Fréttablaðið - 24.10.2017, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.10.2017, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 5 0 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r Þ r i ð J u d a g u r 2 4 . o k t ó b e r 2 0 1 7 FrÍtt Fréttablaðið í dag skoðun Flutningur sjúkra er í uppnámi, skrifar Guðjón S. Brjánsson. 13 sPort Þjálfari kvennalands- liðsins í knattspyrnu segir liðið þurfa hugrekki og auðmýkt fyrir leikinn gegn Tékkum.  16 tÍMaMót Kristnar hugsjónir ræddar í Snorrastofu í kvöld. 18 lÍFið Velta Pylsu- vagnsins á Selfossi var 172 milljónir í fyrra en eigandi Pylsuvagnsins er þó ekkert að monta sig af afrekinu. 26 Plús 2 sérblöð l Fólk l betra lÍF *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Veldu gæði og endingu, á góðu verði. Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á Kvöldopnun! miðvikudaglÍFið Linda Rut leyfði landsmönn- um að fylgjast með leit hennar að föður sínum í þáttunum Leitin að upprunanum. Linda Rut fann pabba sinn, Richard Guildford, fyrr í sumar með aðstoð Sigrúnar Óskar Kristjánsdóttur, dagskrár- gerðarkonu, en mátti ekkert gefa upp áður en þátturinn var sýndur um helgina. Seinni hluti sögu Lindu var sagður á sunnudag á Stöð 2 og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. „Ég fór með börnin í leikskólann og þar stukku allir á mig og knúsuðu. Sögðust hafa grátið yfir þættinum og óskuðu mér til hamingju. Ég var í ræktinni og þar kom stelpa til mín og varð að stoppa mig og spjalla smá. Ég er bara ógeðslega ánægð að geta talað um þetta,“ segir Linda. – bb / sjá síðu 28 Fólk stökk á hana og knúsaði stJórnsýsla Fjársýsla ríksisins greiddi trúfélaginu Zuism út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hefur verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra vegna deilna um hver færi með stjórn félagsins. Útgreiðslan kemur í kjölfar ákvörðunar embættis sýslumanns- ins á Norðurlandi eystra um að verða við kröfu Ágústs Arnars Ágústssonar um að skrá hann sem forstöðumann trúfélagsins Zuism. Ágúst er annar svokallaðra Kick- starter-bræðra. Bróðir hans, Einar Ágústsson, var í desember 2013 skráður sem forvígismaður félags- ins í fyrirtækjaskrá eftir að upphaf- legur formaður hætti. Einar var í júní síðastliðnum dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik. Báðir bræðurnir voru til rannsóknar í málinu en aðeins gefin út ákæra á hendur Einari. Fjársýsla ríkisins mun hafa greitt út rúmar 53 milljónir króna til zúista 9. október síðastliðinn. „Verið er að vinna í hvernig sóknar - gjöldum verður ráðstafað,“ segir Ágúst Arnar, spurður hvort til standi að greiða meðlimum Zuism út sókn- argjöld líkt og forveri hans gaf fyrir- heit um. „Það er von á tilkynningu og þetta mun vonandi allt skýrast þar,“ bætir forstöðumaðurinn við. Starfsemi zúista var við að logn- ast út af árið 2014. Á árinu 2015 tók nýr hópur manna yfir félagið og hóf að safna meðlimum í stórum stíl með loforðum um að borga þeim út tæp- lega 11.000 króna sóknargjöld sem renna árlega úr ríkissjóði til trúfélaga fyrir hvern skráðan meðlim. Um þrjú þúsund manns skráðu sig í  félag- ið. Forstöðumaður fyrir hönd þessa hóps, Ísak Andri Ólafsson, var hins vegar settur af með úrskurði innan- ríkisráðuneytisins í janúar á þessu ári eftir að Ágúst gerði kröfu um það. Ágúst krafðist jafnframt að innan- ríkisráðuneytið viðurkenndi hann sem formann trúfélagsins en ráðu- neytið vísaði ákvörðuninni til sýslu- mannsins á Norðurlandi eystra sem nú nýverið tók fyrrnefnda ákvörðun um að verða við kröfu Ágústs. Samkvæmt nýjustu fáanlegu tölum eru 2.845 skráðir í trúfélag zúista. Renna um 900 krónur til félagsins mánaðarlega fyrir hvern þessara meðlima. Það gera samtals tæplega 2,6 milljónir í hverjum mán- uði. – gar, ósk Nær formannsstólnum og 53 milljónum Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með að- gang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. Ágúst svarar ekki hvort loforð um greiðslu sóknargjalda til meðlima félagsins verða efnd. 2,6 milljónir króna renna til trú- félagsins Zuism mánaðarlega HeilbrigðisMál Tvílærbrotinn maður var fluttur af Sjúkrahúsinu á Akureyri á elliheimili á Ólafsfirði að aðgerð lokinni. Ástæðan er sú að legurými vantar á Akureyri. Slík atvik koma upp um tíu sinnum á ári. „Ég er bara hérna í geymslu og hef verið síðan í ágúst,“ segir hinn 66 ára gamli og tvílærbrotni Einar Guðbjartsson. „Það svo sem fer ágætlega um mig hér og ekkert við starfsfólkið að sakast. Það eru hins vegar bara fífl í þessari bæjarstjórn á Akureyri sem vilja frekar byggja rennibrautir en að byggja upp þjón- ustu í heilbrigðismálum.“ „Í raun gæti það verið að það séu of mörg hjúkrunarrými [á Akur- eyri],“ segir Halldór Guðmundsson, forstöðumaður Öldrunarheimila Akureyrar. – sa / sjá síðu 4 Segist í geymslu á Ólafsfirði Fólk beið í röð í gær eftir því að fá að greiða atkvæði utan kjörfundar í Smáralindinni. Þingkosningarnar fara fram næsta laugardag en þeir sem eiga ekki heimangengt á kjördag hafa getað kosið utan kjörfundar á undanförnum dögum. Tæplega helmingi fleiri hafa greitt atkvæði nú heldur en á sama tíma fyrir kosningarnar í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 2 4 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 0 A -9 2 2 8 1 E 0 A -9 0 E C 1 E 0 A -8 F B 0 1 E 0 A -8 E 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.