Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2017, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2017, Blaðsíða 70
46 fólk Helgarblað 6. október 2017 E lla Fitzgerald fæddist í Virginíu árið 1917 og ólst upp við mikla fátækt. Móðir hennar var þvottakona og faðir hennar stakk af þegar Ella var þriggja ára. Móðir Ellu giftist á ný. Þegar Ella var fimmtán ára lést móðir hennar í bílslysi. Ella sagði á fullorðinsárum: „Mér finnst gott að ímynda mér að móðir mín sé einhvers staðar og sé ánægð með mig. Mér hefði þótt svo gott að geta gefið henni heimili eða hvað ann- að sem hún hefði viljað.“ Á barns- aldri hafði Ella verið afburðanem- andi en eftir dauða móðurinnar fór hún að skrópa í skóla. Stjúp- faðir hennar beitti hana ofbeldi og svo fór að Ella var sett á upptöku- heimili fyrir vandræðastúlkur en strauk þaðan. Hún söng á götum fyrir smápeninga, klædd í garma og með karlmannsskó á fótum. Hún svaf á ódýrum gistiheimilum eða hjá vinum. Hún talaði aldrei opinberlega um þessi erfiðu ár í lífi sínu. Allir vilja félagsskap Ella vildi verða dansari. Eitt kvöld var hún að ræða við tvær vinkon- ur sínar og þær komust að því að þær vildu allar komast á svið. Þær drógu um það hver þeirra skyldi taka þátt í hæfileikakeppni sem átti að fara fram í Harlem. Ella var hlutskörpust. Hún var sextán ára og ætlaði sér að dansa í keppninni en fylltist svo miklum sviðsskrekk að hún gat ekki hreyft fæturna og kaus því að syngja í staðinn. Hún vann keppnina. Í annarri hæfileikakeppni sem hún tók þátt í var hún bauluð af sviðinu. Þriðja söngkeppnin varð henni til heilla en þar réð hljómsveitarstjórinn Chick Webb hana sem söngkonu í hljómsveit sína. Árið 1938 söng hún gamla vögguvísu A-Tisket, A- Tasket og túlkun hennar sem ein- kenndist af spunastíl, sem hún var snillingur í, færði henni heims- frægð. Webb lést árið 1939, einungis 29 ára gamall, af berklum. Síðustu orð hans voru: „Mér þykir þetta leitt, ég verð að fara.“ Ella stjórnaði hljómsveit hans í nokkur ár. Á þeim tíma réð hún Dizzy Gillespie í hljómsveitina þegar enginn vildi ráða hann í vinnu. Hann hafði ofsafengið skap og hafði skömmu áður lent í áflog- um við hljómsveitarstjórann Cab Calloway. Seinna launaði Dizzy Gillespie Ellu greiðann með því að ráða hana sem söngkonu hljóm- sveitar sinnar og þar kynntist hún bassaleikaranum Ray Brown sem hún giftist. Hún hafði þá eitt hjónaband að baki sem hafði einungis enst í tvö ár. Sagt var að sá maður, sem var eiturlyfjasali, hefði manað hana til að giftast sér og hún tekið áskoruninni. Hjóna- band hennar og Rays Brown entist í fimm ár og þau ættleiddu ungan dreng sem var frændi Ellu. Hún ól einnig upp unga frænku sína. Árið 1957 komst sú saga á kreik að hún hefði gifst Norðmanni sem hefði verið á höttum eftir peningum hennar. Sagt var að umboðsmaður Ellu hefði fengið hjónabandið ógilt. Hún átti í ástarsambandi við danskan mann og bjó um tíma í Danmörku til að geta verið nærri honum. Sambandið átti ekki fram- tíðina fyrir sér. Sjálf sagði hún um hjónabandsmál sín: „Ætli ég hafi ekki valið þá röngu. En ég vil gift- ast aftur. Ég er enn að leita. Allir vilja félagsskap.“ Sviðsótti og feimni Ella átti margra áratuga farsælan feril og varð ein dáðasta djass- söngkona heims. Hún þjáðist alla tíð af sviðsótta, feimni og van- máttarkennd. Þegar Frank Sinatra gagnrýndi hana eitt sinn fyrir textameðferð komst hún í svo mikið uppnám að hún gat ekki sungið í viku. Henni fannst hún aldrei vera nægilega góð söng- kona og hún var ætíð jafn undr- andi á velgengni sinni. George Gershwin sagði eitt sinn: „Ég vissi ekki hvað lögin mín voru góð fyrr en ég heyrði Ellu syngja þau.“ Ella vann til fjölda verðlauna, þar á meðal þrettán Grammy- verðlauna á ferli sínum en sagði: „Verðlaunin urðu ekki til þess að ég fyndi til eigin mikilvægis en þau komu mér í skilning um að fólk elskaði mig.“ Ella sagðist hafa óskað sér þess þegar hún var ung að vera falleg. Hún var mestan part ævinnar fimmtíu kílóum yfir kjörþyngd og var alla tíð ákaflega viðkvæm fyrir þyngd sinni. Hún reykti hvorki né drakk og var ekki gefin fyrir skemmtanalífið. Fríkvöldum sínum eyddi hún heima við í saumaskap eða við sjón- varpið. Hún þótti einstak- lega feimin kona. Meðal vina hennar voru aðallega aðrar söngkonur, Sara Vaughan, Carmen McRae og Peggy Lee ásamt síðustu eigin- konu Louis Armstrong. Hún hélt síðustu tón- leika sína árið 1993. Hún þjáðist af heilsuleysi og missti sjón á öðru auga. Hún sagði: „Núna sé ég bara með öðru auganu en Guð gaf mér rödd. Hann gaf mér nokkuð sem ég get notað til að gera fólk ham- ingjusamt.“ Hún þjáðist af sykur- sýki á háu stigi og loks varð að taka af henni báða fætur fyrir neð- an kné. Hún lést árið 1996, 79 ára gömul n „Guð gaf mér rödd“ n Hundrað ár liðin frá fæðingu Ellu Fitzgerald n Hún telst í hópi bestu söngkvenna 20. aldar Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Verðlaunin urðu ekki til þess að ég fyndi til eigin mikilvægis en þau komu mér í skilning um að fólk elskaði mig „Núna sé ég bara með öðru auganu en Guð gaf mér rödd. Ella Fitzgerald Hún er talin ein besta söngkona 20. aldar en þjáðist alla tíð af feimni og sviðsótta. Í Hvíta húsinu Með Ronald Reagan Bandaríkjaforseta. Hógvær Ella var ætíð undrandi á velgengni sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.