Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2017, Qupperneq 26
Hlýddu Helga Björns – vertu þú sjálf/ur. Farðu alla leið!
Þótt nafnið Tom of Fin-land hringi ekki endilega bjöll[[8D5D9D8206]]um
hjá borgarastéttinni er óhætt að
fullyrða að þessi finnski leður-
hommi hafi haft geysileg áhrif á
nútímamenningu með margvísleg-
um hætti. Nafn hans hefur smátt
og smátt skipað sér sess við hlið
Múmínálfanna og Iittala sem ein
helsta útflutningsvara Finna en
kvikmynd byggð á lífshlaupi hans
var frumsýnd á RIFF-hátíðinni í
vikunni sem leið.
Myndlistarmaðurinn Tom of
Finland hét réttu nafni Touko
Laaksonen. Hann fæddist nálægt
borginni Tuurku árið 1920 en lést
úr HIV í Bandaríkjunum árið 1991.
Touko vann fyrir sér sem auglýs-
ingateiknari en hlaut alþjóðlega
frægð fyrir teikningar sínar af
óþvinguðum, stoltum og vöðva-
stæltum hommum. Teikningar
hans höfðu í fyrstu geysileg áhrif á
menningarheim samkynhneigðra
og þau má glögglega greina í
tilburðum hjá til dæmis Freddie
Mercury, Village People og George
Michael en þessir hommar voru
allir miklir aðdáendur Toms of
Finland.
Þorsteinn Bachmann á lítið, en
veigamikið hlutverk í myndinni
þar sem hann leikur karakter
byggðan Bob Mizer, manninum
Andlegur
langafi
leðurhommanna
Tom of
finland:
Þorsteinn Bachmann leikur
útgefanda erótísks hommablaðs
í sannsögulegri mynd um einn
frægasta Finna í heimi
Undir áhrifUm frá Tom Freddie Mercury, forsöngvari
hljómsveitarinnar Queen, var
mikill aðdáandi teikninga
Toms of Finland og sást gjarna
uppdressaður í leðri frá toppi
til táar.
vikublað - Ritstjóri: Margrét H. Gústavsdóttir Ábyrgðarmenn: Sigurvin Ólafsson og kolbrún bergþórsdóttir Markaðssamstarf: Svava kristín Gretarsdóttir s: 690 6900 Birta á Instagram: birta_vikublad
Stundum þurfum við að taka á honum stóra okkar til að synda á móti straumnum –
vera hundrað prósent við sjálf.
Kröfur samfélagsins geta verið
bæði skrítnar og flóknar og okkur
gengur misvel að mæta vænting-
um, vera normal og passa í þetta
svokallaða mót, eða þessi svoköll-
uðu mót, því reyndar eru þau í
fleirtölu og koma úr öllum áttum.
Til dæmis frá fjölskyldu, vinum,
vinnufélögum, samfélagsmiðlum
og restinni af samfélaginu.
Svo breytast kröfurnar
líka í tímans rás. Það sem
þótti æskilegt eða óæski-
legt fyrir tíu árum þykir
kannski hið besta mál í
dag – og öfugt.
Þegar ég var barn þóttu
til dæmis konur með
húðflúr svo skrítnar að ósjálfrátt
reiknaði fólk með því að þær ynnu
í sirkus. Svo breyttist viðhorfið
á einni nóttu þegar ég komst á
fullorðinsár og önnur hver stelpa
fékk sér flúr, helst einhverja træ-
balhörmung á mjóbakið, til að
öðlast meira samþykki í vina-
hópnum. Sumar sjá kannski
eftir uppátækinu en það er
allt í lagi því þær fórnuðu sér
fyrir fjöldann. Árið 2017 getur
fimmtuga frænka þín pantað
sér tíma í miðaldra-skilnað-
artattú og skammlaust borið mynd
af Bubba, Búdda eða blöðrusel,
bara einhverju sem hún fílar, á upp-
handleggnum því enginn á eftir að
hugsa: „Vá, hvað hún er snar þessi.
Ætli hún vinni í sirkus?“
Þetta finnst mér af hinu góða.
Það má segja að þema þessarar
Birtu snúist einmitt um nákvæm-
lega hugrekkið til að vera maður
sjálfur án þess að skammast sín,
burtséð frá aldri, stétt, stöðu,
kyni eða kynhneigð. Koma út úr
skápnum í alls konar merkingum.
Hafa ekki áhyggjur af því hvað
öðrum finnst.
Hjálmar Örn er miðaldra
meistari sem á mjög stuttum
tíma hefur slegið í gegn sem einn
fyndnasti grínisti landsins. Þórdís
Gísladóttir rithöfundur sagði upp
9–5 vinnunni þegar hún var 45
ára og gaf út sína fyrstu frum-
sömdu bók. Þorsteini Bachmann
leiðist að leika steríótýpur og
þess vegna tók hann m.a að sér
hlutverk manns sem prentaði
stórhættulega erótík fyrir homma
fyrir árið 1950.
Í stuttu máli eru skilaboðin
þessi: Hlýddu Helga Björns, vertu
þú sjálf/ur. Farðu alla leið!
Margrét H. Gústavsdóttir