, popps og hip- hops upp á pallborðið og harka- leg suðurríkjaleg trap-tónlist hef- ur verið sérstaklega áberandi. Eins og annars staðar eru taktarnir oft- ar en ekki að verða naumhyggju- legri en áferðarfallegri – eða þá þvert á móti, meðvitað skítugri. Þegar viðmælendur DV voru spurðir hvort þeir teldu að það væri að þróast einhver sérstakur hljómur í íslensku hip-hopi voru fæstir á því að slíkt mætti greina: „Ég hef reyndar heyrt að sumt af því sem við séum að gera á Íslandi hljómi svolítið svipað og það sem er verið að gera í Evrópu – Dan- mörku, Þýskalandi, Frakklandi. Það er kannski eitthvað evrópskt sánd,“ veltir Joe Frazier fyrir sér. „Það sem er í gangi hér er alveg í beinni tengingu við það sem er í gangi úti í heimi. Um leið og það koma fram einhverjir rapparar sem verða stórstjörnur úti heyrir maður hvernig áhrifin koma strax hingað. Ég held að maður taki ekki beint eftir því að lög sé íslensk, maður er frekar farinn að halda að þau séu bandarísk – þau eru farin að hljóma svo vel,“ segir Björn Val- ur, en flestir viðmælendur DV tala frekar um fjölbreytileika í senunni, hér séu ólíkir taktsmiðir farnir að þróa eigin einkennandi stíl, frekar en að það sé eitthvað auðheyran- legt sem sameinar þá. Fjölbreytileikann skortir þó til- finnanlega á einu sviði. Á þeim nokkrum vikum sem blaðamaður vann umfjöllunina rakst hann nánast á engan kvenkyns pródúser sem vinnur takta eða pródúser- ar íslenska rapptónlist. Viðmæl- endur gátu bent á nokkrar stelpur sem eru að prófa sig áfram í takt- smíðum og í dýpstu grasrótinni eru einstök dæmi um lög unnin af konum – en í þeirri tónlist sem hefur verið áberandi á Spotify eða í útvarpinu í sumar er ekki um auðugan garð að gresja. Jafnvel þar sem konur eru að rappa eru það yfirleitt karlmenn sem snúa tökkunum. Farin að jafnast á við það besta erlendis Allir viðmælendur DV eru sam- mála um að að gæðin hafi aukist til muna í hljóðframleiðslu íslenskra rapplaga á undanförnum árum. Mun fleiri taktsmiðir séu farnir að gera tónlist sem á fullt erindi er- lendis og jafnast jafnvel á við það besta sem er framleitt í Bandaríkj- unum. „Það sem mér finnst hafa gerst síðastliðin ár er hvað er allt er farið að sánda ógeðslega vel. Íslensk pródúksjón er bara allt í einu kom- in á alþjóðlegt level. Það er svo mikið af ungu liði sem elst upp við gott hljóð og hefur hæfileikann til að fatta hvaða hljóðfæri passa við hvað. Taktarnir eru orðnir svo rosalega góðir í heildina,“ segir Helgi Sæmundur Guðmundsson úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur. „Við erum komin með alveg mjög góðan standard. Þeir sem eru að gera þetta af einhverri alvöru eru með alveg „legit sound“ sem myndi virka alls stað- ar annars staðar,“ segir pródús- erinn Marteinn sem kallar sig Bangerboy. Logi Pedro talar um mikinn áhuga á íslensku rappi til að mynda frá Skandinavíu. „Það er alveg ljóst að þetta er komið á sama level og þarna úti. Senan þar er auðvitað miklu stærri og sterk- ari, það eru meiri peningar, meiri iðnaður og fólk sem veit hvað það er að gera en gæðin eru ekkert minni hér.“ Engir brjálaðir peningar Annað sem hefur áhrif á stöðu hljóðsmiðanna er að tónlistar- bransinn er að breytast og sala tónlistar er aðeins lítill hluti af innkomu tónlistarmanna, sem eru farnir að einbeita sér í auknum mæli að framleiðslu varnings og ekki síst framkomu á tónleikum. En þar sem þessir þættir eru síð- ur á könnu pródúsersins er ekki auðvelt að lifa sem hip-hop laga- smiður. Möguleikarnir á innkomu felast kannski hvað helst í tón- leikahaldi með rappara og því að selja takta – en ýmsir viðmælend- ur DV telja það vera það sem koma skal. „Ég hef ekki ennþá reynt að selja takta út en ég er alltaf með það bak við eyrað,“ segir Björn Val- ur. „Ef maður ætlar að reyna að lifa af þessu ætti maður að vera duglegri við að henda í einhverja banka. Þetta er enginn „booming business“ í þessu á Íslandi og engir brjálaðir peningar. En ég sjálfur er mjög heppinn að vera að spila með Gauta og Úlfur Úlfur,“ segir Björn Valur. „Það eru mjög fáir íslenskir pródúserar sem eru að selja lög út til erlendra listamanna en það gætu auðveldlega verið miklu fleiri. Þetta er eitthvað sem þarf að skoða. Íslenskt rapp er komið á það stig að Útón eða aðrir ættu að fara að skoða að setja upp ein- hvers konar lagasmíðabúðir þar sem erlendir listamenn koma hingað, eða eitthvert frumkvæði til að fá íslenska pródúsera til að semja fyrir erlenda listamenn,“ segir Logi Pedro. n Framhald  „Þú þarft ekkert nema míkrófón og far- tölvu og þá getur þú búið til banging hip-hop lag Í bakgrunninum Framleiðendur og taktsmiðir standa oftar en ekki í skugga rapparanna sem eru and- lit tónlistarinnar út á við. Hér má sjá rapparann Gísla Pálma á Iceland Airwaves árið 2015. Mynd ÞorMar Vignir Tölvan tekur yfir Lex Luger er einn af þeim framleiðendum sem hefur verið í fararbroddi hinnar stafrænu byltingar í rappi á 21. öldinni. Upphafsmaðurinn DJ Kool Herc er yfirleitt titlaður sem upphafsmaður hip-hop tónlistarinnar í New York á fyrri hluta áttunda áratugarins. Hann notaði tvo plötuspilara og gamlar fönkplötur til að skapa dansvæna tónlist. Fljótlega fóru sumir partígestir að grípa í hljóðnema og rappa yfir taktana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.